Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2003, Síða 18

Neytendablaðið - 01.04.2003, Síða 18
Gæðakönnun Bílar fara batnandi Audi A4 íékk hæstu gæðaeinkunn fyrir barna- sætisfestingar og hita- og loftræstikerfi. Hér fást ýmsar útgáfur á verðbilinu um 2,8-5 millj. kr. hjá Heklu hf. Nokkrar hæstu gæðaeinkunnirnar Heildareinkunn Skoda Octavia Elegance 1.9 TDI Combi, VW Passat Trendline 1.9 TDI Sedan, BMW 3'er 320d Sedan, Fiat Stilo 1.9 JTD115 Nýting eldsneytis Skoda Octavia Elegance 1.9 TDI Combi, VW Passat Trendline 1.9 TDI Sedan, BMW 3'er 320d Sedan, Mercedes A170 CDI Elegance Festingar barnasæta Fiat Stilo 1.9 JTD115, VW Golf 1.4, VW Polo 1.4, Alfa Romeo 147 2.0 TS, Opel Corsa 1.216 V Comfort Easytronic Hemlunarvegalengd BMW 3-Compact 316 ti Rými farangursgeymslu Ford Focus 1.6 Ghia, Lada 1101.5, Mercedes A170 CDI Elegance Sjá töflur á bls. 22-23 og á vef NS, www.ns.is. Lykilorðið er labbi. Gædakönnunin Neytendablaðið birtir nú gæðakönnun ICRT (International Consumer Research and Testing) á 40 bílgerðum sem fengust hérlendis í ársbyrjun 2003 (í könnuninni í heild voru 185 bílgerðir). Við birtum gæðaeinkunnir fyrir 15 atriði um hverja bílgerð hér í blaðinu en á vefsetri sam- takanna, www.ns.is, eru alls birt 45 atriði um hverja gerð. Lykilorð félagsmanna að læstum síðum er labbi. MarkaÖskönnunin Markaðskönnunin er á www.ns.is. Þarna eru m.a. upplýsingar um verð, fjölda dyra, eldsneytisgerð, vélarstærð og afl bílgerðanna. Ódýrasti bíllinn var Lada 110 1,5 á 890.000 kr. en sá dýrasti BMW 3 330d á 4.650.000 kr. Bílar ársins 2003 Nýlega var valinn bíll ársins 2003 á vegum alþjóðlegrar dómnefndar 58 bíla- blaðamanna frá 22 Evrópuríkjum en alls kepptu 30 bílar um titilinn. 1. sæti: Renault Mégane II með 322 stig. Úrslitum réð að sögn dómnefndar nýstár- leg hönnun, bæði í útliti og tæknilegum þáttum. Bendir hún á aksturseiginleika, kraftmikla frammistöðu og öryggis- búnað, auk þæginda fyrir bílstjóra og far- þega. Bíllinn fæst hjá B&L á verðbilinu 1,7- 2 m.kr. 2. sæti: Mazda 6 með 302 stig. Hér fást Mazda 6 1,6 á 1.870.000 kr. og Mazda 6 1,8 á 2.150.000 kr. 3. sæti: Citroén C3 með 214 stig. Hann fékkst ekki hér en hins vegar þrjár aðrar Citroén-gerðir á verðbilinu 1.970.000 -2.360.000 kr. Renault Mégane II er í sérflokki í ör- yggismálum enda hlaut bíllinn fimm stjörnur eða hæstu mögulegu einkunn fyrir öryggisbúnað í árekstra- og ör- yggisprófunum Euro NCAP (European New Car Assessment Programme). Það var í fyrsta sinn sem bíll í flokki með- alstórra fjölsky Idubifreiða (C-flokki) hlaut þá viðurkenningu. Hingað til hefur hún gengið til stærri og þyngri bifreiða. Árekstrarvörnin olli því í öll- um prófunum að engar þær skemmdir urðu á klefa Renault Mégane II sem valdið gætu bílstjóra eða farþegum alvarlegum áverkum. Þetta má meðal annars þakka því að vélarrúm fellur saman við árekstur og að á hliðum eru styrktarbitar auk þess sem Renualt not- ar höggþolið stál í bifreiðarnar. GóÖ ný ökutæki Alþjóðasamtök neytenda (e. Consumer International) birtu nýlega lista yfir þau ökutæki sem virðast einna best í flokki fólksbíla og pallbíla. Þessar gerðir fengu allar einkunn yfir meðallagi fyrir traust og áreiðanleika. Besti bíllinn: BMW 530i. Sameinar frá- bær þægindi í notkun og yfirburða þæg- indi fyrir ökumann og farþega, bættan öryggisbúnað, góða svörun og vandaða smíð og frágang. Skemmtilegastir í akstri: Subaru Impreza WRX, sameinar snögga hröðun, mikla lipurð í notkun og tiltölulega þægilegan akstur. Honda S2000 Roadster, sameinar afl, nákvæmni í stjórn og gott veggrip. 18 NEYTEHDABLAÐIÐ 1. TBL. 2003

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.