Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 13
Byrgjum brunninn að bömum sínum nálægt vatni í ferðalögum. Börn og vatn fara ekki saman ef þau eru án eftirlits. Fæstir gera sér grein fyrir því að börn undir fjögurra ára geta drukknað í vatni sem er ekki dýpra en 2-5 cm. Böm undir átta ára aldri eiga aldrei að vera ein að leik nálægt vatni. Sundlaugar Á fslandi voru reglur um ör- yggi á sundstöðum settar í kjölfar fjölmargra slysa. Mik- ill árangur hefur náðst og þessum slysum hefur fækkað en aldrei má slaka á kröfun- um því þá er hætta á að illa fari. í reglunum er kveðið á um að börn undir átta ára aldri eigi ekki að fara ein í sund. Þar með er ekki sagt að for- eldrar geti sent bömin sín ein í sund þegar þau eru orðin átta ára. Við foreldrar berum ábyrgð á bömum okkur og þó að gæslan á sundstöðunum sé góð er það okkar ábyrgð að senda ekki böm ein í sund sem ekki kunna að synda. Hringlaga kútar Hringlaga kútar eru stór- hættulegir. Þessir kútar eru vinsælir og fólk telur sig vera að kaupa öryggisbúnað, en svo er alls ekki - þetta eru leikföng og ekki öruggt að börn noti kútana í sundi án sérstaks eftirlits. Alvarleg slys hafa orðið í þessum búnaði, til dæmis þannig að börn renni niður úr kútnum. Sumir kútamir eru með buxum og er dæmi um að slíkum kút hafi hvolft og barnið verið fast í honum með höfuðið undir vatninu. Foreldrar leggja mismun- andi skilning í að gæta að baminu sínu í sundi. Það er ekki gott eftirlit að vera í heita pottinum og fylgjast NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU 11-11 verslanirnar Bónus verslanirnar Bændasamtök íslands Ceres hf. Davíö S. Jónsson & co. ehf. Efling - stéttarfélag Eining-ldja, Eyjafiröi Ellingsen ehf. Emmessís EUROPAY ISLAND Farmanna- og fiskimannasamband íslands Fatabúöin, Skólavöröustíg 21 Feröaskrifstofa Reykjavíkur Fjaröarkaup Freyja ehf., sælgætisgerö Fróöi hf., bóka- og blaðaútgáfa Fönix ehf. Glerborg hf. Harpa hf. IKEA Ingvar Helgason hf. ísfugl hf. íslensk matvæli íslenska útflutningsmiöstööin hf. ístak hf. Johan Rönning hf. Kaupfélag Vopnfiröinga Kolaportiö - Markaöstorg Kringlan Mjólkurbú Flóamanna Mjólkursamsalan Olíuverslun íslands hf. Orkuveita Reykjavíkur Osta- og smjörsalan með litlum börnum í fjarska í lauginni. Bam getur drukknað á minna en þremur mínútum. Sundlaugarverðir eru ekki í bamagæslu heldur er hlutverk þeirra að fylgjast jafnt með öryggi allra sundlaugargesta. Opnir grunnar Slys þar sem börn eru hætt komin inni á byggingarsvæð- um eru algeng á sumrin. Mik- ilvægt er að foreldrar fræði böm sín um að fara ekki inn á slík svæði. Foreldrum er líka bent á að slík svæði eiga að vera afgirt en því miður er töluverður misbrestur þar á. Það er því mikilvægt að setja sig í samband við byggingar- deild sveitarfélagsins eða Vinnueftirlitið og láta vita ef slíkir staðir em ekki afgirtir eða hlið þeirra skilin eftir opin eftir að vinnu lýkur. Samband íslenskra sparisjóöa Samtök íslenskra tryggingafélaga Sjöfn hf., Akureyri Sómi, samlokugeró SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu Starfsgreinasamband íslands Verkalýósfélagiö Hlíf, Hafnarfiröi VISA ISLAND NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.