Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 9
® ICRT og Neytendablaðið 2001 Gæðakönnun Gæðakönnun Packard og Freecom. Enginn þeirra var sannfærandi í gæð- um. Þeir eru dýrir, hægvirkir og viðkvæmir fyrir titringi og truflunum (sjá línuna „lestrar- nákvæmni og leiðréttingar“ í gæðakönnun). En þrátt fyrir þessa tækni- legu annmarka geta verið full- gild rök og ástæður fyrir því að kaupa utanáliggjandi skrif- ara. Ef á heimilinu eða vinnu- staðnum eru t.d. fleiri en ein tölva, kannski fartölva sem tekin er stundum meðferðis, og áhugi eða þörf á að afrita gögn úr þeim á geisladiska, þá er utanáliggjandi skrifari oft ódýrasta og réttasta lausnin. í þessum efnum halaði Freecom-skrifarinn inn punkta, hann er lítill og léttur og upplagður ferðafélagi með fartölvu. Freecom hefur auka- búnað fyrir mismunandi tengi (FireWire, PC-kort, prentara- tengi) og fyrir rafmagn annað- hvort frá fartölvunni eða úr sérstakri rafhlöðu. Með þess- um búnaði er hægt að skrifa geisladiska í flugvél eða hvar sem er, þótt hraðinn sé minni en heima. Það er líka kostur bæði við Freecom og Iomega að þeim fylgja reklar til að tengjast Apple MacOs-tölvum. Ókostir samhæfðra Fremur illa gekk að nota sam- hæfðu (,,combi“) skrifarana sem eiga að geta „allt“, Ricoh MP 9120 A-DP og Samsung SM-308 B (og Toshiba Combo SD-R 1002 sem ekki fékkst hér). Þeir bjóða upp á lestur á CD-ROM, skrif á og lestur af CD-R og CD-RW og lestur af DVD-diskum. (Hinir síðastnefndu rúma 18 gígabæt sem er margfalt á við CD- diska. En afköst og gæði voru alls ekki sérstök, mikilvæg at- riði eins og lestrarnákvæmni og leiðréttingar reyndust fyrir neðan meðallag. Samhæfðu skrifararnir eru hins vegar litl- ir um sig og komast fyrir í tölvuboxum af minni gerðum. Áhrif hita og Ijóss CD-diskar eru viðkvæmir. Með því að nota dýra og sér- staklega sterka diska er hægt að lengja endingartíma mikil- vægra gagna. En slíkir diskar eru líka viðkvæmir fyrir risp- um, fingraförum og ætandi litarefnum (t.d. úr pennum). Þeir geymast betur á svölum stöðum en heitum. I gæða- könnuninni voru ódýrir diskar geymdir í nokkrar klukku- stundir við 90°C og 90% loft- raka. Þeir reyndust alveg jafngóðir aflestrar eftir þessa misþyrmingu eins og fyrir hana. Þetta er athyglisvert því framleiðendur ábyrgjast að- eins að diskamir skemmist ekki upp að 40° og í hæsta lagi 55° hita. Diskar eyði- leggjast sem sé ekki séu þeir Gæöakönnun á geisladiskaskrifurum Gefrar eru einkunnir á kvarðanum 1-5,5 þar sem 1 er lakast og 5,5 best. í könnuninni voru notaóir 650 MB diskar. í markaðskönnun Neytendablaðsins eru 29 skrifarar. | Hún er á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is. Lykilorðið er neytandi INNBYGGÐIR Vörumerki Gerð Seljandi Verð á Islandi í apríl 2001 Meóaiverð í Þýskalandi jan.-feb. 2001 Raðaó er eftir heildareinkunn, best fremst, Lökust aftast. HEILDAREINKUNN SKRIF (40%) Skrifgæði á CD-R Skrifgæði á CD-RW Skrifhraði á CD-R Skrifhraði á CD-RW Skrifgæði á CD-hljómdiska Fjölhæfni Frammistaða / samhæfni LESTUR (25%) Leshraði af gagnadiskum Leshraði af tónlistardiskum Leitartími Viðbragðshraði Lestrarnákvæmni og leiðréttingar ÞÆGINDI í N0TKUN (35%) Notkun skrifara og hugbúnaóar Búnaður og stillingar Uppsetning skrifhugbúnaðar Skrif tónlistar Notkun hugbúnaðar við afritun á tónlist Samsetning efnis á hLjómdiska Skrif töLvugagna á diska Snið CD-RW diska og útþurrkun efnis Notkun hugbúnaðar við snið CD-RW Handbækur, Leiðbeiningar BÚNAÐUR (ekki metió í einkunnagjöf) Skrifhugbúnaóar 4.01SE_______________________________________________ Pakkaskrifhugbúnaður________________________________ Skrifhraði á CD-R / CD-RW, uppL. framleiðanda Innra minni Hewlett Packard HewLett Packard UTANALIGGJANDI Iomega Freecom *** TraveLler CDRW 4x4x20x HP CD Writer 8230e (EJS) WinOnCD 3.8 16 / 10 2 MB InCD 1.50/1.60 InCD 1.76 DirectCD 3.0 16 / 10 12 / 10 12/8 2 MB 2 MB 4 MB Elko / Penninn / 32.9 geymdir um stundarsakir í meiri hita, t.d. ef þeir gleym- ast í hanskahólfi bíls. Þar að auki voru ódýrir diskar prófaðir með því að láta sterkt ljós skína á þá langtímum saman, alvöru ljós með útfjólubláum (UV) geisl- um. Ekkert gerðist. Dýrir og sérstaklega UV-varðir diskar virðast samkvæmt þessu ekki hafa umtalsverða yfirburði yfir CD-R diska við algeng not. Framkvæmd í gæðakönnuninni voru notað- ar PC-tölvur með 700 MHz örgjörva, 128 MB RAM og Windows ME stýrikerfi sem var sett upp að nýju fyrir prófanir á hverjum skrifara fyrir sig. Alltaf var notuð sama gerð af diskum. Notaður var hugbúnaður- inn sem fylgdi skrifurunum og skrifað á átta CD-R diska og tvo CD-RW diska í skrif- gerðunum „Audio Disc at once“ (DAO), „Audio Track- at-once“ (TAO) og „Packet writing“. Gögn voru skrifuð í þremur lotum, hljóðum og öðrum gögnum blandað sam- an. Skrifgæðin voru metin með því að hlusta á tónlista af diskunum í hljómflutnings- tækjum og með tæknilegum aðferðum. Skýringar *) Hér fékkst TDK CYC A 121032 **) Hér fékkst Samsung 818132 ***) Hér fékkst Freecom 14480 Athugasemdir: ALLa innbyggða skrifara er hægt að nota með stýrikerfunum WIND0WS 95 / 98 / 2000 / ME / NT. UtanáLiggjandi skrifararnir þurfa USB-tengingu sem gengur með WIND0WS 98/ 2000 / ME. AtLir skrifararnir styðja skrifgerðirnar „disc-at-once", „track-at-once" og „packet writing" og geta notað diskagerðirnar CD-R0M, CD- R0M/XA, CD-DA, Photo CD, CD-I, CD-G, CD-TEXT, CD-EXTRA . Ricoh og Samsung eru samhæfðir (combi) og geta líka Lesið DVD- diska. 8 NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.