Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Síða 6

Neytendablaðið - 01.02.1999, Síða 6
/'"ELSKAN! ^ " \ÆISTU A£> NÚ ER NÁKVÆMLEGA KORTER SfeAN A£> LEIKURINN BYRTAEX?, Verðkönnun í mat- vöruverslun. Aukið aðhald að verðlagi Neytendasamtökin hafa gert samning við flest ASÍ-félög- in á höfuðborgarsvæðinu um samstarf. Gert er ráð fyrir fjölmörgum könnunum á vörum og þjónustu sem veitt er af einkaaðilum en ekki síður opinberum aðilum. Sérstaklega verður einnig horft til sviða þar sem sam- keppni er lítil A þennan hátt ætla samn- ingsaðilar að veita framleið- endum, innflytjendum, smá- sölum og þjónustuaðilum aðhald í verðlags- og gæða- málum, auk þess að efla verðskyn neytenda. Einnig er í samkomulaginu gert ráð fyrir að neytendum verði enn betur kynnt en nú er hver réttur þeirra er. Neytendasamtökin munu stýra þessu verkefni og verður starfsmaður þess á skrifstofu samtakanna. Hann tekur meðal annars við ábendingum frá neytendum um verð og gæði vöru og þjónustu og tryggt verður að kvartanir þeirra fái nauðsyn- lega athugun. blómaframleiðenda um lægra raforkuverð. Blaðið minnir hins vegar á þá staðreynd að viðskipti með blóm eru langt frá því að vera frjáls. Þannig eru tollar á innfluttum blómum og innflutningskvótar ganga kaupum og sölu. Ef blóm sem framleidd eru hér á landi væm á sambærilegu eða ívið hærra verði en í nágrannalöndum okkar er vemd sem þessi óþörf. Það sem þó er verra: Þessi vemd er andstæð hags- munum neytenda, enda kemur hún í veg fyrir eðlilega sam- keppni og knýr ekki á um aukna hagræðingu innan grein- arinnar, heldur þvert á móti. En nú ætla blómaframleið- endur sem sagt að fara að flytja út blóm, með tilheyrandi flutn- ingskostnaði. Neytendablaðið getur ekki skilið þessa fyrirætl- an blómaframleiðenda á annan veg en þann að þeir ætli að lækka verðið vemlega og selja blómin á heimsmarkaðsverði. Varla ætla þeir að selja neyt- endum í nágrannalöndum okk- ar íslensk blóm á lægra verði en þeir selja íslenskum neyt- endum þau á. Það em jú einmitt íslenskir neytendur sem tryggt hafa tilveru blómafram- leiðenda. Þannig að hvemig sem blaðið veltir vöngum um málið hlýtur það að gleðjast. Við sjá- um fram á að geta - eins og segir í auglýsingu blómafram- leiðenda - gefið blóm við öll tækifæri, en ekki bara til há- tíðabrigða eins og nú er. Jafn- framt hljótum við ganga út frá því að blómaframleiðendur, og væntanlega einnig þeir sem rækta grænmeti í gróðurhús- um, taki undir kröfur okkar um afnám allra tolla og kvóta. Það er rökrétt framhald af þeirri yf- irlýsingu formanns blómafram- leiðenda að þeir hyggist hasla sér völl á erlendum mörkuð- um. Aður en það verður gert hljóta blómaframleiðendur að Iaga til í sínum heimaranni og lækka verð á blómum verulega til íslenskra neytenda. Danmörk Erfðabreyttar vörur merktar A danska matvælamark- aðnum ráða þrjár versl- unarkeðjur. Nú hafa allar keðjumar ákveðið að krefjast þess af framleið- endum sínum að merkja allar vömr sem framleidd- ar eru með erfðabreytingu - að öðrum kosti selji keðjurnar ekki þessar vör- ur. Þessi ákvörðun verður til þess að uppundir 100 framleiðsluvömr verða nú merktar á þennan hátt. „Neytendur eiga að fá klár skilaboð um hvort matvæl- in innihaldi erfðabreyttar lífverur,“ segir Ole Jepsen forstjóri dönsku samvinnu- verslunarinnar (FDB). Hvenær fáum við íslenskir neytendur sambærilega yf- irlýsingu frá matvælakeðj- unum hér á landi? í stuttu máli Blóm við hvert tækifæri? Blómaframleiðendur hafa kraf- ist þess að þeir fái selda raf- orku á stóriðjutaxta, eins og það er kallað, en það mun vera sambærilegt verð á raforkunni og hjá blómaframleiðendum í sumum nágrannalanda okkar. Með þessu móti er hægt að nýta gróðurhúsin allt árið og væntanlega einnig að ná niður verði, enda spá þeir því að út- flutningsmarkaður sé fyrir hendi ef stjómvöld verða við kröfum þeirra. Neytendablaðið styður alla viðleitni til lægra vömverðs og blaðið telur jafnframt eðlilegt að framleiðendur hér sitji við sama borð og framleiðendur í nágrannalöndum okkar. Því styður Neytendablaðið kröfu 6 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.