Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 14
Maturinn Hvað fer í körfuna? Hvernig valið er í innkaupa- körfuna ræður miklu um fjár- hag heimilisins. En innkaupin hafa ekki bara áhrif á þyngd- ina á buddunni, því þyngdin á heimilisfólkinu, svo ekki sé minnst á heilsu þess, getur líka ráðist af því hvernig mat- arinnkaupunum er háttað. Hollustan hefst með vel skipulagðri innkaupaferð. Innkaupalisti fyrir vikuna Fysta skrefið í átt að betra mataræði fyrir fjölskylduna er að gera góðan innkaupalista áður en farið er í stórmarkað- inn. Næsta skrefið er auðvitað að kaupa samkvæmt listan- um, en það er oft hægara sagt en gert þegar farið er í versl- unarleiðangur eftir langan og strangan vinnudag, sársvang- ur, þreyttur og önugur. Alls kyns kræsingar og óþarfi verða svo miklu meira lokk- andi þegar við erum svöng og þreytt og afleiðingin geur orðið sú að við komum heim með allt aðrar og óheppilegri vörur en ætlunin hafði verið. Það er því yfirleitt betra að fá sér eitthvað í svanginn áður en farið er í matvöruverslun- ina. Hvernig lítur svo listinn okkar út Auðvitað er ekki til nein alls- herjar regla fyrir alla, unga sem aldna, um eina staðlaða innkaupakörfu. Matarsmekk- ur og aðstæður fólks eru ein- faldlega það mismunandi. Það sem hér verður sett fram verður að skoða sem grófar hugmyndir, tillögur sem i hlii'kt rur mjólkunn Eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Hún er forstöðumaður Manneldisráðs byggja á ráðleggingum Manneldisráðs um hollt mataræði, sem hver og einn þarf að laga að eigin aðstæð- um. Athugasemd við grein um sykur sem birt var í Neytendablaðinu í nóvember Á málþingi sem Náttúru- lækningafélag íslands hélt 17. október í haust var um- ræðuefnið sykur. I 4. tölu- blaði Neytendablaðsins var fjallað um þessa ráðstefnu. Engu að síður snerist um- ræðan þar ekki eingöngu um sykur heldur einnig um öll önnur kolvetni. Kolvetni eru stundum flokkuð í einföld kolvetni og tlókin, en það orðalag er ekki heppilegt og getur vald- ið misskilningi. Almennt er kolvetnum skipt í einsykrur, tvísykrur, fásykrur og fjöl- sykrur. Fjölsykrur skiptast í sterkju og trefjar, en ein- sykrur og tvísykrur mætti einu nafni kalla sykur. Sykur getur ýmist verið til staðar náttúrulega í matvælum eins og ávaxtasykur (einsykra) og mjólkursykur (tvísykra) eða sem viðbættur sykur, oftast strásykur (tvísykra). Það er fyrst og fremst mikil neysla viðbætts sykurs sem er áhyggjuefni og er aukin umræða um hann mjög þörf. Af sterkjuríkum matvæl- um má nefna hveiti, hrís- grjón, pasta og brauð, hvort sem um er að ræða hvítar unnar afurðir eða grófari. Það er ekki hægt að setja ljóst brauð, hvítt hveiti, pasta og hrísgrjón undir sama hatt og sælgæti, kökur og gosdrykki og telja fólki trú um að forðast eigi öll þessi matvæli. Það er alger- lega rangt að líkaminn sé ekki gerður fyrir „einföld“ kolvetni. Það er ekki hægt að segja að matvæli sem innihalda kolvetni henti ekki mannslíkamanum, þótt það geti vissulega skipt máli fyr- ir heilsuna um hvaða tegund kolvetnis er að ræða. Ekki er heldur rétt að staðhæfa að íslendingar borði alltof kol- vetnaríkt fæði. Hér hefur neysla kolvetna verið með því minnsta sem þekkist á Vesturlöndum. Hins vegar borðum við óhemju magn af viðbættum sykri og það kemur niður á næringargildi fæðisins. Það er því mikil- vægt að gera greinarmun á því hvort talað er gegn við- bættum sykri eða kolvetnum almennt. Anna Sigríður Olafsdótt- ir, matvœla- og nœringar- frœðingur hjá Manneldis- ráði Islands Uppistaðan úr jurtaríkinu Mjöl, korn og þurrvara eru efst á listanum enda stór hluti af daglegri fæðu. Hrísgrjón, bæði hvít og brún, fara í körf- una hjá okkur. Brúnu hýðis- grjónin eru bæði hollari og bragðmeiri en þau hvítu, en þau eiga ekki alltaf við, og hvít grjón eru líka síður en svo nein óhollusta eins og sumir vilja vera láta. Brúnu grjónin eru hins vegar frábær í grænmetisrétti, til dæmis með baunum og grænmeti. Grænmetisréttur vikulega er bæði heilsusamleg og góð til- breyting, og kemur sér vel fyrir budduna. Baunir eru ein- hver ódýrasta fæða sem hugs- ast getur og hægt að matreiða þær á ótal vegu. Poki af ein- hverri baunategund, til dæmis kjúklingabaunum eða linsu- baunum, fer því í körfuna. Röðin er komin að past- anu. Það er fáanlegt bæði úr hvítu hveiti og heilhveiti sem auðvitað er hollara. Flestir kjósa samt það hvíta, enda er það góður orkugjafi og ódýr matur. Því hefur verið haldið fram að hvítt pasta sé sérlega fitandi og óheilsusamleg fæða, og geti jafnvel valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við sykursýki. Þetta er á misskilningi byggt. Pasta er þeim eiginleikum gætt að við meltingu brotna sykureindir hveitisins óvenju hægt og sykurinn fer hægt út í blóð- rásina. Pasta hefur því tiltölu- lega lágan sykurstuðul borið saman við margar kolvetna- ríkar fæðutegundir og líkist að því leyti heilkorna fæðu, jafnvel þótt það sé gert úr hvítu hveiti. Pastamáltíð einu sinni í viku er því ágæt til- högun, en þá skiptir máli að hafa mikið af grænmeti með pastanu ásamt próteinríkari 14 NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.