Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 21
Bréf frá lesanda Enn um traustan aðila með mikla reynslu af nýbyggingum Ég var að Iesa grein í mars- hefti neytendablaðsins með tiltlinum „Traustur aðili með mikla reynslu af nýbygging- um“. Mig langaði að bæta nokkru við þetta þar sem ég hef einnig átt í viðskiptum við umræddan aðila. Vorið 1998 keypti ég íbúð af PG Verk, en á bak við það standa umræddur Pétur Ein- arsson húsasmíðameistari og Guðjón Snæbjömsson múr- arameistari. Einnig undirritaði ég yfirlýsingu þess efnis að allar greiðslur til PG Verks færu inn á reikning þeirra í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ibúðina átti svo að afhenda í lok árs 1998 en þegar komið var 6 mánuði fram yfir af- hendingartíma fór verktakinn fram á það við kaupendur í húsinu að þeir mundu greiða innréttingarnar til af flýta af- hendingu, sem svo yrði dregið frá kaupverði. Ef við greidd- um ekki sá hann ekki fram á að geta afhent íbúðirnar í ná- inni framtíð. Skemmst er frá því að segja að allir greiddu innréttingamar, enda komnir í húsnæðisvandræði. Skömmu seinna fá svo íbúamir bréf frá Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem krafist var greiðslu fyrir eftirstöðvar af íbúðunum. Þar var ekki búið að draga frá greiðslur fyrir innréttingar né vegna galla og verkþátta sem átti eftir að klára. Einnig var þess krafist af mér að ég greiddi Sparisjóðnum húsbréf sem tekin voru út á íbúðina þar sem Guðjón og Pétur höfðu ekki komið þeim í sparisjóðinn samkvæmt samn- ingi þeirra við sparisjóðinn. Við íbúarnir í húsinu gáfum sparisjóðnum afrit af öllum kvittunum og sparisjóðurinn skoðaði húsið. Eftir stóð að PG Verk var komið í þrot, Guðjón og Pétur voru eigna- lausir menn en konur þeirra sterkefnaðar. Bankinn hafði lánað þeim fyrir byggingu hússins án nokkurra trygginga og nú áttum við að borga brúsann. Þegar svo var komið fengum við okkur lögmann, enda engin hjálp í fasteigna- salanum, Valhöll. Eftir nokk- urt þref við sparisjóðinn sá hans sér siðferðislega stætt á því að halda til streytu ítrustu kröfum sínum og samið var. Skemmst er frá því að segja að sparisjóðurinn er ennþá í viðskiptum við þá Pétur og Guðjón og fasteigna- salan Valhöll lét hafa eftir sér í grein í Morgunblaðinu að Pétur væri „mjög traustur“. Ég ráðlegg því öllum sem kaupa sér húsnæði að láta lög- mann lesa yfir alla pappíra áður en skrifað er undir því lítið er að græða á fasteigna- sölum. Vinnum saman Græðum Island Landgrœðslufrœ Þarftu a<5 grœða upp mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt? Þá eigum við nentugt frœ handa joér Ilagstætt verð RáSgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður Landgrœðsla rfkisins Sími: 488-3000 Fax: 488-3010 Netf.: Igr@landgr.is NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.