Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Síða 7

Neytendablaðið - 01.05.2001, Síða 7
Gæðakönnun GÓÐ KAUP Athugið að í gæðakönnuninni lentu 11 af þeim 29 geisla- skrifurum sem voru á íslenska markaðnum í apríl. Abend- ingarnar hérna um góð kaup eiga þvi' aðeins við um þessa 11 og vera kann að hér fáist jafn góðir eða betri spilarar. Til að átta sig á því er hægt að hafa liðina í gæðakönnun- artöflunni til hliðsjónar þegar spurningar eru lagðar fyrir sölumenn. Plextor Plexwriter fékk hæstu heildareinkunnina í gæðakönnuninni og kostaði 29.900 kr. í Griffli. Einn af kostum hans er mikill skrithraði. Aopen CRW 1232 A fékk næsthæstu heildareinkunn- ina af þeim spilaragerðum sem voru til hér og kostaði 20.900 kr. í Radíónausti. Ricoh MP9120 A-DP er samhæfður skrifari sem getur lesið DVD-diska og það getur verið mörgum hagstætt. Hann fékk góða heildareinkunn og var yfirleitt vel yfir meðallagi. Hann kostaði 29.900 í Elko. Iomega ZipCD USB er utanáliggjandi skrifari en þeir eru yfirleitt hægvirkari og hafa minni lestrarnákvæmni og leiðréttingarhæfni en hinir innbyggðu. Þeir henta samt bet- ur við sumar aðstæður. Hann kostaði 29.900 kr. í Pennan- um. Að ná góðum hljómi Plextor Plexwriter 16/10/40 A fékk hæstu heildareinkunnina í gæðakönnuninni og var ótvíræður sigurvegari í því að skrifa örugglega og áfalla- laust á diska - en það er bara önnur hlið málsins. Hin hliðin er hve mikil gæði nást í því að afrita hljómdiska í heild eða raða saman tónlistarefni á diska. Hvort tveggja er leyfi- legt ef það er gert til einka- nota. Einnig er löglegt að gefa öðrum þannig diska. Mælikvarðinn á gæðin er auðvitað sá hve tónlistin skil- ar sér vel af diskinum í hljómflutningstækjum. Sam- kvæmt rannsóknum ICRT ráðast gæðin ekki aðallega af því hve vel tekst til að skrifa á diskinn heldur hve skýrt geislaskrifarinn les gögn af frumritinu. Algengasta orsök lélegs hljóms á CD-R eða CD-RW geisladiski er skemmdur eða skítugur upp- runadiskur. Til að andæfa þessu er leiðréttingabúnaður í geisla- skrifurum og reyndist hann bestur í TDK CyClone-skrif- urum. Til að sjá muninn á hæfni skrifaranna í þessum efnum skuluð þið lesa línuna „lestramákvæmni og leiðrétt- ingar“ í gæðakönnunartöfl- unni. Hugbúnaðurinn Munurinn á hugbúnaði sem fylgir skrifurunum skiptir ekki miklu máli. Sé notandinn óánægður getur hann auð- veldlega fengið sér annan. Hægt er að mæla með forrit- unum „HP MyCD“ og „In- stantCD". Þó brást hið fyrr- nefnda þegar reynt var að af- rita disk í yfirlengd (80 mín. í stað 74 mín.). Og hið síðar- H0LLRAÐ Hl jómdiskar (Audio-CD). Þeir eru dýrir og ekki nauðsynlegir til tölvunota. Sjálfvirk CD-kennsl. Þegar notaður er geisla- skrifari á að gera óvirka Windows-skipun sem ber sjálfvirkt kennsl á CD- diska þegar þeim er stung- ið í geisladrif tölvunnar. Yfirskrif. 1 staðinn fyrir að vera bundinn við þau 650 MB (74 mín. tónlist) sem eiga að komast á einn geisladisk er unnt að „yfir- skrifa" á 700 og 800 MB og jafnvel stærri diska. Hins vegar er aðeins hægt að nota 700 MB diskana í hljómflutningstækjum. nefnda gat ekki afritað á einn disk samsafn tónlistarefnis af tveimur geisladiskum. Það vafðist einnig mjög fyrir gæðakönnunarfólki að læra að breyta röðinni á lögunum sem áttu að fara á diskana eft- ir að búið var að velja þau. Vel gekk að nota forritið „WinOnCD" frá Roxio sem leiddi venjulegan notanda skýrt og þægilega öll skref sem til þurfti. Kostir útværra I gæðakönnuninni vora þrír útværir (utanáliggjandi) skrif- arar, frá Iomega, Hewlett ATHUGASEMDIR 0G 0RÐSKÝRINGAR Skrifform: CD-DA: Tón- listardiskar. CD-Extra: Gögn og tónlist. CD-i: Gagnvirkar myndir og leik- ir. CD-Rom XA: Blanda af hljóði, hreyfimyndum og tölvugögnum. CD-G:Tón- listardiskur með texta og myndum. Foto-CD: Há- mark 100 myndir. Burn-Proof/Just Link: Tækni sem tryggir gallalaus skrif þrátt fyrir truflanir eins og rof á gagnastreymi. CD-R (CD Recordable): Diskur sem unnt er að skrifa einu sinni á. CD-ROM (Compact Disc Read Only Memory). Diskur með tölvugögnum sem aðeins er unnt að lesa. CD-RW (CD Rewrita- ble): Diskur sem unnt er að endurrita á í allt að 1000 skipti. DAO (Disc at once): Efnið skrifast á diskinn í einni lotu, án hléa milli titla. Disc-at-once-R A W: Efnið er lesið og skrifast á diskinn bita fyrir bita, nauð- synlegt við skrif á diskum með afritunarvörn (með „Clone CD“). DVD (Digital Versatile Disc): Gagnadiskur sem er í stærð og útliti eins og CD- diskur en tekur margfalt meira af gögnum, hámark 18 gígabæti. Multisession: Á disk sem er ekki fullskrifaður er hægt að bæta meiri gögnum. Geisladiskaspilari getur hins vegar bara lesið og flutt það sem skrifað var á diskinn í fyrstu lotu. RAW: Gögnin eru lesin og skrifuð „hrá“ sem þýðir að afritunarvarnir virka ekki. Heppilegur hugbúnað- ur: WinOnCD 3.8 „Power Edition“ (www.roxio.com) eða CloneCD (www.ela- borate-bytes.com). TAO (Track at once). Skrifarinn setur sjálfvirkt bil á milli t.d. laga á tónlist- ardiski. (Getur verið til ama við skrif á ýmsu öðru efni). NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 7

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.