Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 22
Neytendaréttur Mikilvægar úrbætur á neytendalöggjöf Alþingi samþykkti á síðasta þingi mikilvægar úrbætur á neyt- endalöggjöf. Um er að ræða ný lög um þjónustukaup og ný kaupalög sem hafa verið endurskoðuð frá grunni en lög þessi taka gildi 1. júní næst komandi. Lög um þjónustukaup Samþykkt hafa verið á Al- þingi lög um þjónustukaup sem taka gildi þann 1. júní næstkomandi. Lög þessi eru mikil réttarbót fyrir neytendur en hingað til hafa ekki verið til nein sérstök lög um kaup á þjónustu. Lög þessi eru ófrá- víkjanleg á þann veg að óheimilt er að semja um lak- ari rétt til handa neytendum en kveðið er á um í lögunum. Hvaða þjónusta fellur undir lögin? Lögin gilda um hvers kyns samninga um kaup á þjónustu sem veitt er neytendum í at- vinnuskyni þegar þjónustan felur m.a. í sér vinnu við lausafjármuni eins og bif- reiðaviðgerðir, vinnu við fast- eignir, t.d. við pípulagnir, geymslu á lausafjármunum eins og búslóðageymslu, og ráðgjafarþjónustu í tengslum við vinnu við fasteignir, t.d. þjónusta arkitekts. Leiðbeiningarskylda seljanda í lögunum er lögð ákveðin upplýsinga- og leiðbeininga- skylda á seljanda þjónustu. Þannig ber seljanda að upp- lýsa neytandann um það hvort kaup á þjónustunni t.d. við- gerð á hlut sé hagkvæm eða ekki með hliðsjón af verðgildi hlutarins. Ef seljanda verður það ekki ljóst fyrr en vinna er hafin verður seljandi að til- kynna neytandanum um þetta svo hann geti tekið ákvörðun um framhaldið. Ástæða þess- arar leiðbeiningarskyldu selj- anda er sú að aðili sem hefur atvinnu af að selja þjónustu sína á grundvelli fagþekking- ar er betur fær en neytandinn til að gera sér grein fyrir hvort það svari kostnaði að vinna verkið. Einnig er í lögunum kveðið á um það að ef upp kemur sú staða eftir að verk er hafið að nauðsynlegt sé að vinna viðbótarverk verður seljandi þjónustunnar að gera neytandanum grein fyrir því og óska eftir fyrirmælum hans um verkið. Galli á seldri þjónustu í lögunum er tiltekið hvenær þjónusta telst gölluð en það er m.a ef árangur af verki stenst ekki þær almennu kröfur sem gera má til útseldrar þjónustu í atvinnuskyni eða hún víkur frá almennum öryggiskröfum. Þjónusta er einnig gölluð ef hún er ekki í samræmi við samning aðila. Seld þjónusta getur jafnframt verið gölluð ef seljandinn gefur rangar eða villandi upplýsingar í auglýs- ingum eða lætur ekki neyt- anda í té upplýsingar sem hann vissi um og þýðingu hafa fyrir framkvæmd verks- ins. Neytandi á rétt á að selj- andi bæti úr gallanum nema það valdi seljandanum óhæfi- lega miklum kostnaði eða verulegu óhagræði. Jafnframt getur seljandi krafist þess að fá að bæta úr gallanum ef hann gerir það innan sann- gjarns frest og án kostnaðar eða verulegs óhagræðis fyrir neytandann. Ef þjónusta er gölluð getur neytandinn kraf- ist afsláttar frá verði þjónust- unnar sem svarar til gallans. Ef veittri þjónustu er verulega áfátt miðað við tilgang verks- ins og þjónustu sem fyrirhug- að var að kaupa getur neyt- andinn rift samningnum að öllu leyti eða þeim hluta verksins sem ólokið er. Verði neytandi fyrir tjóni vegna gallaðrar þjónustu á hann rétt á skaðabótum nema seljandi sýni fram á að gallinn verði ekki rakinn til vanrækslu hans. Ef neytandi ætlar að bera fyrir sig galla verður hann að tilkynna seljanda það innan sanngjarns frest eftir að hon- um varð gallinn ljós. Neyt- andi getur ekki borið fyrir sig galla eftir að liðin eru 2 ár frá því þjónustan fór fram, nema seljandi hafi í samningi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma eða brotið gegn góðum viðskiptaháttum eða á annan hátt sýnt af sér vítavert gáleysi. Afhendingardráttur á þjónustu Seljanda ber að afhenda selda þjónustu á þeim tíma sem samið var um. Ef ekki hefur verið samið um neinn afhend- ingartíma skal seljandi þjón- ustu skila af sér verkinu innan sanngjarns frest frá því að krafa um það kemur fram. Ef drátturinn á að ljúka þjónust- unni skiptir neytanda veru- legu máli og seljanda er það ljóst getur neytandi rift samn- ingnum. Einnig getur neyt- andi rift samningnum ef selj- andi leysir hana ekki af hendi innan umsamins frests eða innan sanngjarns frests frá því að krafa hefur komið fram um afhendingu. Neytandi getur svo ávallt krafist skaðabóta fyrir tjón sem hann verður fyrir vegna dráttar á að þjón- ustu ljúki, nema seljandi sýni fram á að drátturinn sé ekki af hans völdum. Verð á þjónustu Ef ekki hefur verið samið um verð fyrir keypta þjónustu skal neytandi greiða það verð sem telja má sanngjarnt með hliðsjón af því hve vinnan er mikil og hvers eðlis hún er. NEYTENDABLAЮ - maí 2001

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.