Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 15
Verðmerkingar Sumir kaupmenn láta eins og lög um verðmerkingar í gluggum komi þeim ekki við: Haldlítil viðurlög við lögbrotum % Eins og á þessu'súluríti sést er verulegur munur á þvímilli verslunargreina hvort verð er tilgreint í sýningargluggum. Enn vantar mikið á að verslanir sinni þeirri skyldu að verðmerkja vörur sem stillt er út í sýningarglugga. Lög um verðmerkingar hafa verið í gildi um all- margra ára skeið og skýrt er kveðið á um gluggamerkingar í reglugerð en viðurlög má í raun kalla haldlaus. Kaupmenn geta því látið aðfinnslur sem vind um eyru þjóta. I Svíþjóð hafa sektarákvæði verið lögleidd en þeim hefur ekki þurft að beita. I þeim tilvikum sem sænsk yfir- völd hafa sent kaupmönnum aðvörunar- bréf hafa þeir verið fljótir að velja þann kost heldur að verðmerkja en þurfa að punga út með sekt. Nokkur árangur með sífelldu starfi Kristín Færseth sem fer með þessi mál hjá Samkeppnisstofnun segir starfsfólk stofnunarinnar leggja verulega vinnu í eftirlit með verðmerkingum í búðar- gluggum og nokkur árangur sé sýnilegur af því þrotlausa starfi, þótt enn vanti mikið á að allir kaupmenn sinni skyldu sinni í þessu efni. Kristín segir að starfsfólk Samkeppn- isstofnunar hafi til dæmis farið annað hvert ár í um 800 sérverslanir, meðal annars í þeim tilgangi að kanna verð- merkingar bæði inni í verslunum og í búðargluggum. „Akvæði um viðurlög við brotum er að finna í 57. grein samkeppn- islaga en til að þeim verði beitt þyrftum við að kæra viðkomandi verslun til rann- sóknarlögreglu. Við gerurn hins vegar ekki ráð fyrir að slik mál lentu framar- lega á forgangslista enda hefur rannsókn- arlögreglan nóg að gera við meira að- kallandi verkefni. Við höfum þess vegna lagt allt kapp á að fá kaupmenn til sam- vinnu með góðu. Nauðsynlegt er hins vegar að huga að markvissari úrræðum." Þurfa að ná fólki inn Sænska neytendablaðið „Rád och rön“ birti nýlega grein um verðmerkingar í búðargluggum þar í landi. Þar hafa kann- anir sýnt að setja má jafnaðarmerki milli lágs verðs og góðra verðmerkinga. Þeir kaupmenn sem selja vörur á lágu verði nota verðið beinlínis í þeim tilgangi að laða viðskiptavini til sín og það er þannig í þeirra eigin þágu að auglýsa verðið í búðarglugganum. Verslanir sem selja vöru á hærra verði þurfa hins vegar á því að halda að fá hugsanlegan viðskiptavin inn í verslunina, til dæmis í þeim tilgangi að spyrja um verðið. Kristín Fœrseth segir að enn vanti mikið á að allir kaupmenn sinni skyldu sinni í að verðmerkja. Kaupmenn sem selja dýrari vörur halda því gjarna fram að þeir séu að selja gæði. „Við erum með gæðavöru og þurf- um að fá tækifæri til að útskýra það fyrir viðskiptavininum,“ segja þessir kaup- menn gjarna þegar þeir eru spurðir hvers vegna þeir hafi ekki verðmerkingar í gluggum. Kristín Færseth hefur einnig heyrt þessa röksemd hérlendis. „Ég kannast við að hafa heyrt nánast nákvæmlega þessa skýringu,“ segir hún. „Það hefur á hinn bóginn ekki verið gerð nein könnun hérlendis á sambandi milli verðlagningar og verðmerkinga.“ Kristín segist þannig alls ekki geta fullyrt að slíkt samband sé til staðar hérlendis en segir hins vegar nokkuð áberandi að verðmerkingar séu misjafnar eftir greinum. Séu bornar saman niðurstöður Sam- keppnisstofnunar árin 1996 og 1998 kenrur í ljós að sáralítil breyting hefur orðið á verðmerkingum á þessum tíma. Þeim verslunum hefur að vísu fjölgað lít- ils háttar þar sem verðmerkingar eru í lagi en á hinn bóginn hefur einnig fjölgað þeim verslunum sem alls ekki verð- merkja vörur í gluggum. Aftur á móti fækkar þeim verslunum þar sem verð- merkingum er áfátt að einhverju leyti. Tveir þriðju vilja sjá merkingar I sænsku greininni sem vitnað var til hér að framan kemur fram að í neytenda- könnun sem gerð var í Svíþjóð árið 1990 töldu um 40% aðspurðra mjög mikilvægt að geta séð verð í búðargluggum og 30% til viðbótar sögðu það vera mikilvægt. En þótt meira en tveir þriðju virðist þannig álíta þetta skipta allnokkru máli berast sænsku Neytendastofnuninni árlega ein- ungis sárafáar ábendingar um að verð- merkingar vanti. Vitað er þó að þær vant- ar víða, einkum í hinum „fínni“ verslun- um. Evrópusambandið hefur tekið af öll tvímæli um stefnu sína um verðmerking- ar. í vor gaf sambandið út tilskipun um samanburðarverðmerkingar. Þessi til- skipun gildir bæði í Svíþjóð sem er í sambandinu og á Islandi sem er hluti af hinu evrópska efnahagssvæði. í tilskip- uninni er gert ráð fyrir að sett verði við- urlög við brotum og tilgreint að þau skuli vera áhrifarík. I þessari tilskipun er að vísu ekki fjallað um verðmerkingar í gluggum verslana en ekki virðist fráleitt að ætla að slíkar reglur verði einnig sam- ræmdar á evrópska efnahagssvæðinu. Hvort sem kaupmönnum líkar betur eða verr virðast reglur um verðmerkingar vera að festast í sessi og ef til vill má einnig vænta þess að íslensk stjórnvöld verði knúin til að lögfesta haldbetri við- urlög en nú tíðkast. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.