Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 10
Pótitíski neytendandinn Að greiða atkvæði með innkaupalistanum Öldungaráðið á mínu heimili hefur tekið neytendapólitíska ákvörðun. Við hjónin höfum sem sagt ákveðið að neita okkur og öðru heimilisfólki um þá annars ágætu og ljúffengu vöru sveppi, að minnsta kosti íslenska sveppi. Þeir hafa nú verið bannfærðir af okkar hálfu og teknir af innkaupalistanum um óákveð- inn tíma. Astæðan er ofur einföld; við kærum okkur ekki um að styðja við það einokunarfyrirkomulag sem rfkir á mark- aðnum þar sem einn framleiðandi einok- ar framleiðsluna í skjóli ofurtolla og ann- arra misviturra ákvarðana stjórnvalda. Eg get sem almennur neytandi engu breytt um fyrirkomulagið á markaðnum. Eg get hins vegar ákveðið það fyrir mína parta að láta ekki hafa mig að fífli leng- ur. Það er að vísu með talsverðri eftirsjá sem við hunsum sveppina í grænmetis- borðinu því við höfum til þessa notað þá í gómsæta rétti og salöt, þótt þeir séu dýrari en góðu hófi gegnir. En stundum verður maður að gera fleira en gott þyk- ir. Formaður Neytendasamtakanna og ritstjóri þessa ágæta blaðs ber ábyrgð á því að við stígum þetta skref. Eftir ný- legar uppljóstranir hans um tilhögun sveppaframleiðslunnar eiga sveppir ekk- ert erindi oní okkar innkaupakörfu. Og grænmetisumræðan öll hefur fengið okk- ur til þess að íhuga alvarlega að láta nú loks verða af því að rækta okkar eigið grænmeti eftir föngum. Hvernig velur maður? Flestir neytendur láta verð, gæði, útlit og notagildi ráða því hvaða vörur verða fyr- ir valinu hverju sinni og þarf viðkomandi vara þá að standast eitt eða fleiri ofan- greindra skilyrða. Neytendur í Evrópu virðast þó í æ ríkari mæli taka mið af ýmsum öðrum skilyrðum en þeim hefð- bundnu. Fleira getur nefnilega ráðið því hvort vara er boðleg fyrir nútímafólk í velmeg- unarríkjum Evrópu og víðar. Sumir kaupa til dæmis fremur lífrænt ræktaðar matvörur en hefðbundnar þótt þær kosti meira. Mörgum er ekki sama hvemig staðið er að framleiðslu á heimilistækj- um, fatnaði, matvörum og fleiri vörum. Þeir velta því til dæmis fyrir sér hvort böm starfa við framleiðsluna, hver að- búnaður starfsfólksins er og hvaða áhrif framleiðslan hefur á umhverfið. Neytendasamtök og stofnanir sem sinna neytendamálum eru smám saman að taka mið af breyttum hugsunarhætti margra neytenda. Mikilli vinnu og fjár- munum er nú varið til þess að afla upp- lýsinga um verð og gæði svo neytendur geti ígrundað val sitt á þeim forsendum. Upplýsingar sem varða pólitíska eða sið- ferðilega hlið framleiðslunnar hafa hins vegar ekki legið á lausu og víst er að fyr- irtæki með óhreint mjöl í pokahorninu leggja sig ekki fram um að upplýsa neyt- endur um söguna á bak við vöruna. Siðferðiskannanir Stofnun nokkur í Hannover í Þýskalandi hefur þó sérhæft sig í að rannsaka sið- ferðilega hlið ýmiss konar varnings sem er á boðstólum á gnægtaborði Evrópu. Um er að ræða sjálfstæða stofnun sem rekin er í tengslum við háskólann í Hannover og nefnist hún IMUG (stofn- unin um markað, umhverfi og samfélag). Með rannsóknum IMUG hafa neyt- endur öðlast aðgang að nokkurs konar siðferðiskönnunum, auk hinna hefð- bundnu verð- og gæðakannana. Þannig fá þeir neytendur sem hafa mannréttindi, félagslegan jöfnuð og umhverfismál í Eftir Garðar Guðjónsson Garðar er fyrrverandi ritstjóri Neytendablaðsins. Hann starfar við ráðgjöfog umsjón í útgáfu- og kynningarmálum. hávegum kærkomnar upplýsingar til þess að byggja val sitt á. Stofnunin hefur á undanförnum sjö árum kannað viðhorf um 300 fyrirtækja til umhverfismála - bæði hvað vinnu- staði og náttúru varðar - og mannrétt- inda. í mati sínu leggur hún til grund- vallar 80-90 atriði sem tengjast vinnu- staðnum, jafnrétti, tilraunum á dýrum og vinnu barna. Upplýsinganna er leitað hjá viðkomandi fyrirtækjum og öðrum heim- ildurn. I fyrstu brugðust fyrirtækin ókvæða við og gerðu heiðarlegar tilraunir til þess að kæfa þetta starf strax í fæðingu. Stofnuninni var hótað málshöfðun og lögbanni og mörg fyrirtæki neituðu al- farið að svara spurningum hennar. Þegar ljóst varð að stofnunin myndi ekki láta sér segjast urðu fyrirtækin smám saman viljugri til samstarfs. Mat stofnunarinnar á siðferði ólíks varnings byggist á mis- munandi forsendum. Þegar litið er á snyrtivörur eru tilraunir á dýrum í brennidepli en barnavinna þegar meta á framleiðslu á íþróttaskóm, svo dæmi séu tekin. Sómasamlegir íþróttaskór? Sagt er frá því í nýlegu tölublaði danska neytendablaðsins Tænk+Test að stofnun- in í Hannover hafi gert siðferðilega út- tekt á framleiðslu nokkurra helstu fram- leiðenda íþróttaskóa. Lagðar voru fyrir framleiðendur tíu spurningar sem lutu að vinnuaðstæðum og vinnu barna. Stofn- unin vildi meðal annars vita hvort fyrir- tækin gerðu vissar lágmarkskröfur um félagslegar aðstæður þeirra sem starfa við framleiðsluna en hún fer að miklu leyti fram í ríkjum þar sem oft er mis- brestur á félagslegum aðstæðum og ör- yggi íbúanna. Þýska stofnunin spurðist jafnframt fyrir um hvernig framleiðend- umir gengju úr skugga um að þessar lág- markskröfur ættu við á öllum stigum framleiðslunnar, til að mynda hvort sam- starfsaðilar þeirra byggðu framleiðslu sína á vinnu barna. 10 NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.