Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 23
Þegar eldur kemur upp á heimilinu er mjög algengt að fólk bregðist rangt við. Það er ekki óeðlilegt því fæstir hugsa um það hvemig þeir ætla að haga sér ef svo illa fer. Þeg- ar kviknar í potti á eldavél er mjög algengt að fólk reyni að komast út úr íbúðinni með pottinn. Hættan á að brenna sig og jafnvel kveikja í húsinu er veruleg. Einnig er al- gengt að setja pottinn undir vatns- bunu í eldhúsvaski. Ef logandi feiti er í pottinum verða afleiðingarnar af slíkri athöfn sprenging og log- andi feiti slettist út um allt. Áhrifa- ríkast er að setja einfaldlega lokið á pottinn eða breiða yfir hann eld- varnarteppi. Ef við höfum ekki velt því fyrir okkur hvemig við ætlum að bregðast við eldsvoða eru ekki miklar líkur á að viðbrögð okkar verði skynsamleg þegar á reynir og uppnámið sem eldsvoða fylgir er í hámarki. Mörg fyrirtæki og stofn- anir hafa í gegnum tíðina boðið starfsfólki sínu að sitja stutt eld- varnamámskeið. Þar er fólki kennt að reyna að koma í veg fyrir eldsvoða og bregðast skynsamlega við ef svo illa fer að eldur verður laus. Vafa- laust hafa slík námskeið margoft hjálpað fólki að koma í veg fyrir tjón, bæði á vinnustöðum sínum og heimilum. Við sem starfað höfum að for- varnarmálum hjá Landssambandi slökkviliðsmanna erum á þeirri skoðun að fyrstu viðbrögð í elds- yoða skipta sköpum. Látið ekki jólaljósin kveikja í heimilinu Brunamálastofnun Eldvarnarbúnaður Hagnýtar upplýsingar Skynjarar Reykskynjarar Til eru tvær megingerðir af reykskynjur- um, jónískir og optískir og svo skynjarar sem sameina kosti þessara tveggja. Þessir skynjarar hafa bæði kosti og galla. Sá jón- íski skynjar vel reyk með stórum ögnum, til dæmis opinn eld, en síður upphaf glóð- arbruna, til dæmis í sófa. Glóðarbruna skynjar sá optíski hins vegar mjög vel. Það er því æskilegt að hafa báðar gerðirnar á heimilinu. Einnig eru til samtengjanlegir reykskynjarar sem fara allir í gang ef einn þeirra skynjar reyk. Hitaskynjarar Hitaskynjarar nema hita en ekki reyk og er æskileg staðsetning þeirra þar sem reykur er algengur af eðlilegum orsökum, til dæmis í eldhúsi og bílskúr. Viðhald skynjara Prófaðu alla skynjara reglulega með því að styðja á prufuhnappinn, skiptu um raf- hlöðu árlega og ryksugaðu skynjarann um leið. Líftími reyk- og hitaskynjara er áætl- aður um 10 ár. Handslökkvitæki Léttvatns-slökkvitæki Léttvatnsslökkvitæki duga vel á allan eld og hafa mikinn slökkvimátt. Al- geng stærð léttvatns- slökkvitækja er 6 lítrar og 9 lítrar. Duftslökkvitæki Duftslökkvitæki eru ætluð á allan eld en ekki er öruggt að duftið slökkvi glóð. Til eru margar gerðir og stærðir dufttækja og algeng stærð fyrir heimili er 6 kflóa tæki. 1-2 kílóa tæki eru ætluð fyrir bíla. yfirfara árlega af viðurkenndum þjónustu- aðila. Björgunarstigar Seftarar Seftarar eru kaðal- og/eða keðjustigar úr tregbrennanlegum efnum. Þeir eru festir á vegg eða eru færanlegir með festingum sem settar eru yfir gluggakistu. Þessir stig- ar geta sveiflast nokkuð til og er betra að halda við þá að neðan. Þeir duga fyrir 2-3 hæða hús og eru ódýr lausn. Álstigar Álstigar eru til í mörgum útfærslum og eru auðveldir í notkun. Duga fyrir hærri hús en eru nokkuð dýrir. Siglínur Nokkrar gerðir eru til af siglínum. Algeng- ast er að siglína eða festing fyrir hana sé á vegg við giugga. Lykkju á enda línunnar er brugðið um þann sem ætlar út og sígur hann hægt og örugglega til jarðar. Sumar siglínur eru með tvöfalda lengd til jarðar og lykkju á báðum endum og þegar einn maður er kominn niður er hinn endinn til- búinn fyrir næsta mann uppi. Duga fyrir 2-3 hæða hús og eru ódýr og góð lausn. Eldvarnarteppi Eldvarnarteppi eru til í mörgum stærðum. Teppið er lagt yfir hinn brennandi hlut og þétt að. Ef teppið fer ofan í feiti í potti get- ur logað í gegn um það, þá er teppið tekið af og byrjað að nýju. Áríðandi! Eins og áður hefur komið fram er ekki nóg að eiga eldvarnarbúnað. Það er nauðsyn- legt að hann sé til taks og að sá sem ætlar að nota hann kunni til verka. Vatnsslökkvitæki Vatnsslökkvitæki eru aðallega ætluð á eld í föstum efnum, til dæmis timbri, vefnaði og pappír. Algeng stærð tækjanna er 9 lítr- ar. Kolsýruslökkvitæki Kolsýruslökkvitæki eru aðallega ætluð á virk rafmagnstæki, þ.e. rafmagnstæki sem eru í sambandi. Kastlengd tækisins er tak- mörkuð og eins og duftslökkvitækið slekkur það ekki glóðareld. Kolsýruslökkvitæki eru til í mörgum gerðum og stærðum allt frá 2 kg-. Viðhald slökkvitækja Aðgætið reglulega að innsigli sé órofið og að þrýstimælir sé í lagi. Slökkvitæki skal NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.