Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 10
Eldhúsverkin Asíðari tímum hafa frystikistan og kæliskáp- urinn ásamt ýmsum rotvarnar- efnum sem sett eru í matvæli leitt til þess að ótilneydd borðum við meira og minna af gömlum mat. Reynum þó að komast hjá því að geyma mat- væli of lengi, bragðgæði minnka með tímanum og hætta á matareitrun eykst: Það er helst að góð vín og sumar ostategundir batni við geymslu, en rétta geymslu þó. Hér á eftir eru nokkur ráð um geymslu matvæla. Kaupum ferskar vörur þegar það er mögulegt Fyrst og fremst ber að leggja áherslu á að kaupa eins nýjar vörur og mögulegt er og kaupa ekki meira magn í einu en þarf. Því miður er oft erfitt að átta sig á hvaða vörur eru nýjar, margir vöruflokkar eru merktir „endist a.m.k. til“ ásamt dagsetningu. Frarn- leiðsludagur eða aldur vör- unnar er þá hulinn neytend- um. Strax eftir að matvara hefur hafnað í innkaupakörfunni er nauðsynlegt að meðhöndla hana á sem bestan hátt. Vör- um með lítið geymsluþol, svo sem ferskum fiski, kjöti og mjólk, þarf að koma sem fyrst fyrir í kæli, þær á að geyma við 5°C í hæsta lagi. Sé það ekki gert er hætta á að varan endist ekki eins og ætlast er til. Hvað er kælis- kápurinn kaldur? Það er mikilvægt að kæliskáp- urinn sé rétt stilltur - hann á að haldast á bilinu 2-5° C. Hrátt kjöt og fisk á að geyma í kaldasta hluta kæliskápsins. Hvernig á að geyma matinn? Nauðsynlegt er að hafa að minnsta kosti einn góðan hita- mæli í skápnum svo hægt sé að mæla og átta sig á því hve mismunandi hitinn er í skápn- um, sem á við um flesta kæli- skápa. Varast ber að yfirfylla skápinn því þá er ómögulegt að halda hitastiginu nægilega lágu. Ávextir og grænmeti Blómkál, gulrætur, steinselja, spínat, epli, perur og sveppir endast best við 0-10°C. Þess vegna er gott að geyma þessar vörur í grænmetishólfi kæli- skápsins. Gúrkur, sítrónur, tómatar og melónur ætti ekki að geyma í kæli, 10“C henta þeim best og bananar þola ekki kaldari geymslu en 14° C. Kartöflur eiga heldur ekki heima í kæliskápnum, þær geymast best við 8-10'C. Því miður hafa ekki öll heim- ili aðgang að kaldri matvæla- geymslu og verða því að haga inn- kaupum þannig að sem minnst fari til spillis. Frysting matvæla er langbesti geymslumát- inn sem þekkist. Frostið kem- ur í veg fyrir að gerlar fjölgi sér í matvörum með lítið geymsluþol, þótt það eyði ekki þeim gerlum sem hugs- anlega eru þegar í vörunni. Undir öllum kringumstæðum minnka ýmis efnaferli bæði næringargildi og gæði hráefn- isins til matargerðar, en það gerist þó margfalt hægar við -18° C en við frostmark. Fitu- rík matvæli, sérstaklega feitur fiskur, þránar ef hann er geymdur lengi í frosti og þolir aðeins nokkurra mánaða geymslu. Gott er að nota plastpoka sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir fryst matvæli. Brauð og mjöl Brauð er best að geyma við stofuhita, til dæmis í brauðkassa, innpakkað í plastpoka eða viskastykki, en rúgbrauð má þó geyma í ís- skáp. Brauð er yfirleitt mjög vel fallið til frystingar. Varist myglu og hendið mygluðu brauði. Hveiti, hafragrjón, hrís- grjón, pasta, möndlur, múslí og þess háttar eru til staðar á flestum heimilum. Margir halda að slíkar vörur hafi Frysting er góð, en þó hóf- lega lengi 10 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.