Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 23
Neytendaréttur Hafi seljandi látið neytanda í té verðáætlun má verðið ekki fara verulega fram úr þeirri áætlun. Þrátt fyrir að seljandi hafi gert tilboð eða verðáætl- un ber honum viðbótar- greiðsla hafi verð hækkað vegna kringumstæðna sem hann gat ekki séð fyrir. Selj- anda ber að tilkynna neyt- anda um slíkt án tafar og óska eftir fyrinnælum um verkið. Ef hann sinnir því ekki getur hann glatað kröfu sinni um fullt verð eða greiðslu viðbótargreiðslu. Inni í tilgreindu verði skulu vera öll opinber gjöld nema neytandi hafi sannanlega haft vitneskju um að þau væru það ekki. Hafi ekki verið samið um verð á neytandi rétt á sundurliðuðum reikn- ingi og ber ekki skylda til að greiða fyrr en hann hefur fengið hann. Hlutur sóttur eftir að þjónustu er lokið Hlut sem neytanda ber að sækja hjá seljanda má selja á kostnað neytanda ef 3 mán- uðir eru liðnir frá því að vinnu við hlutinn var lokið og unnt var að afhenda hann. Ef ekki er hægt að selja hlut eða augljóst að kostnaður við sölu er meiri en nemur sölu- verði hans er seljanda heimilt að fleygja hlut. Ný lög um lausafjárkaup (kaupalög) Þann 1. júní næstkomandi taka gildi ný lög um lausafjárkaup en gildandi kaupalög eru að stofni til frá árinu 1922. Flestar reglur nýju kaupalaganna svara til gildandi reglna en í þeim eru einnig ákveðnar nýjungar, sérreglur um neytendakaup og fleiri breytingar. Lög um lausa- fjárkaup, eða kaupalögin, taka til allra tegunda kaupa á lausa- fé og er meginregla laganna sú að allt lausafé falli undir lögin. Dæmi um lausafé eru húsgögn, verðbréf, hugbúnaður og fjár- kröfur. Sérreglur um neytendakaup Að meginstefnu til eru kaupa- lögin frávíkjanleg og því víkja lögin almennt fyrir samningi aðila og fastri venju s.s. við- skiptavenju. Þessi regla gildir þó samkvæmt nýju lögunum yfirleitt ekki í neytendakaup- um. Um neytendakaup er að ræða þegar annar aðilinn, selj- andinn, hefur atvinnu sína af sölunni en hinn aðilinn, kaup- andinn, kaupir hlutinn til per- sónulegra nota fyrir sig, fjöl- skyldu sína eða heimilisfólk. Helstu sérreglumar sem gilda um neytendakaup em þessar: • Hafi verið samið um það í neytendakaupum að seljandi velji tímamark afhendingar og kaupandi eigi að sækja hlut til seljandans á seljand- inn alltaf að tilkynna kaup- anda það með nægum fyrir- vara hvenær hann má sækja hlutinn. • I neytendakaupum verða eiginleikar hlutar að vera í samræmi við lög og opinber- ar ákvarðanir á þeim tíma sem kaup vom gerð. Reynist eiginleikar söluhlutar ekki vera í samræmi við opinber- ar reglur telst hann vera gall- aður. • Ef söluhlutur er gallaður ber kaupanda að tilkynna selj- anda í hverju gallinn er fólg- inn án ástæðulauss dráttar há því hann varð gallans var. I neytendakaupum geta einstaklingsbundin atvik skipt máli, s.s. fjarvistir og veikindi. Ekki em gerðar formkröfur til tilkynningar- innar en af sönnunarástæð- um getur verið hagkvæmt að tilkynningin sé skrifleg. • Ef seljandi hefur við mark- aðssetningu eða á annan hátt gefið upplýsingar um eigin- leika hlutar og ætla má að upplýsingamar hafi haft áhrif við kaupin telst hlutur gallaður svari hann ekki til upplýsinganna. Ef um neyt- endakaup er að ræða ber seljandi ábyrgð á upplýsing- um sem aðilar sem annast markaðssetningu á hans veg- um veita og upplýsingum sem komið hafa ffam við markaðssetningu fyrri sölu- aðila. Leiðrétti seljandi með skýmm og skilmerkilegum hætti og nægurn fyrirvara rangar upplýsingar um hlut eiga þessar reglur kaupalaganna ekki við. • I neytendakaupum hvílir ekki sú skylda á kaupanda að rannsaka hlut eins skjótt og kostur er eftir afhendingu. Helstu nýjungar laganna Þrátt fyrir að flest ákvæði gild- andi kaupalaga hafi fengið andlitslyftingu í nýju lögunum er inntak margra þeÚTa óbreytt. I þessari grein verður sjónum beint að nýmælum nýju kaupa- laganna en þau em eftirfarandi: • Abyrgðartími hluta er lengd- ur úr einu ári í tvö ár. Þetta þýðir að séu tvö ár liðin frá því að kaup fóm fram fellur krafa kaupanda vegna galla brott án tillits til annarra at- riða. Undanskilið frá tveggja ára reglu nýju laganna er byggingarefni. Almennt er byggingarefni ætlaður vem- lega lengri endingartími en öðmm söluhlutum og því er frestur til að bera fyrir sig galla á byggingarefni fimm ár frá því að efninu var veitt viðtaka. í gildandi lögum er ekki kveðið sérstaklega á um ábyrgðartíma byggingarefnis og því hefur sami ábyrgðar- tími gilt um það og aðra hluti eða eitt ár. • Dragist afhending hlutar fram úr hófi getur kaupandi veitt seljanda sanngjaman viðbótarífest og rift kaupun- um að honum liðunum hafi seljandi enn ekki afhent hlut- inn. Seljanda er veitt sams konar heimild til að veita kaupanda viðbótarfrest ef það dregst að kaupandi taki við hlut. Akvæði þessi em nýmæli í kaupalögum hér- lendis. • Þrátt fyrir að kaupsamningur leggi augljóslega skyldur á bæði kaupanda og seljanda hafa fram til þessa ekki verið ákvæði um skyldur kaup- anda í kaupalögunum. I nýju lögunum eru hins vegar margvísleg ákvæði um skyldur kaupanda til að ljá atbeina sinn að efndum. Til dæmis er mælt fyrir um það í lögunum að kaupanda sé skylt að veita hlut sem hann hefur keypt viðtöku. • Reynist hlutur gallaður getur kaupandi í öllum tilvikum beint gallakröfu sinni bæði gegn seljanda og fyrri sölu- aðila. Astæða þessarar reglu er sú að hagkvæmt getur verið fyrir kaupanda að beina kröfum sínum að fyrri söluaðila í stað seljanda, t.d. ef gallann er að rekja til fyrri söluaðila, s.s. framleið- andanum, eða ef seljandi er í greiðsluvandræðum. Neytendaréttur hefur verið í örri þróun á íslandi eins og í öðrum ríkjum á Norðurlönd- um. Nýju kaupalögin stuðla mjög að því að styrkja og efla réttarstöðu neytenda og fylla að auki í vissar eyður sem myndast hafa hérlendist á sviði neytendavemdar. Lögin í heild er hægt að nálgast á heimasíðu Alþingis (www.althingi.is) og einnig gefa lögfræðingar Neytenda- samtakanna nánari upplýsingar um lögin í síma 545 1200. NEYTENDABLAÐIÐ _ maí 2001 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.