Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 3
I stuttu máli Stórir og öruggir bílar Oryggi skiptir miklu máli þegar selj- endur auglýsa bíla, ekki síst þegar um er að ræða stóra bíla sem kosta mik- ið. Og sjö stórir fjölskyldubílar áf árgerð 1998 koma líka bærilega út í nýrri evr- ópskri árekstrarannsókn. Rannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar reglubundið undanfarin tvö ár og þó að bílaframleið- endur hafi sýnt framfarir er enn beðið eftir hámarksvöm fyrir bæði ökumann og farþega. Og fótgangandi vegfarendur eiga ekki mikla möguleika þegar þeir mæta 1,4 tonna afli eins og þegar slíkir bílar eiga í hlut. Volvo sýnir þó framfarir á þessu sviði. Þeir fjórir bílar sem koma best út úr árekstraprófuninni eru BMW 520i, Opel Omega, Saab 9-5 og Toyota Camry. All- ir fá þeir fjórar stjörnur af fjórum mögu- legum, en Opel Omega með þeim fyrir- vara að í honum sé bæði farþega- og hliðarloftpúði. Allar þessar tegundir eiga Þjónustusamningurviö viðskiptaráðuneytið Nýlega undirrituðu Neytendasamtök- in og viðskiptaráðherra þjónustu- samning og þar sem fram kemur hvaða þætti í starfsemi samtakanna stjórnvöld styrkja á næsta ári. Hér er um að ræða framlag vegna rekstrar upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu, kvörtunarþjón- ustu og rekstur úrskurðamefnda, allt vegna einkaneyslu neytenda. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvöld viðurkenna ábyrgð sína á þessum málum, en Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að stjómvöld geri það. Jafn- framt hafa samtökin ítrekað minnt á að litið er á þessa þjónustu í nágranna- löndum okkar sem samfélagslega þjónustu sem allur almenningur þarf að eiga greiðan aðgang að og er þessi þjónusta því ýmist rekin eða kostuð af stjómvöldum nágrannalandanna. Þó svo að um mikilvægan áfanga sé að ræða, er hér þó aðeins tekið takmark- að skref. Enn er stuðningur íslenskra stjómvalda við neytendastarf allt of lítill og með nýja þjónustusamningnum greiða stjómvöld enn aðeins minnihluta kostnaðar við þessa þjónustu. En vissu- lega; mjór er mikils vísir og vonandi á það við í þessu máli. það sammerkt að veita afbragðs öryggi fyrir ökumann og farþega, bæði fram í og í aftursæti. Volvo 570 var nálægt því að ná fjórum stjörnum en þrjár stjörnur urðu þó niðurstaðan, eins og hjá Audi A6 2,4 I og Mercedes E-200 Classic. Þessir þrír bílar voru ágætlega ömggir, þótt ein- staka atriði gerðu að verkum að þeir næðu ekki hámarkseinkunn. Þótt erfitt sé að bera saman bfla í mis- munandi þyngdarflokkum er öryggi þessara stóru fjölskyldubíla í árekstri miklu meira en lítilla fjölskyldubfla, sem sagt var frá í maíhefti Neytendablaðsins. Nýr öryggisútbúnaður Rannsóknin sýnir að loftpúðar framan við ökumenn virka mjög vel. Enn ber á vanda með öryggisbelti í mismunandi gerðum óhappa. Loftpúðarnir leysa hann þó oftast. Loftpúðar á hliðum er nýr útbúnaður á bílum og hafa þeir orðið til þess að bfl- arnir koma nú betur út en í fyrri rann- sóknum sambærilegra bfla. Það nýjasta er hliðarloftpúði með vöm fyrir höfuðið, en enn sem komið er fínnst þessi útbún- aður sem staðalbúnaður aðeins í BMW og Saab. Þessi tegund loftpúða var ekki metin í rannsókninni, þar sem þeir em það nýir að rannsóknarstofan hafði ekki útbúnað til þess að rannsaka þetta. Með því að fallast á að nota sérstaka bamastóla hafa bílaframleiðendur tryggt verulega vörn fyrir börn í árekstri að framan. Aftur á móti vantar enn upp á hliðarvörnina, en aðeins í Volvo er vöm bamanna nægileg í slíku tilviki. í hinum bflunum sex var vöm fyrir höfuðið á börnunum ekki nægileg þar sem þau héldust ekki nógu föst í bamastólunum í árekstri á hlið. Gangandi vegfarendur Sem gangandi vegfarandi er erfitt að sleppa heill á húfi frá því að lenda í árekstri við bíl sem vegur 1,4 tonn, en það er dæmigerð þyngd þessara bíla. Því var rannsakað hvernig gangandi vegfar- endur fæm út úr árekstri við bifreið á 40 kflómetra hraða. Og enn var staðfest að aðeins fáir framleiðendur hugsa nægilega um gangandi fólk þegar bílar eru hann- aðir. Af fjórum stjörnum mögulegum fékk BMW aðeins eina og sýnir það best viðhorf bílaframleiðenda til gangandi fólks. Aðrir bflar fá stjörnur, og í fyrsta skipti í þessum rannsóknum var bíll ná- lægt því að fá þrjár stjörnur, en það var Volvóinn. Jólasteikin verður ódýr hjá Dönum Á umliðnum árum hel'ur stór hluti af tekjum danskra svínabænda komið af útflutningi á svínakjöti. Verðið á er- lendum mörkuðum hefur lækkað mikið undanfarna mánuði og hefur þessi verðlækkun nú skilað sér í danskar \erslanir. Allt bendir því til að jólasteikin í ár kosti í krónum það sama og hún gerði fyrir 25 árum. samkvæmt upplýsingum danska blaðsins Politiken. Neytendur gleðj- ast. en bændur eru eðlilega ekki hressir. í fyrra l'engu þeir um 128 krónur íslenskar fyrir kílóið. en fá núna um 66 krónur. NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1998 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.