Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 6
í stuttu máli Hvaða vörur eru með Svaninn - Norræna umhverfismerkið? Norræna umhverfis- merkið, Svaninn, er að finna á fleiri og fleiri vöru- tegundum. Fyrir neytendur sem vilja kaupa inn í þokkalegri sátt við náttúr- una skiptir merkið miklu. Enn sem komið er er að- eins ein íslensk vara með Svaninn, Maraþon milt frá Frigg. Vörur með Svaninum - Norræna umhverfismerk- inu: Bónefni á gólf: Vörur frá Svenska Johnson’s vax (Klar floor polish og Parket polish). Gólfefni: Pergo og fleira sem Ofnasmiðjan flytur inn. Hreingerningarlögur: Mr Muscle. Klósctt- og cldhósróllur: Edet, Lambi, Nemli. Ljósritunarvélar: Sharp. Pennar: Ergopen (Penn- inn). Rafhlöður, einnota: Duracell, Hellesens, Tudor, Varta. Sláttuvélar: Stiga. Umslög: Lyche (Penninn). Þvottaefni fyrir upp- þvottavélar: Golden. Þvottaefni fyrir þvottavél- ar: Golden, Maraþon milt. Auk þess flytja flestir pappírsinnflytjendur bæði inn ljósritunar- og prent- pappír með Svaninum. Fleiri vörur á íslenskum markaði en hér hafa verið taldar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til að vör- urnar geti borið Svaninn, en eru þó ekki merktar með Svaninum. Annars staðar á Norðurlöndum eru þær seldar með Svaninum. Hvers vegna innflytjendur sjá ekki ástæðu til að hafa vöruna merkta hér á landi er spurning sem meðal annars við neytendur þurf- um að fá svar við. Er það kannski vegna þess að við spyrjum ekki eftir þeim og látum okkur í léttu rúmi liggja hvort við íþyngjum umhverfinu óþarflega í daglegri neyslu okkar? Allavega er ljóst að á með- an einstakir innflytjendur hirða ekki um að merkja vöruna með Svaninum til upplýsingar fyrir íslenska neytendur sér Neytenda- blaðið ekki ástæðu til að nefna þær vörur. Norræn neytendasamtök krefjast aðgerða til að draga úr fúkka- lyfjanotkun Norrænu neytendasamtökin hafa í sameiginlegri ályklun skorað á rík- isstjórnir á Norðurlöndum að grípa til sameiginlegra aðgerða lil að stöðva sí- vaxandi notkun fúkkalylja. Þessi aukn- ing hefur orðið vegna notkunar fúkka- lyfja við veikindum manna og dýra en einnig vegna notkunar í fóður dýra, bæði til að fyrirbyggja sjúkdóma og ekki síður til að örva vöxt dýranna. Á íslandi er bannað að nota fúkkalyf nema vegna sjúkdóma manna og dýra. Nor- rænu neytendasamtökin kretjast að- gerða lil að berjast gegn þessari miklu notkun og verði þær aðgerðir bæði sam- norrænar og á vettvangi Evrópusam- bandsins. I ályktuninni er bent á að þessi mikla notkun fúkkalyfja sé ógn við allt mann- kyn. Bakteríur og bakteríugen geta flust milli mismunandi tegunda; frá einum nianni til annars, frá dýri í matvæli og frá matvælum í menn. Og fleiri og lleiri mynda þol gegn fúkkalyfjunum sem koma þá ekki að gagni þegar nauðsyn- legt er að nota þau. Því kreljast norrænu neytcndasamtökin þess að ríkisstjómim- ar komi |iessu máli ofarlega á lista þeirra aðgerða sem grípa þarf til innan Evrópska efnahagssvæðisins. Aflið tveggja nýrra félagsmanna og fáið bók í jólagjöf Með því að vera félagsmaður í Neytendasamtökunum færðu Neytendablaðið reglulega með gæða- og markaðskönnunum auk annars fróðleiks. Þú styrkir um leið stöðu þína á markaðn- um og aldrei veitir af því. Gætir þú hugsað þér að fá tvo vini eða kunningja til að ganga til liðs við samtökin og fá blaðið auk annarrar þjónustu (t.d. upplýsinga- og kvörtunarþjónustu)? Fyrir það ómak að afla tveggja nýrra félagsmanna geturðu valið eina af eftirtöldum bókum og færð hana senda heim þér að kostnaðarlausu (ef þú vilt þær allar útvegarðu einfaldlega átta nýja félagsmenn): □ Heimilisbókhald Neytendasamtakanna □ Lagasafn neytenda □ Græna bókin - um neytandann og umhverfið □ Bílar - sterku og veiku hliðarnar (frá sænsku neytendastofnuninni) Nýir félagsmenn: Nafn:______________________________________________ Kennitala:_____________________ Heimilisfang:_____ Póstnúmer:_____________________ Óskað er eftir að greiða með greiðslukorti eða boðgreiðslum (starfsfólk Neytendasamtakanna mun þá hafa samband, - munið - ódýrasta innheimtuaðferðin): □ já □ nei Nafn:__________________________________________________ Kennitala:_______________________ Heimilisfang:__________________________________________ Póstnúmer:_______________________ Óskað er eftir að greiða með greiðslukorti eða boðgreiðslum (starfsfólk Neytendasamtakanna mun þá hafa samband, - munið - ódýrasta innheimtuaðferðin): □ já □ nei Nafn sendanda:_________________________________________ Heimilisfang:__________________________________________ Pósthólf:________________________ Mundu eftir að merkja við þá bók sem þú vilt fá senda. Sendu okkurþessa úrklippu: Neytendasamtökin, Pósthólf 1096, 121 Reykjavík. Ef þú heldur Neytendablaðinu til haga og vilt síður klippa það niður þá sendir þú okkur einfaldlega allar nauðsyn- legar upplýsingar á blaði í pósti, faxi (562 4666) eða í tölvu- pósti (neytenda@itn.is). 6 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.