Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 21
fóðri í Evrópu því ódýrara sem landið liggur sunnar. Þannig er verð á komi í Sví- þjóð og Noregi um 5-10% hærra en í Danmörku, svo tekið sé dæmi. Neytendablaðið hefur kynnt sér verð á fóðri til kjúklipga- og eggjaframleiðenda hér á landi annars vegar og í Danmörku hins vegar. Þessi munur er sláandi og hall- ar mjög á okkur. Tonnið af varpfóðri kost- ar í Danmörku samkvæmt þessum upplýs- ingum 14.261-15.919 íslenskar krónur, en hér á landi kostar tonnið 27.455 krónur samkvæmt verðskrá Fóðurblöndunnar, sem selur mest af þessari vöru hér. Verðið á varpfóðri er þannig 72-93% dýrara til ís- lenskra eggjaframleiðenda en til danskra starfsbræðra þeirra. Hænsnafóður er dýrt hér á landi ogfákeppni erá þessum markaði. Verðmunur á kjúklingafóðri er einnig verulegur þótt hann sé minni. Þannig kostar tonnið til danskra framleiðenda á bilinu 18.572-20.562 krónur íslenskra eftir tegundum. Hér kosta svipaðar teg- undir af komi 29.621-32.348 krónur samkvæmt áðurnefndri verðskrá. Þetta þýðir að kornið til íslenskra kjúklinga- framleiðenda er á 55-65% hærra verði en til danskra starfsbræðra. A kornmarkaðnum ríkir fákeppni og þar er aðeins eitt annað stórt fyrirtæki en Fóðurblandan, en það er Mjólkurfélag Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Neytendablaðsins er ekki mikill munur, ef nokkur, á verði frá þessum tveimur seljendum. Og það er sama þótt tekið sé tillit til flutningskostnaðar og skattlagn- ingar á fóðrið, verðmunurinn hér og í ná- grannalöndum okkar er einfaldlega of mikill og því þurfa framleiðendur að skýra þetta háa verð. Hvaða þýðingu hefur lækkað fóðurverð? Eins og áður sagði skiptir fóðurverð miklu um verð á kjúklingum og eggjum til neytenda. Samkvæmt heimildum Neytendablaðsins myndi 10% verðlækk- un á fóðri þýða 3^1% lækkun þessara vara til neytenda svo fremi allir skila sínu og enginn nýtir tækifærið til að hækka álagningu sína. En það þarf jafn- framt að leysa alla þá hnúta sem reyrðir hafa verið í kringum þessar framleiðslu- greinar. Það þarf meðal annars að tryggja að nýir aðilar eigi greiðan að- gang að þessum greinum, en fram til þessa hefur til dæmis verið miklum erf- iðleikum bundið að fá unga frá útungun- arstöðvum fyrir þá sem ætla að hefja framleiðslu. Minnt skal á að kjúklingur er einn ó- dýrasti matur sem neytendur eiga völ á í nágrannalöndum okkar. Það er engin á- stæða til að ætla að önnur lögmál gildi hér, ef eðlileg markaðslögmál ríktu inn- an greinarinnar. Nú þegar hefur mið- stýrðri verðlagningu verið hætt. Það er allavega ljóst að það eru færi til að lækka verð á bæði eggjum og kjúklingum og raunar svínakjöti einnig, en þar vegur fóður einnig mikið í kostnaði framleið- enda. En þá verða allir að taka á saman og þá þýðir ekkert fyrir þá fáu aðila sem selja fóður að sitja með hendur í skauti og halda áfram að okra á fóðrinu til framleiðenda, sem neytendur þurfa síðan að greiða fyrir með hærra verði á þessum vörum. pakkningu, á 7,50 krónur stykkið. Kodi- magnil og Parkódín éru dýrari, 10 stk. pakkning er á um 15 krónur stykkið. Vatn gerir gagn Það er mikilvægl að drekka vatn daginn el'tir veisluhöld, því alkóhól losar vatn úr líkamanum, - því meira sem drukkið er, því oftar þarf maður á klósettið. Alkóhól hindrar líkamann í því að fá vatn frá nýrunum og eykur þess í stað óhreinindin svo mikið að það er ekkert samræmi milli þess magns af vökva sem drukkinn er og þess vökva sem líkaminn lætur frá sér. Röskun verður á því jafn- vægi sem líkamanum er nauðsynlegt í vatnsbúskapnum. Kaffi og te hafa líka vatnslosandi verkun. Sumir halda því fram að einn bjór daginn eftir sé besta lækningin við timb- urmönnum og látum við þá liggja milli hluta hvort það er rétt eða einfaldlega lé- leg afsökun fyrir áframhaldandi veislu- höldum. Besta ráðið er þó að taka eina verkjatöflu áður en maður fer að sofa og það er alltaf nauðsynlegt að drekka mik- ið af vatni til að koma aftur á jafnvægi í vökvaþörf líkamans. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998 i 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.