Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 11
Pótitíski neytendandinn Tveir framleiðendanna, Fila og Brooks, neituðu einfaldlega að svara nokkurri spuminganna tíu, og ráði nú hver fyrir sig í ástæðuna. Tvö önnur, Nike og Adidas, lögðu hins vegar fram svör við öllum spurning- unum og stóðust prófið að öðru leyti bet- ur en aðrir. New Balance og Reebok létu tveimur spurningum ósvarað. Asics svaraði flest- um spurninganna en féll á prófinu. Niðurstöðurnar voru birtar ásamt könnun á verði og gæðum í austurríska neytendablaðinu Konsument. Skemmst er frá því að segja að umfjöllun blaðsins vakti mikla athygli og lesendabréfum rigndi yfir blaðið. Þýska stofnunin hefur unnið áþekkar rannsóknir fyrir Konsument urn fram- leiðslu þvottavéla og nokkurra sultuteg- unda og unnið er að siðferðisprófunum á framleiðendum ryksuga og sólarkrema. Siðferðisvottorö í Neytendablaðinu? Með þessu er vissulega sleginn nýr tónn í öflun og miðlun upplýsinga til neytenda og viðbrögðin sem austurríska blaðið fékk benda til þess að neytendur vilji gjama fá upplýsingar af þessu tagi frá aðilum sem unnt er að treysta. Þess verð- ur áreiðanlega ekki lengi að bíða að Neytendablaðið birti einhvers konar sið- ferðiskannanir ásamt gæða-, markaðs- og verðkönnunum sem nú eiga fastan sess í blaðinu. An uppljóstrana og upplýsinga frá traustum aðilum á borð við samtök neytenda eigum við almennir neytendur erfitt með að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að kaupa tilteknar vörur af siðferðilegum eða pólitískum ástæðum. Greinarhöfundur hefur engin vísinda- leg gögn undir höndum um hversu ís- lenskir neytendur hafa almennt leitt hug- ann að álitamálum sem þessum. Margt bendir þó til þess að íslenskir neytendur upp til hópa horfi einkum á verð og stundum gæði þegar fest eru kaup á mat- vörum og ýmsum nauðsynjum öðrum. Enda mega flestir til að láta verðið ráða en hafa ekki efni á siðferðilegum vanga- veltum um umhverfi og aðbúnað fólks, oftast í öðrum löndum. En íslenskir neytendur hafa vissulega næg tækifæri til þess að láta skoðun sína og jafnvel vandlætingu í ljósi nteð því að taka eina vöru framyfir aðra og snið- ganga ákveðnar vörur tímabundið í mót- mælaskyni. Hefði komist upp um viðlíka háttemi grænmetisheildsala í til að rnynda Frakklandi og hér hefur verið upplýst er næsta víst að landið hefði log- að í mótmælum og óeirðum og neysla grænmetis jafnvel lagst af þar í landi um talsvert skeið. Hér henna fregnir að neysla grænmetis hafi lítið sem ekkert minnkað eftir umtalaða skýrslu Sam- keppnisstofnunar þar sem rekin eru dæmi urn verðsamráð og samsæri gegn neytendum. Flestum er áreiðanlega mis- boðið og sumir hafa ef til vill breytt inn- kaupavenjum sínum nokkuð en þorrinn heldur áfram að borða sitt kál umyrða- laust. Grænmetishneykslið varð ekki nerna tiltölulega fáum tilefni til þess að láta skoðun sína í ljósi með þeint ein- falda hætti að skrá sig á mótmælalista á vef Neytendasamtakanna. Mörg önnur dæmi rná sjálfsagt nefna um að Islendingar haldi sínu striki í neyslunni þótt skynsamleg rök mæli með því að þeir staldri við. Mergð viðskipta- vina á hvers kyns skyndibitastöðum með tilheyrandi umbúðasorpi bendir til dærnis ekki til þess að viðskiptavinununt sé mjög sárt um umhverfið. Almenn notkun nagladekkja á snjólausum strætum höf- uðborgarsvæðisins virðist benda til þess að viðkomandi sé nokk sama um meng- unina sem fylgir, þótt þeir verði sjálfir fyrir henni í sama mæli og aðrir. Ágætt dæmi um pólitísk innkaup sem hér tíðkast vafalaust er hins vegar að velja íslenska vöru umfram innflutta. Jafnvel það að versla í heimabyggð fremur en utan má flokka sem neytendapólitíska ákvörðun, ekki síður en veikburða til- burði greinarhöfundar til þess að gefa til kynna vanþóknun sína á einokunar- sveppunum. En allt hefur sinn tíma og gera verður ráð fyrir að með hjálp Neytendasamtak- anna og Neytendablaðsins í samstarfi við systursamtök í Evrópu muni athygli ís- lenskra neytenda smáin saman beinast að því að það getur verið stórpólitískt mál að fara út í búð að kaupa mat og aðrar nauðsynjar. NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 11

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.