Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 15
Allir eru sammála um að grænmeti sé hollt og að við þurfum að borða meira afþví. En dýrt er það, samkvœmt könnun Neytendasamtakanna tvöfalt til þrefalt dýrara en í Kaupmannahöfn. fæðu, til dæmis eggjum, osti, túnfisk, baunum, rækjum eða kjötflís. Morgunkom og múslí er vinsæl fæða á flestum heimil- um en við veljum lítið eða ekkert sykraðar tegundir úr heilu korni og kaupum líka haframjöl fyrir hafragrautinn. Þar fáum við svo sannarlega bæði hollan mat og ódýran. Hrökkbrauð, rúgbrauð og heilhveitibrauð fara svo sjálf- krafa á listann í hverri viku en við höldum kexkaupum í skefjum og veljum þá frekar gróft kex og ósætt. Poppkom, bruður eða hrískökur eru þó á listanum okkar en við veljum síður örbylgjupopp því það er yfirleitt bæði dýrt, feitt og salt. (Það er áhrifaríkt að kíkja einhvem tímann í pok- ann og sjá með berurn augum fituklumpinn í pokanum). Grænmeti valið eftir verði og gæðum Það er komið að grænmetinu og ávöxtunum og við erum strax farin að beygja reglurnar um fastmótuð innkaup. Hér væri óðs manns æði að ákveða fyrirfram hvaða teg- undir skal kaupa. Bæði verð og gæði garðávaxta em það mismunandi að það er sjálf- sagt að haga kaupunum í sam- ræmi við ástandið hverju sinni. Hæfilegt magn getum við hins vegar haft í huga, en það er um eitt til tvö kíló af einhvers konar grænmeti fyrir hvern stálpaðan fjölskyldu- meðlim á viku og annað eins af ávöxtum, svo framarlega sem flestar máltíðir eru borð- aðar heima. Stundum getur frosið grænmeti verið bæði hagstæðara í verði og gæðum en það ferska, þótt nýtt og ferskt sé allajafna besti kost- urinn. Þurrkaðir ávextir eru líka skemmtileg tilbreyting og geta oft komið í staðinn fyrir önnur sætindi, til dæmis með hnetum og sólblómafræjum. Svo má ekki gleyma kartöfl- unum, sem eru sjálfsagðar á hverjum innkaupalista. Mjólkin er fastur liður Mjólkurvörur eru stór hluti af innkaupum fjölskyldunnar. Þeir sem ekki þola mjólk fá kalkbætta sojamjólk en fyrir hina er keypt léttmjólk og létt súrmjólk, AB-mjólk, skyr og jógúrt. Sýrður rjómi er ómiss- andi í matargerðina, til dæmis við að gera sósur. Salöt, smur- ostur og rjómaostUr koma sér líka vel við sósugerð. Brauð- ostur er fastur liður. Tvær eða þrjár tegundir af matarolíu fara í körfuna, til dæmis ólífuolía, sólblómaolía og rapsolía, ásamt ediki og kryddi. Þorskalýsið má heldur ekki gleymast, sérstaklega á veturna og ef börn eða gamal- menni eru á heimilinu. Kjötborðið og frystirinn Það er ágæt regla að hafa fisk í matinn minnst tvo daga vik- unnar, hakkrétt einn dag, kjúkling eða annað fuglakjöt einn dag og rautt kjöt, til dæmis lambakjöt, nautakjöt eða svínakjöt einn dag í viku. Með grænmetisrétti og pasta- rétti eru máltíðirnar orðnar sjö. Afgangana nýtum við í salöt og sem álegg. Eitt kjötá- leggsbréf fær þó að fljóta með í körfuna, egg, síld og biti af lifrarkæfu. Það er líka gott að eiga frosnar rækjur í salöt og með fiskréttum. Ekki má gleyma drykkjar- vörum eins og ávaxtasafa og pilsner, kaffi og te. Það er góður vani að drekka eitt glas af hreinum safa á dag, enda eru í safanum flest hollustu- efnin úr ávöxtum. Sífellt þamb á sætum drykkjum er hins vegar ekki æskilegt og því sneiðum við hjá sykruð- um gosdrykkjunum. Jafnvel í ströngu hollustu- aðhaldi þarf yfirleitt að vera rúm fyrir svolítinn óþarfa eða óhollustu, þótt ekki sé nema einu sinni í viku. Enn sem komið er hefur ekkert slíkt ratað í körfuna hjá okkur enda ráðleggur Manneldisráð fyrst og fremst lióf í þeim efnum. Það er þó ekki síður ástæða til að vanda valið á óþarfanum — sé hann keyptur á annað borð. Matarkarfan er að fyllast og tími til kominn að borga við kassann. Hvert sem verðið er, þá höfum við alla vega leitast við að velja holla og fjölbreytta fæðu fyrir fjöl- skylduna. Hvað tekur við þeg- ar heim er komið er önnur saga. Hvað fer í pottana? get- ur orðið umfjöllunarefni í næsta blaði. NEYTENDABLAÐIÐ - maí 2001 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.