Foringinn - 01.08.1975, Side 7

Foringinn - 01.08.1975, Side 7
vera meí> handbækur eöa hafa afl- aö sér forkunnáttu. í sambandi við rekaviö er auövitaö sjálf- sagt aö afla sár vitneskju um eignarheimild og aö afla sér leyfa. 50 KM. í SUMAR Hvernig væri aö ganga 50 km. nú í sumar? Fyrir D.S. á suö-vestur- landi er heppilegast aö ganga frá Þingvöllum til Reykjavíkur, en 50 km. eru frá Valhöil aö Lækjar- torgi. Heppilegasti göngutíininn er hin íslenska sumarnótt, og leggja því af stað frá Hótel Valhöll kl. 20.00. Ástæöurnar fyrir því að þessi tími er bestur, er meöal annars, hitastig og umferðin, því eftir veginum veröur maður aö ganga. Reynslan hefur sýnt aö best er aö hafa sem minnst meö sér, heldur fela matarpakka á leið- inni t.d. a tveim stöðum. Mat- UT'inn þarf aö vera léttur og kjarnmikill, en þó nauðsynleg fæöa, sem þiö eruð vön aö neyta. Af klæðnaði ei-u skórnir þýöing- armestir, en þeir veröa að vera þanr.ig aö þeir hafi algjörlega aölagast fótunum. Þaö þýðir ekkert aö ganga í nýjum skóm eða skóm sem maöur hefur fengið lánaöa rétt áður en lagt er af staö, þiö verðið aö ganga skóna til áður. Aö ganga í striga- skóm eöa öörum þunnbotnuöum skóm kemur ekki til greina. Þegar 50 km. eru gengnir er nauðsynlegt aö hvíla sig stutt en reglulega, best hefur gefist aö ganga í 55 mín. og hvíla sig síöan í 5 mín. og halda þeirri reglu alla ferðina, ekki aö rembast 1 upphati og ganga stans- laust £ 2-3 ríma og springa síö- eftir 6-7 tíma gang. Og nú allir af staö og muniö aö þiö verðiö að ganga 50 km. á innan viö 12 klst. Og til að sanna þaö, fáiö þið undirskrift hót- elstjórans á Þingvöllum aö viö- komandi aöilar hafi lagt af staö kl. 20.00 gangandi áleiö- is til Reykjavíkur og síðan undirskrift varöstjórans í lög- reglustöðinni í Tollstööinni v/ Tryggvagötu í Reykjavík aö viökomandi aöilar hafi komið þangaö kl. - gangandi frá Þing- völlum. Og munið þetta er ekki eins strembin ganga og maöur heldur. Góöa ferö. 7

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.