Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 11
endalaust geymsluþol, en sú er ekki raunin. Sumar þessara teg- unda geta þránað, en verra er að samtímis geta ýmis kvikindi látið á sér kræla, svo sem mölur og bjöllur. Þá verður að henda matnum og þrífa geymslustað- inn vandlega, ryksugan reynist vel í slíkum tilfellum. Niðursuðuvörur Töluvert er á markaði af niður- suðudósum með ávöxtum og grænmeti. Sumar tegundir geta verkað ætandi á dósirnar innan- verðar. Ef dósirnar eru ekki nógu vandaðar geta þær smitað tini, blýi eða öðrum málmi í innihaldið. Þetta kemur annað slagið fyrir í niðursuðudósum með til dæmis tómötum og mandarínum. Egg og mjólk Egg geymast best í kæliskáp við 5C og þar sem salmonellu- sýking er oft rakin til eggja er rétt að huga vel að því hvemig þau em geymd. Allar mjólkur- vömr geymast best við 5°C að hámarki. Það á einnig við um ost, en með tilliti til bragðgæða er ágætt að taka ost úr kæli hálftíma fyrir neyslu. Athugið að þegar vara er merkt „endist a.m.k. til“ ásamt dagsetningu er átt við vöruna óopnaða í um- búðunum, - það segir ekkert til um það hvað varan heldur sér lengi eftir að umbúðirnar hafa verið opnaðar. Hreinlæti í eldhúsum Strangar hreinlætiskröfur eru gerðar til þeirra sem framleiða matvæli til sölu á almennum markaði, en það er einnig nauðsynlegt að þekkja góðar og gildar hreinlætisreglur í eigin eld- húsi og tileinka sér þær. Bakteríur eru alls staðar Bakteríur eru alls staðar og það er eðlilegt. Flestar þeirra gera gagn eða eru hættulausar, en sumar geta ásamt öðrum örverum gert fólki mein. Bakteríur sem valda veikindum eru algeng- asta orsök matareitrunar. Þessar bakteríur koma úr saur manna og dýra, meng- uðum jarðvegi eða menguðu vatni. Maður með smitsjúk- dóm getur flutt sýkingar- bakteríur í matvæli sem hann vinnur við og þar með smitað þann sem borðar matinn. Undir venjulegum kring- umstæðum eru fáar bakterí- ur á sveimi í andrúmsloft- inu. En þegar fólk hnerrar eða hóstar dreifast út úr því örlitlir vatnsdropar og með þeim bakteríur í þúsundatali. Droparnir geta lent víða, til dæmis á matvæli sem eru nærri, eða á öðru fólki sem getur þá smitast. Þess vegna er nauðsynlegt að halda fyrir munninn þegar maður hóst- ar eða hnerrar og þvo sér um hendur á eftir. Bakteríur berast með höndum, mat og drykk Bakteríur berast auðveldlega með óhreinum höndum. Hendurnar óhreinkast þegar farið er á salerni, ef komið er við bólur eða opin sár og jafn- vel við að snerta nef eða munn. Þegar fólk heilsast með handabandi, handfjatlar mold, vasaklúta eða pen- inga, kemur við dýr, tekur um hurðarhúna, handrið eða óhrein eldhúsáhöld er hætta á smiti. Þess vegna er nauð- synlegt að þvo sér alltaf um hendur eftir salernisferð, einnig áður en matast er og eftir að hafa snert óhreina hluti. Sumir sjúkdómar geta smitast með mat sem er borðaður. Matur getur mengast af slíkum bakterí- um á leið frá framleiðanda til seljanda, eða við matartil- búning og geymslu hans í eldhúsi. Oftast er engin leið að sjá eða fínna á lykt eða bragði hvort svo er. Hitastigið er mikilvægt Bakteríur ■ sofa þegar þær eru í frysti, ■ fjölga sér hægt í kæli, ■ drepast þegar þær eru soðnar eða steiktar. Bakteríur fjölga sér hratt ef maturinn er geymdur eða haldið heitum á milli 10 og 50_C. Það er því mjög mik- ilvægt að matur sé ekki lengur en þrjá tíma að há- marki í slíkum hita. Þegar matur hefur verið gegnsoð- inn eða gegnsteiktur er ör- uggt að í honum er engar bakteríur að finna. Ef ekki á að borða matinn strax eftir að hann er tilbúinn þarf að kæla hann hratt og geyma í kæli. Fljótlegast er að kæla matinn með því að setja matarí- látið í kalt vatn, hræra í því og skipta um vatn þegar það fer að volgna. Þegar það þarf að bíða með tilbú- inn mat handa ein- hverjum heimilis- manni á ekki að láta matinn malla. Best er að kæla matinn og hita hann svo upp aftur. Nokkur ráð: Þvoið ykkur um hendur bæði fyrir og eftir snertingu við hrá matvæli. Skiptið um eldhúsklút og viskastykki daglega. Notið ekki sama klút við afþurrk- un í eldhúsi og annars staðar í húsinu. Notið alltaf hrein áhöld. Það er hentugt að eiga fleiri en eitt skurðarbretti - þá er hægt að taka fram hreint og þurrt bretti þegar byrjað er að vinna með nýja matarteg- und. Haldið hrávörum aðskild- um bæði frá tilbúnum mat og mat sem er borðaður ósoðinn, svo sem grænmeti. Gegnsteikið eða sjóðið hakkað kjöt, kjötfars, kjöt- rúllur, fylltar steikur, fisk, innmat og fuglakjöt. Kjötsafmn á þá að vera al- veg tær og kjötmælirinn á að sýna 75’C í miðju kjöts- ins. Haldið kæliskápnum hreinum og athugið að hit- inn á að vera að hámarki 5°C. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.