Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 5
í stuttu máli Handbók neytenda Neytendasamtökin hafa gefið út Handbók neytenda. Jón Magnússon lögmaður og fyrr- verandi forystumaður í Neyt- endasamtökunum tók saman bókina. Þar er að finna ýmsar mikilvægar upplýsingar fýrir neytendur, um rétt þeirra og margt fleira. Bókin er á heimasíðu neyt- enda á netinu, www.ns.is. Þar geta neytendur fært bókina í heild sinni af heimasíðunni og yfir í tölvu sína að hluta eða að öllu leyti. Bókina er einnig hægt að fá á geisladiski og kostar hann 500 kr. til félags- manna, en 1000 kr. til ann- arra. Einnig er hægt að fá bókina útprentaða og kostar hún þá það sama og á geisla- diski. Þeim sem vilja frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við skrifstofur Neyt- endasamtakanna. Nýtt lykilorð á heimasíðunni, ns.is Frá og með 30. maí breytist lykilorð sem félagsmenn þurfa að muna til að komast inn á þann hluta heimsíðunnar er læstur. Nýja lykilorðið er „ns.l953“. Það skal tekið fram að fram að 15. júní verð- ur hægt að nota bæði gamla lykilorðið og það nýja. Munið lykilorðið: ns.1953. Enn um ístravel-málið Eins og fram kom í síðasta tölublaði Neytendablaðsins vannst Istravel-málið í héraðs- dómi og var íslenska ríkinu gert að greiða félagsmanni Neytendasamtakanna skaðabætur. íslenska ríkið hefur nú áfrýjað málinu til Hæstaréttar og verður það væntanlega flutt þar innan skamms. Neytendablaðið mun fylgjast með ífamvindu málsins og greina frá dómi Hæstaréttar þegar hann liggur fyrir. Borðtuskur eru ekki matur Fyrir nokkru sögðum við frá danskri herferð þar sem neytendur eru hvattir til að þvo þvott á 60° í stað suðu- þvottar. Með þessu móti geta neytendur sparað tals- vert rafmagn. En ef hand- klæðin og sængurfatnaður- inn eru þvegin á 60° - hvað á þá að gera við borðtusk- umar og viskustykkin? Það er jú staðreynd að salmón- ellu- og kamfýlóbakteríur drepast fyrst við 70-75°. Borðtuska sem hefur verið notuð við þrif eftir með- höndlun á hráu kjöti getur innihaldið þessar bakteríur og þarf þá ekki að þvo þær á suðu ef gæta á fyllsta örygg- is? Nei, svo einfalt er málið ekki, enda má ekki rugla saman borðtuskum og mat. Við matargerð drepast bakt- eríumar eingöngu vegna hitameðhöndlunar. Þegar borðtuskan er þvegin er hit- inn aðeins hluti af þvottin- um, þar skiptir ekki síður máli að vatnið og þvottaefn- in drepa einnig bakteríumar. Danska neytendastofnun- in hefur staðið að tilraun á þessu og var bakteríunum þá „smurt“ á það sem þvegið var. Rannsóknin sýndi að til a drepa bakteríumar nægir 60° hiti, vatn og þvottaefni. Þó er mælt með að nota sömu borðtusku ekki of lengi (jafnvel eina á dag) áður en hún er þvegin á 60°. Tusku sem hefur verið notuð til að þurrka blóðvatn frá hráu kjöti er þó best að setja í þvott strax áður hún er not- uð næst. Niðurstaðan er því sú að 60° hiti er nægjanlegur við allan heimilisþvott. Undarskriftarlisti um afnám tolla á grænmeti Eftir að „grænmetismálið“ kom upp höfðu Neytenda- samtökin undirskriftalista á heimasíðunni þar sem neyt- endur vom hvattir til að mót- mæla tollastefnu stjómvalda. Yfirlýsingin var svohljóð- andi: „Ég lýsi vanþóknun minni á viðskiptaaðferðum heild- sölufyrirækja á grænmetis- og ávaxtamarkaði. Ég krefst þess að stjórnvöld grípi tafar- laust til nauðsynlegra að- gerða til að lækka vöruverð og afnemi tolla á grænmeti og kartöflum.“ Undir þessa yfirlýsingu skrifaði alls 2.901, en undir- skriftasöfnunin var eingöngu á netinu. Landbúnaðarráð- herra hefur verið sendur þessi undirskriftalisti ásamt bréfi. Þar er óskað eftir að að stjómvöld taki tillit til þessara sjónarmiða við endurskoðun á stefnu sinni um tolla á innflutt grænmeti. Skráið ykkur á póstlista Neytendasamtakanna Neytcndasamtökin hal'a ákveðið að bjóða neytendum að skrá sig á sérstakan póstlisla á Netinu. Listarnir verða raun- ar tveir, annar fyrir l'élagsmenn og hinn l'yrir þá sem ekki eru enn orðnir félagsmenn. Að sjáll'sögðu Ia lélagsmenn allt efni sem þannig er sent út, en þeir sem standa utan samtak- anna lá aðeins liluta þess sent. Þannig borgar sig alltaf að vera félagsmaður. Þeir sem áliuga hafa á að vera á þessum lislum geta haft samband í lölvupósti, netfangiðer ns@ns.is, og í síma 545 1200. Þeir lélagsmenn sem ekki eru með itðgang að tiilvu og Neti er bent á að hal'a samband og munu þeir þá fá þessi bréf í pósti. NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.