Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 18
Góðærið? Heyrnarskertir látnir bíða og missa vinnuna Hundruðum saman hímir fólk einmana og meira eða minna einangrað. Astæð- an: Islenski ríkiskassinn hefur ekki efni á að leggja fram samtals 14 milljónir króna - jafnvel þótt allstór hluti þeirr- ar upphæðar renni aftur í rík- issjóð. Heyrnar- og talmeina- stöð Islands er í fjársvelti og safnar skuldum bæði við rík- issjóð og Ríkiskaup. Yfirvof- andi er að Ríkiskaup stöðvi afgreiðslu pantana. Því fer fjarri að einungis gamalt fólk sé á biðlista eftir heyrnartækj- um. Þess eru fjölmörg dæmi að fullfrískt fólk hafi misst vinnu af þessum sökum. EUi- lífeyrisþegar eru vissulega fjölmennastir í hópi heyrnar- skertra en rífur fjórðungur þeirra sem þurfa heyrnartæki er þó enn á starfsaldri. Sex mánaða bið Um þessar mundir er lág- marksbiðtími eftir heyrnar- tækjum sex mánuðir. Þess eru þó fjölmörg dæmi að fólk þurfi að bíða lengur. Og verði þess nú krafist að Heyrnar- og talmeinastöðin greiði upp skuldir sína við ríkissjóð og ríkiskaup segir Birgir Ás Guðmundsson, forstjóri stöðvarinnar, að þeir sem nú eru að bætast á biðlistann muni fyrirsjáanlega þurfa að bíða fram á árið 2000. Um átta þúsund íslending- ar nota nú heyrnartæki en Birgir Ás segir að miðað við tölur frá öðrum Norðurlanda- ríkjum megi hiklaust reikna með að annar eins fjöldi til viðbótar þurfi á heyrnartækj- um að halda. í byrjun október voru um 250 manns á biðlista en þeim hefur fjölgað síðan og mun að líkindum halda áfram að fjölga, að minnsta kosti til áramóta. Birgir As Guðmundsson segir að þeir sem nú eru að bœtast á biðlistann muni fyrirsjáan- lega þurfa að bíða fram á árið 2000. Biðlistar í fyrsta sinn Nú eru liðnir sex áratugir frá því að félagið Heyrnarhjálp var stofnað og fór að flytja inn heyrnartæki. Guðjón Yngvi Stefánsson, formaður félagsins, segir að heyrnar- skertir hafi síðan fljótlega far- ið að fá aðstoð hins opinbera við að fjármagna þessi kaup og hafi kerfið virkað ágætlega þar til nú. „Mér finnst skjóta mjög skökku við að það skuli gerast nú í fyrsta sinn að biðlistar myndist. Nú, mitt í allri umræðunni um framfarir og góðæri. Heyrnartæki eru alveg bráðnauðsynleg fyrir heyrnarskerta. Án þeirra höf- um við enga möguleika til eðlilegrar tilveru. Þessi þjón- usta á auðvitað að vera sjálf- sögð - og hefur reyndar verið það - þar til nú.“ I fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir alþingi er ekki gert ráð fyrir neinni hækkun til kaupa á heyrnartækjum en Guðjón segist þó alls ekki úr- kula vonar um að úr rætist. „Það er ekki búið að sam- þykkja frumvarpið enn og við munum að sjálfsögðu þrýsta á um að úr þessu verði bætt. Það er ekki á nokkurn hátt forsvaranlegt að láta fólk bíða mánuðum eða árum saman eftir svo brýnum nauðsynj- um.“ 30 þúsund krónur Verð heyrnartækja hefur hækkað verulega á undan- förnum árum, einkum vegna þess hvað tækniþróunin hefur verið ör. Á hinn bóginn hafa fjárveitingar til heyrnartækja- kaupa því sem næst alveg staðið í stað í hartnær áratug. Nýju tækin eru mun full- komnari og betri og Birgir Ás segir að alls ekki komi lengur til greina að úthluta fólki eldri gerðum tækja, vegna þess að tækninýjungarnar hafa skilað gríðarlegum árangri. Sem dæmi um verðlags- þróun má nefna að ódýrustu - og jafnframt algengustu - gerðir heyrnartækja kostuðu nálægt 12 þúsund krónum á fyrri hluta þessa áratugar en nýrri tæki sem nú eru komin í þeirra stað kosta um 30 þús- und krónur. Þeir sem eru heyrnarskertir á báðum eyrum þurfa tvö tæki en fá í mörgum tilvikum aðeins eitt, vegna þess að Heyrnar- og talmeina- stöðin er í fjársvelti. „Þessu má í raun líkja við það að sjónskertir fengju gler- augu með gleri fyrir annað augað,“ segir Guðjón Yngvi Stefánsson. Þriðjungur af þörfinni Ef leitað er samanburðar við nágrannalönd, einkum önnur Norðurlandariki, virðist láta nærri að hérlendis nemi fjár- framlög um þriðjungi þess sem vera þyrfti. Að sögn Birgis Áss verja Danir árlega um 200 milljónum danskra króna í þessu skyni. Að teknu tilliti til gengis og fólksfjölda samsvarar þetta því að á ís- landi rynnu 100 milljónir ár- lega til kaupa á heyrnartækj- um. Fjárveiting nemur hins vegar einungis um 30 milljón- um króna árlega. Þetta er þó ekki allt og sumt. í Danmörku er úthlutun þessara tækja ókeypis en hér á landi þurfa heyrnarskertir að greiða 30-40% kostnaðarins. Það gildir þó að vísu ekki um börn, ellilífeyrisþega og ör- yrkja. Börn hafa fram að þessu heldur ekki verið sett á biðlista hérlendis en Birgir Ás Guðmundsson segist nú sjá fram á að ekki verði lengur unnt að afgreiða heyrnartæki til barna og unglinga án tafar nema úr rætist í peningamál- um. „Klinkvasinn" tómur Það stingur óneitanlega í augu hversu lágar upphæðir hér er um að tefla. Sem dæmi má nefna að lil að afgreiða alla þá 250 sem voru á biðlista í byrj- un október hefði þurft 14 milljónir króna. Þá hefur þó ekki verið tekið tillit til þess að allstór hluti þessa fólks greiðir 30—40% kostnaðarins og virðisaukaskatturinn renn- ur allur til ríkisins. Ríkið fær þannig 20-50% kostnaðarins til baka. Á mælikvarða rfkis- sjóðs er hér auðvitað um smá- aura að ræða. í hlutfalli við umsvif ríkissjóðs svarar kostnaðarhluti ríkisins við heyrnartæki handa 250 manns kannski til hundraðkalls á mælikvarða venjulegrar fjöl- skyldu. Það má þannig með vissum rétti segja að „klink- vasi“ ríkissjóðs virðist vera tómur. Og svo má auðvitað taka dæmi úr bankamálaumræðu fyrr á árinu og bera þessa tölu saman við laxveiðikostnað Landsbankans og dótturfélaga 18 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.