Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1999, Side 18

Neytendablaðið - 01.02.1999, Side 18
Lífrænar matvörur í Danmörku Flestar matvörur til lífrænar en eru talsvert dýrari Danir hafa að ýmsu leyti ver- ið í fararbroddi í umhverfís- málum þótt vissulega hafi þeim stundum skjöplast. Danir voru einna fyrstir þjóða til að skattleggja meng- andi útblástur með C02-skatt- inum. Og nú hafa lífrænar matvörur slegið í gegn svo um munar. Mjög gott fram- boð er á lífrænum mjólkur- vörum og er nú svo komið að annar hver neytandi á Kaup- mannahafnarsvæðinu kaupir fremur lífrænar ferskar mjólk- urvörur (nýmjólk o.s.frv.) en hinar hefðbundnu. Þetta gera þeir þrátt fyrir að þessar vörur séu seldar á 20-25% hærra verði. En danskir neytendur geta einnig valið á milli líf- rænna og hefðbundinna mat- væla innan flestra vöruflokka. Þó er það enn svo að kjöt- framleiðendur geta síst annað eftirspurn neytenda. Það var hins vegar ekki vandamál hjá Dönum að baka lífrænar kök- ur fyrir síðustu jól, allt hráefni í þær er til lífrænt. Og litlu bakaríin merkja í vaxandi mæli með opinbera merkinu sem staðfestir að allar falar vörur þar séu lífrænar. Mat- vörukeðjan Kvickly, sem rek- in er af dönsku samvinnu- hreyfíngunni, hefur nú lýst yfir að eftirleiðis verði allt brauð hjá þeim lífrænt og Super Brugsen-keðjan sem sami aðili rekur mun gera það sama síðar á þessu ári. Báðir aðilar segjast þó ætla að selja á samkeppnishæfu verði mið- að við hefðbundið brauð. Og maður á ferðalagi í Kaup- mannahöfn getur meira að segja farið á veitingahús sem selur dýrindis lífræna rétti og valið sér lífrænt vín með. Hið síðastnefnda er líka hægt að kaupa í búðum. Danski matvöru- markaðurinn Hörð samkeppni er á dönsk- um matvörumarkaði eins og þeim íslenska og að sumu leiti svipar þeim saman. Þar eru nokkrar verslunarkeðj- ur (reyndar fleiri en hér); keðjur lágvöruverðsversl- ana, keðjur stórmarkaða með áherslu á ferskleika, keðjur minni matvöru- Neytendur hafa tekið vel á móti lífrœnu vörunum og þeir bœndur sem höfðu forgöngu um að byrja eiga heiður skil- inn. Neytendur þurftu líka að sýna þolinmæði, framboð var lengi vel lítið og óstöðugt og verðmunur á lífrœnum og hefðbundnum vörum var og er mjög mikill, segir Paul Wendel Jessen, deildarstjóri matvœla- og umhverfissviðs dönsku neytendasamtakanna. verslana og keðjur vöruhúsa sem sum hver selja gott meira en matvörur. Samvinnuhreyfingin danska er mjög sterk á þess- um markaði og er markaðs- hlutdeild hennar áætluð 37%. Af keðjum í eigu samvinnu- hreyfingarinnar er verðið lægst í lágvöruverslunum Fakta. Næstlægsta verð er í lágvöruverðshúsunum OBS! Nokkru hærra verð er svo í stórmarkaðakeðjunni Super Brugsen og vöruhúsakeðjunni Kvickly, en í þessum tveimur verslunum er matvöruverðið svipað. Hæsta verðið er svo í litlu búðunum Daglig Brug- sen, Lokal Brugsen og Irma, en þá síðastnefndu rekur FDB víða. Samkeppnisaðilar eru nokkrir Næststærsti aðilinn er Dansk supermarked með 21% mark- aðshlutdeild og rekur lágvöru- verðskeðjuna Netto, lágvöru- verðshúsakeðjuna Bilka og vöruhúsakeðjuna Fptex. Fleiri fyrirtæki eru á lág- vöruverðsmarkaðnum, til dæmis þýska keðjan Aldi og norska keðjan REMA 1000. Sjálfstæðir kaupmenn starfa saman og reka stórmarkaði, svo sem Favpr. Þá eru litlar hverfaverslanir í eigu annarra aðila og keðjur eins og Spar, 18 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1999

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.