Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 3
Frá kvörtunarþjónustunni Bíræfinn þjónn á Grikk- landi Félagsmaður Neytendasam- takanna sagði farir sínar ekki sléttar þegar hann leit- aði til kvörtunarþjónustunn- ar á dögunum. Vegna vinnu sinnar dvaldist félagsmaður- inn á Grikklandi um nokk- urra daga skeið. Eitt kvöldið fór hann ásamt samstarfs- manni sínum út að borða. Að máltíð lokinni ætlaði fé- lagsmaðurinn að greiða fyrir máltíðina með greiðslukorti. Þjónninn tók við kortinu og brá sér með það að kassan- um. Stuttu síðar kom þjónn- inn til baka og sagði að þessi veitingastaður tæki ekki greiðslukort heldur yrði að staðgreiða. Okkar maður tók þjóninn að sjálfsögðu trúanlegan og greiddi með peningum. Um næstu mánaðamót kom fram á kreditkorta- reikningi félagsmannsins 70 þúsund króna úttekt á gríska veitingastaðnum. Félagsmaðurinn var skilj- anlega ósáttur við færsluna og leitaði strax til kortafyr- irtækisins og fór fram á leiðréttingu. Nokkum tíma tók að fá sent afrit af nótu færslunnar en þá sást greinilega að undirskriftin á henni var ekki frá félags- manninum komin. Fyrst í stað hafnaði kortafyrirtæk- ið að draga færsluna til baka þar sem kortið hefði ekki verið tilkynnt glatað. Félagsmaðurinn hélt því hins vegar fram að afhend- ing kortsins á veitinga- staðnum væri hluti af eðli- legum viðskiptaháttum og félli því ekki undir það að missa kort úr vörslum sín- um eða glata því. Með að- stoð kvörtunarþjónustunnar fékkst leiðrétting mála. Kreditkorta- viðskipti á netinu í lok síðasta árs leitaði félags- maður Neytendasamtakanna til kvörtunarþjónustunnar með úrlausnarefni sem reynst hefur erfitt að leysa. Mála- vextir eru þeir að síðasta haust pantaði félagsmaðurinn fartölvu og harðan disk í tölvu af bandarísku fyrirtæki í gegnum netið. Þetta voru ekki fyrstu viðskipti hans við fyrir- tækið og fram til þessa hafði það reynst mjög áreiðanlegt. Fyrir vörurnar ætlaði félags- maðurinn að greiða með greiðslukorti og því sló hann inn kortanúmer sitt með pönt- uninni. A næsta kortareikningi kom færslan fram án þess að vörurnar hefðu borist. Okkar maður greiddi reikninginn án athugasemda enda vissi hann að nokkurn tíma gæti tekið að senda vörurnar til Islands frá Bandaríkjunum. En svo leið og beið og aldrei kornu vör- urnar þrátt fyrir að félagsmað- urinn hefði ítrekað haft sam- band við fyrirtækið sem alltaf gaf sennilegar skýringar á töf- unum. Tæpum fjórum mánuð- um eftir að pöntun varanna fór fram var heimasíðu urn- rædds fyrirtækis hins vegar lokað. Tóku þá að renna tvær grímur á félagsmann okkar sem setti sig þá fyrst í sam- band við kortafyrirtækið og fór fram á að færslan yrði dregin til baka. Vegna þess hve langur tími var liðinn frá því að reikning- urinn var greiddur án athuga- semda var færslan því miður orðin endanleg í kerfi korta- fyrirtækisins. Bæði kortafyrir- tækið og kvörtunarþjónustan hafa reynt að liðsinna félags- manninum en án árangurs. Til að atvik af þessu endurtaki sig ekki hvetur Neytendablaðið neytendur sem panta vörur í gegnum netið að láta korta- fyrirtæki sitt strax vita ef á kortareikninginn kemur færsla fyrir vöru sem hefur verið pöntuð en enn ekki borist. Starfsmenn kvörtunarþjónustunnar taldirfrá vinstri: Ingi- björg Magnúsdóttir fulltrúi, ÓlöfEmbla Einarsdóttir lögfrœð- ingur, Sesselja Ásgeirsdóttir fulltrúi og Björk Sigurgísladóttir lögfrœðingur og stjórnandi kvörtunarþjónustunnar. Ekki er allt sem sýnist Félagsmaður Neytendasam- takanna ákvað að endumýja gólfefni hjá sér á einu her- bergi og láta leggja fyrir sig parket. Til að finna aðila sem gæti tekið verkið að sér skoð- aði félagsmaðurinn smáaug- lýsingar DV og þar var svohljóðandi auglýsing: „Tré- smiðir. Tökum að okkur alla alhliða smíði, bæði inni sem úti. Góð vinnubrögð, áratuga reynsla.“ Gefm vorn upp tvö GSM-símanúmer. I góðri trú hringdi félagsmaðurinn í ann- að númerið og talaði við mann sem var tilbúinn að sjá um parketlagninguna. Félags- mann okkar fór þó að renna í gmn um að ekki væri allt með felldu þegar verkið vannst seint og illa. Fljótlega komst félagsmaðurinn að því að um- ræddur „smiður“ hafði aldrei lokið sveinsprófi eins og ber- lega var gefið í skyn í auglýs- ingunni. Þegar reikningurinn kom var hann svimandi hár og „smiðurinn“ neitaði alger- lega að lækka reikninginn nokkuð heldur sendi hann í innheimtu til lögfræðings. Við svo búið sneri félagsmað- ur okkar sér til kvörtunarþjón- ustunnar og með liðsinni hennar tókst að fá reikninginn lækkaðan um um það bil helming. Ekki var hins vegar hægt að leiðrétta það að fé- lagsmaður okkar hafði verið fenginn til viðskiptanna á fölskum forsendum. Neyt- endasamtökin vilja því hvetja neytendur til að vanda vel til valsins þegar keypt er verk- þjónusta. Hægt er að fá upp- lýsingar um það hjá mennta- málaráðuneytinuhvort tiltek- inn maður hefur lokið sveins- prófi. NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.