Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 4
í stuttu máli „Slandby" --óþarfa rafmagnsbruöl Aflestum heimilum er að finna tæki sem nota straum jafnvel þótt slökkt sé á þeim. A ensku er þessi raf- . magnsnotkun kölluð „stand- by“, sem mætti þýða „í tóma- gangi“ og er þessi notkun að meðaltali 10% af rafmagns- Passið ykkur á tilboðunum eljendur nota ýmis brögð til að fanga okk- ur neytendur og gegna til- boðin þar mikilvægu hlut- verki. En ekki er alltaf allt sem sýnist í þeim efnum eins og íjölmargir hafa oft séð og ekki em tilboðin alltaf ódýmst þegar upp er staðið. Margir hálda að vömr í stærri einingum séu ávallt ódýrari en í þeim minni. Neytandi sem lítur oftast á samanburðarverðið (verð á lftra eða klló) benti blaðinu á að það væri víðs íjarri að þetta sé alltaf svo. Nefndi hann sérstaklega þvottaefni og margar hreinlætisvömr auk pasta- vara. Það borgar sig því að bera saman samanburðar- verðið sem verslanir verða að hafa uppi. Annar neytandi hafði samband við blaðið og hafði í farteskinu auglýs- ingu sem hékk að minnsta kosti nýverið uppi í KÁ- verslununum. Eins og sjá má í auglýsingunni borgar sig frekar að kaupa þrisvar sinnum sex stykki af kakó- mjólkinni en heilan kassa. Þetta staðfestir það sem áður sagði, að hagstæðustu kaupin em ekki alltaf í mesta magninu. notkun heimilisins. Á heimili með myndbandstæki, sjón- varp, símsvara, fax og gervi- hnattamóttakara, tæki sem aldrei er að fullu slökkt á, eykst rafmagnsnotkunin um 600 kflóvattstundir, sem svar- ar til 4.386 kr. á ári sam- kvæmt taxta Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Það fer eftir tækjunum hvað mikið þau nota af raf- magni í tómagangi þegar slökkt er á þeim með fjarstýr- ingunni. Mest rafmagn í tómagangi nota fyrst og fremst sjónvörp, myndbands- tæki, gervihnattamóttakarar og hljómflutningstæki. Þannig notar sjónvarpið sex til sjö vött í tómagangi þegar aðeins er slökkt með fjarstýr- ingunni. Auk þess eykst brunahættan við þetta bruðl. Oftast er nægilegt að slökkva á sjónvarpinu með þar til gerðum hnappi til að komast hjá óþarfa bmðli. Isíðasta blaði fjölluðum við um flísfatnað og not hans í íslenskri veðráttu. Við höfum fengið nokkur viðbrögð við þeirri grein og er Ijóst að þar var eitt og annað missagt. Þannig sagði í blaðinu að enska orðið „fleece“ þýddi gæra, en efnið á þó ekkert skylt við ull. í bréfi frá les- anda er bent á að þetta stand- ist ekki, enda sé gæra skinn af kind, - „fleece" sé hins vegar reyfi (oftast ullarreyfi). Þetta er auðvitað rétt. Annar lesandi hafði samband við blaðið og mótmælti þeirri fullyrðingu í greininni að flísflíkur „önduðu“ betur en Myndbandstækin nota mikið rafmagn í tómagangi, og eru að meðaltali aðeins notuð í einn til tvo tíma á dag. Það þýðir að meginhluta sól- arhringsins er tækið að nota rafmagn engum til ánægju. Sé tækið tekið úr sambandi er áhættan sú að allar stillingar á rásir fari norður og niður auk stillinga á upptöku fram í tím- ann. Nú eru á markaðnum tæki sem hægt er taka úr sam- bandi án þess að stillingar detti út. Munið að þegar tekið er úr sambandi á maður að taka í klóna en ekki snúruna, annars eyðileggst snúran fljót- lega. flísflíkur ullarflíkur. Neytendablaðið hefur kannað þetta og stenst fyrri fullyrðing blaðsins ekki. Flísflíkur „anda“ einmitt mjög illa. Göngugarpi sem blaðið hefur talað við finnst til að mynda óþægilegt að ganga í flíspeysu þar sem honum verði of heitt í peys- unni. Það er einmitt vegna þess að þær „anda“ ekki nógu vel og líkamshitinn kemst ekki út. Það er hins vegar kostur við flísflíkur að þær hrinda betur frá sér vætu og vatni. Neytendablaðið biðst velvirðingar á þessum missögnum um flís-efnið. Bréffrá lesanda Tilboðið stóðst ekki Laugardag í byrjun október hringdi ég og pantaði píts- ur frá Pizza Pasta í Kópavogi. Stúlkan sem svaraði sagði að ef ég pantaði og sækti eina 16 tommu pítsu og brauðstangir fengi ég aðra eins pítsu fría. Ég samþykkti það og tjáði stúlkan mér að þetta mundi kosta 1620 krónur. Ég sendi son minn eftir þessu. Þegar hann kom til baka var hann með tvær 16 tonimu pítsur og 2 lítra kók. Hann vissi ekki hvað hann hafði átt að sækja. Reikningurinn hljóðaði upp á 1870 krónur. Ég hringdi og talaði við aðra stúlku en í fyrra skiptið og var hún milli- liður á milli mín og eigand- ans. Fullyrt var við mig aftur og aftur að ég hefði verið látin vita að brauðstangirnar hefðu verið búnar og ég yrði að fá kók með. Ég reyndi að út- skýra að ég hefði pantað píts- ur og brauðstangir en ekki kók, en án árangurs. Loks fékk ég að tala við eigandann sem fullyrti einnig að ég hefði átt að vita um kókið og í raun væri ég að græða, því brauð- stangirnar væru dýrari en kók- ið. Að lokum tókst mér að sannfæra manninn um að ég hefði aldrei ætlað að kaupa af honum kók fyrir 250 krónur heldur ætlaði ég að fá pítsur og brauðstangir. Hefði ég vit- að af þessu hefði ég einfald- lega bara hringt eitthvert ann- að. Þar sem ég á ekki bfl óskaði ég eftir því að þeir sæktu kókið ef þeir væru á ferðinni í hverfinu. Hann sagðist ekki einu sinni hafa bfl til að senda út pítsur, hvað þá til að standa í svona vit- leysu. „Hvers konar rekstur er þetta?“ spurði ég. „Þú skalt sko ekki reyna að kenna mér hvernig ég á að reka mitt fyr- irtæki,“ var svarað ansi hátt og hratt. Hann sagðist mundu senda einhvern seinnipartinn daginn eftir, sem hánn reynd- ar gerði aldrei. Mig langaði bara til að láta ykkur vita af þessari þjónustu hjá Pizza Pasta en málinu er lokið af minni hálfu. Neytendablaðið og kennitala Þau leiðu mistök hafa orðið við sendingu síðustu Neytenda- blaða til félagsmanna að kennitala viðtakanda hefur komið fram á límmiða. Ástæðan fyrir þessum mistökum er að nýlega tóku Neytendasamtökin í notkun nýtt forrit fyrir félagaskrána og byrjuðu þá þessi leiðu mistök. Þessi mistök eru hér með leiðrétt og biðjumst við velvirðingar á þeim. Enn um 4 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.