Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 2
Leiðari Er samkeppnin að lognast út af? Fákeppnismarkaður, einokun, markaðsráðandi fyrirtæki - þessi orð heyrast æði oft í frétt- um undanfarið. Samkeppnisyf- irvöld hafa verið að fletta ofan af hverju hneykslinu af öðm, ekki síst á matvörumarkaðnum. Fyrst vom það grænmetis- og ávaxtaheildsalamir sem urðu frægir að endemum, meira að segja svo að sumir líktu þeim við Soprano-liðið úr sjónvarps- þáttaröðinni frægu. Heildsal- amir standast þó Soprano hvergi snúninginn, því þeir skildu eftir sig pappíra út um allt þar sem lögbrotunum var lýst í hörgul en Soprano hylur öll spor. Síðast stöldruðu samkeppn- isyfirvöld við hjá matvörukeðj- unum og kom í ljós að ekki var landslagið fallegra þar. I krafti fákeppninnar á þeim markaði hafa keðjumar hækkað álagn- ingu sína verulega samkvæmt skýrslu Samkeppnisstofnunar um þennan markað. I skýrsl- unni er líst þeim ofurtökum sem þessi fyrirtæki hafa á inn- lendum framleiðslufyrirtækjum og hvemig þeim er refsað makki þau ekki rétt. Sömu hót- unum er raunar beitt gagnvart heildsölum, en við þá versla keðjumar orðið lítið þar sem þær stjóma sjálfar meira eða minna öllum innflutningi á matvömm. Þessi tvö mál eru að mörgu leyti svipuð, enda hefur fá- keppnin í báðum tilvikum verið nýtt til að hækka verð á neyt- endum. Okrið á neytendum er svo ofboðslegt að við þurfum að greiða miklu hærra verð en neytendur alls staðar annars staðar á Norðurlöndum, að ekki sé talað um þjóðir sunnar í Evr- ópu. Ennþá verra er þó að okrið á matvörunum dynur á neyt- endum með tvöföldum þunga því vegna heimskulegrar verð- tryggingar á lánum hækka skuldir heimilanna í leiðinni. Stjómvöld bera hér mikla ábyrgð. Þau auðvelduðu ávaxta- og grænmetisheildsöl- unum að fremja verknað sinn í skjóli ofurtolla á innfluttu grænmeti og komu þar með í veg fyrir samkeppni erlendis frá þegar heildsölunum hafði tekist að skella allri innlendu framleiðslunni í faðm sinn. Matvörukeðjunum tókst hins vegar ætlunarverk sitt vegna þess að sam- yfirvalda þegar Hagkaup og Bónus sameinuðust, síðan aftur þegar 10-11-keðjan hvarf inn í Baug. Neytendur eiga því inni hjá stjómvöldum og nú verður að taka með röggsemi á brotum þessara fyrirtækja á samkeppn- islögum. Og það verður að skoða alla möguleika til að létta þessu oki af neytendum. Þar hlýtur að koma til greina að kljúfa stærstu fyrirtækin upp í minni einingar, enda hefur það sýnt sig að svokölluð stærðar- hagkvæmni skilar sér ekki til neytenda. Þá hefur dregist og dregist að upplýsa um og taka á álagn- ingarhækkun matvörukeðjanna. Þeim mun lengur sem slík mál dragast, því erfiðara er að taka á málinu. Starfsmenn Sam- keppnisstofnunar hafa þó á síð- ustu mánuðum sýnt röggsemi í vinnulagi sínu og nú treysta neytendur því að hafist verði handa við að útrýma sam- keppnishömlum sem hafa vald- ið neytendum verulegu fjár- hagstjóni. En þessi fyrirtæki skulda neytendum einnig ýmsar skýr- ingar. Hvers vegna sögðu tals- menn matvörukeðjanna ósatt þegar þeir héldu því fram að þau hefðu ekki hækkað verð kringum áramótin 1999-2000? Skýrsla Samkeppnisstofnunar sýnir að málflutningur Neyt- endasamtakanna á þessum tíma var réttur - keðjumar höfðu þá hækkað álagninguna. Og það er ekki heldur óeðlilegt að for- ráðamenn Baugs geri hreint fyrir sínum dyrum. Margir rifja nú upp fréttir um fjárfestingar Baugs erlendis, um kaup fyrirtækisins á bandarískri mat- vörukeðju og á hluta af keðju sem rekur verslanir í Noregi og Danmörku. Eru íslenskir neyt- endur að borga þessa útrás Baugs með alltof háu verði á matvörum? Hér hafa aðeins verið tekin nýleg dæmi. Fákeppnin ríkir hér á mörgum sviðum. Þar má nefna olíufélög, tryggingafélög, lánastofnanir og byggingar- vörusöluna, en dæmin em fleiri. I jafn-fámennu landi og okkar er mikilvægt að taka mjög alvarlega á málum um samkeppnishömlur. Neytenda- samtökin treysta því að sam- keppnisyfirvöld sjái svo um að samkeppnishömlum verði hald- ið í lágmarki og helst útrýmt hér á landi. Ef það verður ekki gert er hætt við að neytendur missi allt traust á frjálsri verð- lagningu, sem virðist nýtt fyrst og fremst til að hafa peninga af neytendum. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit Frá kvörtunarþjánustiinni Kreditkortaviðskipti á netinu 3 Bíræfinn þjónn á Grikklandi 3 Ekki er allt sem sýnist... 3 í stuttu máli Einkalífið og netið 4 Borðtuskur eru ekki matur 5 Undirskriftaiisti um afnám tolla á grænmeti 5 Skráið ykkurá póstlista Neytendasamtakanna 5 Gæða- og markaðskannanir Geisladiskaskrifarar — síbatnandi þarfaþing 6 Að greiða atkvæði með innkaupalistanum 10 Hættur sem tengjast útiveru barna að sumarlagi 12 Hvað fer í körfuna? 14 GSIVI-símar -hraðvirkari, betri, dýrari 16 Hvað kosta GSM-símtölin? 19 Enn um traustan aðila með rnikla reynslu af nýbyggingum 21 Mikilvægar úrbætur á neytendalöggjöf Lög um þjónustukaup 22 Ný lög um lausafjárkaup 23 Tímarit Neytendasamtakanna, Síöumúla 13,108 Reykjavík, s. 545 1200. Veffang: http://www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgöarmaöur: Jóhannes Gunnarsson. Umsjón meö gæöakönnunum: Ólafur H. Torfason. Ljósmyndir: Sif Guöbjartsdóttir. Umbrot: Blaöasmiðjan. Prentun: ísafoldar- prentsmiöja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 18.000. Blaöiö er sent öllum félagsmönnum í Neyt- endasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.950 krónur og gerist viökomandi þá um leið félagsmaöur í Neytendasamtökunum. Heimilt er aö vitna í Neytendablaðið í öörum fjölmiðlum sé heimildar getiö, óheimilt er þó aö birta heilar greinar eöa töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neyt- endablaöinu er óheimilt aö nota í auglýsingum og viö sölu, nema skriflegt leyfi Neytenda- samtakanna liggi fyrir. Neytendablaöiö er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.