Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 22
Reynir Guðjónsson, slökkviliðsmaður í Reykjavík og umsjónarmaður forvarna- og fræðsludeildar Landssambands slökkviliðsmanna skrifar Algengt er að við gerum ráð fyr- ir að slæmir hlutir gerist hjá öðru fólki en okkur sjálfum. Þegar við leggjum út í umferðina erum við sjaldnast að hugsa um hvort við lendum í slysi eða ekki, við sættum okkur við áhættuna og gerum okkar besta til að komast heil heim. Við getum dregið úr hættunni með því að fylgja umferðarreglum, aka var- lega og sýna tillitssemi. Þegar við stingum rafmagnstæki í samband eða kveikjum á kerti erum við ekki upptekin af því hvort við kveikjum í húsinu eða ekki og alltof sjaldan gerum við okkar besta til að draga úr áhættunni. Það kviknar örugg- lega ekki í hjá okkur, bara öðrum. Fjárhagslegt tjón er hægt að bæta að mestu leyti. Tilfinningalegt tjón verður seint bætt og manntjón aldrei. En er eitthvað hægt að gera til að draga úr hættunni hjá okkur? Já, það er margt sem hægt er að gera til að auka öryggi okkar á heimilinu. Það sem liggur beinast við er að nota heilbrigða skynsemi. Allir vita að upptalningin hér að neðan er ekkert annað en heilbrigð skynsemi. Algengt er að eldsvoðar verði út frá rafmagni: ■■ Takið rafmagnstæki úr sam bandi þegar íbúðin er yfirgefin wm Ekki nota fjarstýringuna til að slökkva á sjónvarpinu wm Trosnaðar rafmagnssnúrur og brotnir tenglar geta valdið eldsvoða ■i Gætið þess að kerti brenni ekki niður í jólaskreytingum wm Reykingar í rúminu hafa valdið mörgum dauðsföllum og alvar- legum slysum ■■ Eldspýtur á glámbekk eru freisting fyrir börn M Reykskynjarar hafa bjargað mörgum mannslífum og eru ódýr líftrygging ■■ Semjið og æfið flóttaáætlun fyrir heimilið NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU 10- 11 verslanirnar Endurvinnslan Ágæti hf. Reykjavikurborg Bónus verslanirnar Nýkaup 11- 11 búöirnar Nettó-verslanirnar, Akureyri og Reykjavik Bón- og þvottastöóin ehf., Sóltúni 3 Bræóurnir Ormsson hf. Góa-Linda Glerborg, Dalshrauni 5 Karl K. Karlsson ehf., Skútuvogi 5 Kaupmannasamtök íslands Mjólkurfélag Reykjavíkur Byko Verslunin Eva Verslunin Sautján Galleri Fold Konfektbúóin Kringlunni Markaóstorg Kringlunnar Rollingar Tekk-vöruhús Landsvirkjun Lyfjaverslun íslands Sparisjóöur Keflavíkur Sparisjóður Norölendinga Samskip löja - félag verksmiöjufólks, Skipagötu 14, Akureyri Sjómannasamband íslands Verslunarmannafélag Suöurnesja Verslunarmannafélag Skagfiröinga Verslunarmannafélag Austurlands Skeljungur hf. Stórar stelpur, Hverfisgötu 105 Ceres hf., Nýbýlavegi 12 Frigg hf., Lyngási 1 Kópavogsbær Fannaborg 2 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.