Neytendablaðið - 01.02.1999, Síða 15
Árekstraprófun
Við árekstur inn í
hlið híls vernda
hliðaröryggis-
púðar mikið. Þeir
eru þó ekki enn
staðalöryggis-
búnaður nema í
fáum bílum hér.
Sex fjölskyldubílar:
Öryggið mismikið
gang þegar hún er sett til
geymslu og eyði öllu rafmagn-
inu. Aðeins tvær vélar seldar
hér eru með stanslás (Makita
6095 DW og 6222 DWE).
Öxullás (spindle-lock): Hægt
er að læsa öxlinum í sumum
rafhlöðuvélum og nota þær
sem handskrúfjárn án þess að
hafa þær í gangi. Þetla getur
verið gagnlegt ef vélin hefur
ekki nægilegt afl til að koma
skrúfum alveg í botn, losa
ryðgaðar skrúfur eða fasta
bora.
Hraðstopp (fast stop): Borinn
hættir strax að snúast þegar
gefið er eftir á gikknum en
hægir ekki fyrst á sér. Þetta er
mjög gagnlegt við skrúfun, sér-
staklega ef borvélin er ekki
með átaksstillingu. Allar vélar
í könnuninni nema Skil-vélarn-
ar hafa þessa stillingu.
Verkefnisstilling: Sumar vélar
er hægt að stilla fyrir efnið sem
bora á í sem og breidd borsins
og velja þær þá réttan hraða og
átak (t.d. ýmsar Black &
Decker og Bosch vélar).
Hallamál: Sumar vélar hafa
það innbyggt svo auðvelt sé að
bora lárétt.
Skjáir og ljós: Skjáir eða
gaumljós á vélum og hleðslu-
tækjum upplýsa hve mikið raf-
magn er eftir, snúningsstefnu,
gefa aðvaranir um átak og of-
reynslu osfrv. (fylgir ekki síst
Metabo-vélum).
Aukahandfang: Með því er
oft mun auðveldara að bora.
Yfirleitt fylgir það öllum raf-
kerfisvélum en sjaldnar raf-
hlöðuvélum. Það er nær nauð-
synlegt við skrúfun með hinum
þyngri.
Umbúðir: Stundum cru vél-
arnar seldar í pappakassa en
stundum í plasttösku með
haldi. Yfirleitl er ekki hægt að
kaupa hana sérstaklega.
Annað:
• Ekki þýðir að leita að raf-
hlöðuvélum með ganglæsingu
svo hægt sé að festa gikkinn
inni meðan vélin gengur. Þessi
búnaður er af öryggisástæðum
bannaður'á rafhlöðuvélum,
meðal annars vegna hugsan-
legrar ofhitnunar.
• Sama borvélargerðin fæst
oft í tveimur útgáfum, með
einni rafhlöðu eða tveimur, eða
með mismunandi hleðslutæki.
Fjórir af sex fjölskyldubílum
klára sig vel í nýrri evrópskri
árekstarkönnun. I tveimur
þeirra er hrapallegur skortur á
öryggi og þeir vcrnda hvorki
bflstjóra né farþega nógu vel í
umferðaróhappi.
I umferðaróhappi getur
hætta verið á ferðum í Nissan
Almera. Þannig er mikil
hætta á lífshættulegum áverk-
um á brjóstkassa bflstjóra við
árekstur að framan. Vernd
barnanna er einnig rýr í þess-
um bfl. Á hinum kantinum
eru Ford Focus, Mercedes A
og Renault Megane, en þar er
vernd bílstjóra jafnt sem far-
þega allt önnur og meiri.
Reyndar ber að leggja áherslu
á það hér að staðalöryggis-
búnaður sem fylgir bílunum
getur verið annar hér á landi
en var í sömu bílum á prófun-
unum og getur þetta skipt
mjög miklu fyrir öryggi far-
þeganna. Þar sem um slíkt er
að ræða kemur það fram í
nánari umfjöllun um hvern
bfl.
Sameiginlegt er með öllum
bílunum sex að fótgangandi
og hjólandi vegfarendur eiga
ekki mikla möguleika lendi
slíkir bflar á þeim. Öryggi
þessara vegfarenda er ekki
hátt skrifað hjá bílaframleið-
endum og hugsa þeir lítið um
þá þegar þeir hanna bílana.
Þessi niðurstaða kemur svo
sem ekki á óvart. I fyrri próf-
unum, sem Neytendablaðið
hefur sagt frá, hafa svipaðar
niðurstöður komið í ljós.
Bflaframleiðendur hugsa ekki
mikið um þessa vegfarendur
þegar þeir hanna bílana.
Aumingja dúkkurnar
Síðustu tvö árin hefur Euro-
NCAP, sem er samstarfsvett-
vangur yfirvalda, neytenda-
samtaka og samtaka bifreiða-
eigenda í V-Evrópu, rannsak-
að öryggi bíla. Þessar
árekstraprófanir eru settar
upp eins og gerst gæti í raun-
veruleikanum. í árekstri að
framan rekst bíllinn á efni
sem samsvarar öðrum bfl á
64 km hraða. Við hliðar-
árekstur er keyrt á bflinn á 50
km hraða.
I framsætið eru settar tvær
dúkkur. I aftursætið eru
einnig settar tvær dúkkur,
önnur á stærð við þriggja ára
barn og hin miðuð við 18
inánaða gamalt barn. Báðar
litlu dúkkurnar eru festar í
barnabflstóla sem framleið-
andi hafði mælti með. Áður
en dúkkurnar voru settar í bíl-
ana voru settir á þær nemar
sem tengdir voru hátæknileg-
um mælitækum og gáfu þeir
nákvæmar upplýsingar um
hvaða áhrif áreksturinn hafði
á dúkkurnar.
Börn og merkingar
Fjórir bflanna voru með ör-
yggispúða í farþegaframsæti í
pófuninni, en þeir eru allir
seldir þannig hér á landi.
Barn í stól sem snýr gegn
akstursstefnu í framsæti er í
mikilli hættu á að hljóta lífs-
hættulega áverka í árekstri.
Öryggispúðinn blæs upp með
slíkum krafti að hann brýtur
bak stólsins og þar með bak
barnsins. (Sjá nánar umfjöll-
un um þetta efni á bls. 3.)
Aldrei er því nóg gert af því
að hvetja bílaframleiðendur
til að sjá um að varanlegri
merkingar séu í bílunum og
sem vara við þessu.
NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999
15