Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Síða 6

Neytendablaðið - 01.05.2001, Síða 6
Gæðakönnun Geisladiskaskrifarar - síbatnandi þarfaþing Gæði geisladiskaskrifara hafa stórbatnað á fjórum árum. Þeir eru mestu þarfaþing fyrir tölvunotendur og tónlistar- áhugafólk en geisladiskamir eru býsna viðkvæmir. Geisladiskaskrifarar eru notaðir til að taka afrit af staf- rænu efni, hvort sem það eru tölvugögn, myndir eða hljóð. Þeir eru mikil þarfaþing og mörgum tölvunotendum nauðsynlegir en ekki síst not- aðir til að útbúa geisladiska með tónlist. Seljendur láta geislaskrifara stundum fylgja nýjum tölvum en tiltölulega auðvelt og fljótlegt er að setja þá í. Hér fást um 30 gerðir á verðbilinu um 14-65 þús. kr. (Sjá nánar markaðskönnunina á www.ns.is.) Geisladiskarnir undir gögn eru ódýrir, kosta innan við 100 og upp í nokkur hundruð kr. stykkið. A hvern disk er samt hægt að vista feikna magn af gögnum, yfirleitt 650 MB sem er um 460 sinnum meira en kemst á venjulegan, harðan diskling. A ódýrustu diskana (CD-R) er aðeins hægt að skrifa einu sinni en hinir dýrari (CD-RW) eru enduráritanlegir (endurskrif- anlegir). Verð geisladiska fer einnig eftir endingu þeirra og gæðum, þeir eru viðkvæmir og tölvur og geisladiskaspilar- ar geta iðulega ekki lesið diska sem hafa skemmst smá- vægilega. Geisladiskaskrifarar eru líka oft kallaðir geislaskrifar- ar, geislabrennarar eða geisla- diskabrennarar (CD-writers, CD-burners). Þeir eru ýmist festir inn í tölvur (innbyggðir, innværir) eða standa lausir og eru þá tengdir tölvunum með kapli (utanáliggjandi, útvær- ir). Með innbyggðum skrifur- um fæst almennt meira fyrir peningana, þeir eru hraðvirkir og áreiðanlegir í notkun. Gæðakönnunin í gæðaprófum á geislaskrifur- um gekk mikið á en útkoman var jákvæð: Næstum hver ein- asti skrifari og mestallur hug- búnaður sinnti verkum sínum rétt og vandræðalaust. Alltaf gekk eins og í sögu að fram- kvæma það algengasta og þýðingarmesta sem geisla- skrifurum er ætlað, að afrita geisladiska með tónlist og taka öryggisafrit af tölvu- gögnum. Hraði skrifara er miðaður við hve hratt hann skrifar miðað við þann tíma sem það tekur að lesa, nota eða hlusta á gögnin. Hraðastuðullinn 1 samsvarar á CD-R og CD- RW 150/KBásek. ÁDVD samsvarar stuðullinn 1 hins vegar gagnastreymi upp á 1,35 MB/sek. Hraðinn er í auglýsingum og kynningum yfirleitt gefinn upp sem talna- röð með skástrikum á milli eins og hér: 16/10/40. Þetta merkir að skrifarinn skrifar á CD-R diska á 16-földum hraða, á CD-RW á tíföldum hraða og les CD-diska á 40- földum hraða. Betri tækni en áður I fyrstu gæðakönnunum evr- ópskra neytendablaða á geislaskrifurum árið 1997 tókst afar misjafnlega að skrifa áfallalaust með þeim á diskana og þar var meira um úrkast en gæði. Núna heppn- uðust eiginlega allar tilraunir með skrifarana. Munaði þar mestu um nýja tækni sem nefnd er á ensku ýmist „burn- proof ‘ eða „just link“. Bestu skrifararnir stjórna geislanum með henni þannig að lítil hætta er lengur á því að geisladiskarnir „brenni við“. Tæknin sér til þess að óað- finnanlega skrifist á diskinn þó að gagnastreymið rofni um stundarsakir, t.d. ef annað for- rit er ræst á meðan. Þetta ger- ist með því að geislaskrifarinn setur alltaf hluta af verkefnum sínum í biðminni (buffer). Það er því kostur að hafa mik- ið innra minni í skrifaranum. I gæðaprófum á skrifurum með þennan búnað var reynt að ofbjóða honum með því að opna Word, Excel og Internet Explorer 10 sinnum hvort um sig meðan þeir voru að afrita á diska. Með þessu tókst að láta PC-tölvuna frjósa, forritin komu með villuboð og ljós- merkin á geislaskrifurunum sýndu að þeir voru hættir að skrifa. Starfsemi forritanna var stöðvuð á venjulegan hátt með „Task Manager“ (Ctrl+Alt+Delete) - og þá héldu skrifarnir áfram að skrifa eins og ekkert hefði í skorist og skiluðu af sér not- hæfum geisladiskum. Diskagallar magnast Innbyggðir skrifarar voru sannfærandi í gæðaprófunum, þeir unnu hratt og örugglega. Undantekningin var Yamaha CRW 2100 en við tónlistaraf- ritun framkallaði hann fleiri villur (block errors) en allir hinir skrifararnir samanlagt. Að meðaltali gerði hann 500 gagnavillur á sekúndu en það er þó innan marka því spilarar ráða við að hoppa yfir 800 gagnavillur á sek. Enda heyrðist ekkert athugavert þegar hljómdiskar úr honum voru spilaðir. En hins vegar magnast áhrifin af slíkum göllum smám saman við hverja smárispu eða fingrafar sem kemur á diskinn svo að tónlistin af honum kann að þagna skyndilega síðar meir. Aðrir skrifarar en Yamaha voru skínandi góðir í þessu efni og gerðu minna en 20 gagnavillur á sek. Það merkir að þeir skapa betri vörn gegn slæmum afleiðingum af risp- um og óhreinindum. Markaðskönnunin er á www.ns.is Um 30 gerðir af geisladiskaskrifurum feng- ust hérlendis þegar Neytendablaðið gerði markaðskönnun í apríl. Innbyggðir skrifarar voru rúmlega 25 og á verðbilinu um 14-60 þúsund kr. en sex utanáliggjandi skrifarar fengust á 29-65 þús. kr. I markaðskönnuninni koma fram eftir- taldir þættir: Staðgreiðsluverð Framleiðandi Framleiðsluland Skrifhraði á CD-R Skrifhraði á CD-RW (endurskriO Leshraði Hvaða tengi fylgja? Hvaða hugbúnaður fylgir? Athugasemdir Markaðskönnunin er á vef Neytendasamtak- anna www.ns.is Lykilorð að könnunum er „neytandi". 6 NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.