Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Side 7

Neytendablaðið - 01.12.1998, Side 7
Gæði, markaður Þær gerast minni og minni Mikil þægindi í notkun hafa fylgt innreið smá- myndavélanna, hægt er að stinga þeim í vasa eða litla tösku og hafa þær með sér hvarvetna án vandræða. Til slíkra véla eru gerðar þær kröfur að auðvelt sé að taka þær fram og smella af. En vélarnar eru sumar svo smá- gerðar að oft er erfitt að ráða við hnappa og stýribúnað, sér- staklega fyrir handstóran karl- mann. Tákn og skýringar sem birtast á skjá eða í kíki eru líka oft of lítil og flókin. Framleiðendur virðast stund- um leggja meiri áherslu á flotta útlitshönnun en hagræði í notkun. Hér eru birtar niðurstöður úr nýrri gæðakönnun sem International Testing hefur gert á smærri gerðum APS- og 35 mm myndavéla og komu margar þeirra vel út úr henni. Búnaður er fjölbreyttur og ráðlegt er fyrir neytendur að átta sig vel á til hvers þeir ætlast áður en kaup eru gerð. Til dæmis er best að kíkirinn sé ekki fyrir miðju myndavél- arinnar heldur dálítið til hliðar því þá rekst nef myndasmiðs- ins síður í bakstykki hennar. Noti hann gleraugu er mikil- vægt að kíkirinn henti þeim. Valið á milli 35 mm og APS Algengustu gerðir myndavéla í eigu almennings hafa áratug- um saman verið fyrir 35 mm breiðar filmur. Þræða þarf filmuna í, oft þarf að spóla henni handvirkt til baka og eftir framköllun er hún varð- veitt í sérstökum filmuvösum. APS-kerfið (Advanced Photo System) fyrir smámyndavélar kom á markað 1996. Filmu- hylkið er bara lagt í vélina og hún þræðir sig sjálf („drop in- system“). Eftir framköllun er fdman áfram varðveitt í hylk- Mœlt er með Fujifilm Fotonex 3500ix frá lndónesíu sem erAPS- myndavél og því létt og lipur. Hún er áreiðanleg og nákvæm í mörg- um atriðum, rœður við margs kon- ar Ijósnœmi filmu og hœgt er að fjarstýra henni með innrauðum geisla, en flassið drífur furðu stutt, nœststyst allra í könnuninni. Hún kostar staðgreidd rúmar 28 þús. kr. hjá innflytjandanum, Ljós- myndavörum ehf. Ein jafnbesta vélin í könnun IT var Olympus mju Zoom 140 frá Japan, sem er 35 mm-vél. Hún þótti þœgileg í notkun og fjölhœf að frátalinni sjálfvirkri skerpustillingu, er með veglega 3,7X-brunlinsu og langdrœgasta flassið og fljótust að hlaða það aftur, en kostar líka ríflega 30 þús. kr. hjá innflytjandanum, Hljómco hf. Bestu kattpin eru kannski í 35mm vélinni Fujifilm DL290 Zoom sem er ódýrasta myndavélin í könnuninni, kostar rúmar 16 þús. kr. staðgreidd. Hún ermeð mesta lokarahraðann (gott fyrir íþróttamyndir) og stóð sig vel eða þokkalega íflestum efnum sem líklegt er að notandinn hafi mesta þörffyrir en hefur ekki mikinn búnað. Innfiytjandi er Ljósmyndavörur ehf. inu. APS-myndavélar eru að þessu leyti einfaldari í með- förum og minni hætta er á að skadda filmu eftir framköllun. Myndin á APS-filmunni er aðeins um 56% af stærð nryndar á 35 mm-filmu. Ekki er þó munur á myndgæðum venjulegra pappírsmynda af þeim sökum. Hins vegar eru yfirleitt fleiri stýrihnappar og meiri tæknibúnaður í mörgum APS-vélum og þótt það auki fjölhæfnina getur það tafið óvana notendur. Vegna þess að APS-filman er ininni geta vélarnar verið smærri og léttari en 35 mm- vélar en eru samt hlutfallslega dýrari. APS-litfilmur hafa lækkað í verði en heildar- kostnaður að baki hverri slíkri mynd getur verið 7-17% hærri en ef 35 mm filma er notuð. Hins vegar getur verið næstum 90% dýrara að láta framköllunarstöð skanna 35 mm-filmur á disklinga en APS-filmur (sjá bls. 9). APS-kerfið Hleðsla og notkun APS-véla er einföld, lítil hætta er á myndgöllum og fleiri mögu- leikar munu opnast til að nota filmuna en að fá eftir henni pappírsmyndir. Ekki er hætta á að tekið sé aftur ofan í sömu mynd eða að filman skemmist vegna þess að ljós kemst á filmuna ef vél er óvart opnuð því ekki er hægt að opna APS-myndavél með filmu í miðjum klíðum. Aður en mynd er tekin er hægt að skrá dagsetningu, tíma og myndartexta sem prentast á bakhlið myndarinn- ar á framköllunarstað. Fylgi sá búnaður ekki er hægt að kaupa til þess sérstakt bak á margar vélanna. APS-kerfið notar svo- nefnda PQIX-tækni (Picture Quality Information Ex- change) sem vistar upplýsing- ar um myndatökuna á segul- himnu á bakhlið filmunnar. Þær notar svo framköllunar- stöðin. Á 40 mynda APS- filmu geta rúmast meira en 80 K (kílóbæt) af upplýsingum, um 2 K á hverja mynd. Nú- verandi APS-tækni nýtir minna en 20% af þessu geymslurými eða um 400 bæti. Hugsað er til framtíðar því ætlunin er að nota filmu- hylkin á margvíslegan hátt, ekki bara í tengslum við sjón- varpstæki og tölvur heldur jafnvel skrá hljóð og tal á seg- ulhimnuna á dýrari myndavél- um. Vegna segulhimnunnar er auðvelt er að skipta um APS- filmu áður en hún er búin. Þegar hálfnotaða hylkið er sett í á ný spólar vélin sjálf- krafa aftur fyrir þær myndir sem hafa þegar verið teknar og að þeim stað sem næstur er áfilmunni. Filmurog pappír Með APS-vélum er hægt að velja myndhlutfall áður en myndin er tekin. Víðmyndir (panorama) hafa reynst vin- sælar, en þær fást þó einfald- lega með því að skerma burt efsta og neðsta myndhlutann á filmunni. Stækkunin sem not- uð er í víðmyndum gerir því áferð filmunnar sýnilegri (hún verður grófkornóttari). Hægt er að hafa mismunandi hlut- föll á myndum á sömu filmu og velja annað hlutfall á sömu mynd í eftirtöku síðar. Á APS-filmum eru 15, 25 eða 40 myndir en á 35 mm- filmum 12, 24 eða 36. Hingað til hafa bara verið til APS- filmur fyrir pappírsmyndir (negatívar filmur), en byrjað er að selja svarthvítar erlendis og skyggnufilmur eru boðaðar í framtíðinni. Þegar APS- filma er framkölluð fær kaup- andinn spjald með litlum myndum af öllu efni hennar og skráningarnúmerum þeirra. Flestar APS-vélanna geta NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998 7

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.