Neytendablaðið - 01.04.2003, Page 14
Stefna stjórnmálaflokkanna í neytendamálum
sviði fjármálaþjónustu. VG hefur þannig
eindregiðstuttsparisjóðinasem þjónustu-
miðaðarstofnanir, einkum íþágu almenn-
ings og smærri aðila í viðskiptalffinu. VG
tekur fyrst og fremst undir kröfuna um
góða þjónustu og virka samkeppni að
því marki sem viðskiptin eru á milli sam-
keppnisaðila og minnir á nauðsyn þess
að tryggja landsmönnum öllum fullnægj-
andi þjónustu á þessum sviðum án tillits
til búsetu.
c) Svarið er já. VG er hlynnt aðgerðum,
t.d. breytingum á samkeppnislögum,
sem skerpa enn frekar á möguleikum
samkeppnisyfirvalda til að tryggja virka
samkeppni og hindra óeðlilegt samráð
og uppskiptingu markaðar eða aðra fá-
keppnis- og einokunartilburði.
Þátttaka ríkisins íkostnaði við kvörtun-
arþjónustu
Spurning Neytendablaðsins: Innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins er lögð mikil
áhersla á að tryggja að neytendur geti
með skjótum og ódýrum hætti fengið
upplýsingar og sótt rétt sinn án þess að
leita til dómstóla. Stjórnvöld greiða víð-
ast hvar allan kostnað vegna þessarar
þjónustu, hvort sem þeim er sinnt af op-
inberum neytendastofnunum eða neyt-
endasamtökum, enda litið svo á að um
samfélagslega þjónustu sé að ræða. Hér
á landi sinna Neytendasamtökin þessari
þjónustu samkvæmt þjónustusamningi
við viðskiptaráðuneytið. Ráðuneytið
greiðir þó aðeins um 40 prósent kostn-
aðarins en það sem uppá vantar greiða
Neytendasamtökin af félagsgjöldum þótt
allir hafi aðgang að þjónustunni. Telur
flokkur þinn að þetta fyrirkomulag sé
eðlilegt eða má búast við að hann beiti
sér fyrir því að þátttaka ríkisins í greiðslu
þessa kostnaðar verði aukin verulega?
Framsóknarflokkurinn: í tíð núverandi
ríkisstjórnar hefur framlag hins opinbera
til Neytendasamtakanna stóraukist. Árið
1995 var framlagið 3,5 milljónir króna.
Árið 1998 var í fyrsta sinn gerður þjón-
ustusamningur milli viðskiptaráðuneytis-
ins og Neytendasamtakanna. Samkvæmt
honum taka samtökin að sér að sinna
ákveðnum verkefnum sem ráðuneytið
greiðir fyrir. Við gerð þessa samnings
hækkaði framlag ríkisins í 6,8 milljónir
króna. Árið 2001 hækkaði framlagið í
8,3 milljónir króna og nú síðast hækk-
aði framlag viðskiptaráðuneytisins í
10 milljónir króna. Það er eðlilegt að
þjónustusamningurinn verði í sffelldri
endurskoðun. Þyki hagkvæmt að Neyt-
endasamtökin taki að sér aukin verkefni
kemur til greina að hækka framlag hins
opinbera. Samtökin geta nokkuð vel við
unað að fá 10 milljón króna framlag á ári
frá ríkinu. Að auki styrkir viðskiptaráðu-
neytið samtökin til sérverkefna, og var
t.a.m. 750.000 króna styrkur veittur í
heimasíðu samtakanna á síðasta ári. Með
þjónustusamningi hefur hið opinbera lýst
miklu trausti til Neytendasamtakanna og
falið þeim að sinna afar mikilvægum
störfum fyrir almenning í landinu. Það er
stefna Framsóknarflokksins að auka enn
framlögtil neytendaverndar á næsta kjör-
tímabili. Hvort það verður með auknu
framlagi til Neytendasamtakanna eða
með styrkingu opinberra aðila sem sinna
neytendamálum verður að skoða hverju
sinni. í lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt
að frjáls og óháð rödd neytenda fái notið
sfn og að samtímis sé neytendum tryggð
aðstoð opinberra aðila.
Frjálslyndi flokkurinn: Sanngjarnt væri að
hið opinbera greiddi þrjá fjórðu kostnaðar
samtakanna vegna hinnar mikilvægu
starfsemi þeirra í þágu alþjóðar. Sam-
tökin þurfa hinsvegar að halda algjöru
sjálfstæði sínu. Liður í því er að greiða
vænan hlut í kostnaði, en sjálfstæðið er
hinsvegar ekki til sölu þótt ríkið greiði
stærri hlut.
Samfylkingin: Þetta er óeðlilegt fyrir-
komulag og því ber að breyta til samræm-
is við það sem gerist á Norðurlöndum
Samfylkingin hyggst beita sér fyrir því að
þátttaka ríkisins verði aukin verulega í
rekstri og uppbyggingu Neytendasamtak-
anna. Sbr. svar við spurningu 3.
SjálfstæÖisflokkurinn: Á undanförnum
árum hafa neytendur átt þess kost í sífellt
auknum mæli að leita réttar síns innan
úrskurðarnefnda sem stofnsettar hafa
verið af hagsmunaðilum í samvinnu við
samtök neytenda og stjórnvöld. Styðja
ber við þá þróun, enda er brýnt fyrir
neytendur og atvinnulífið að unnt sé
að leysa úr smærri ágreiningsmálum án
óheyrilegs kostnaðar sem kann að fylgja
dómsmálum fyrir báða aðila. Slík skipan
stuðlar einnig að betri nýtingu á efnaleg-
um gæðum |tjóðfélagsins.
Vinstri hreyfingin -grænt framboö:
VG telur það tvímælalaust hlutverk rík-
isvaldsins að tryggja að hér sé til staðar
öflug starfsemi á sviði neytendaverndar
og neytendamála. Óeðlilegt er að ætla
fámennum félagasamtökum að standa
straum af kostnaði og bera ábyrgð á
starfsemi sem er í þágu allra neytenda
og allra landsmanna. Við styðjum því
eindregið að Neytendasamtökunum séu
lagðir til auknir fjármunir til að sinna
sinni mikilvægu þjónustu. Það er í anda
áherslna okkar um öfluga samfélagsþjón-
ustu.
Embætti umboÖsmanns neytenda
Spurning Neytendablaðsins: I öðrum nor-
14 NEYTENDABLAÐIÐ1. TBL. 2003