Foringinn - 01.08.1975, Page 25

Foringinn - 01.08.1975, Page 25
UNDRALYFIÐ ■ Leikþáttur í einu atriði. Leikendur: Indverskur fakír Tvær konur. Tvær konur koma inn á leiksviöiö Þær hafa stórar skykkjur utan um sig. Skykkjurnar eru hnepptar aö framan.önnur þeirra er mjög feit en þaö stafar af því,aö hún hefur útspennta regnhlíf undir skykkjunni.Hin er mjög grönn, þarf aö vera eins grönn og auöiö er,til aö fyrirferö hinnar kon- unnar komi enn betur í ljós. Þegar þær eru nýkomnar inn,kemur indverskur fakír meö flöskur, sem hann segir aö innihaldi drykk.sem hafi þá náttúru,aö hann geri holdugt fólk grannt,en grannt fólk holdugt. Þetta finnst konum heillaráö. Þær kaupa eina flösku hvor og sú feita sýpur á.Um leiö og hún drekkur,fellir hún regnhlífina, svo hún er nú oröin grönn og mögur. Svo drekkur sú magra. Og um leiö spennir hún út regnhlífina,sem hún hefur undir skykkjunni, svo hún er oröin jafn feit og hin var. Meö tilheyrandi tilburöum getur þetta vakiö gífurlega hrifningu. HVAR ER KRÖNAN? Varöeldastjórinn: Einu sinni komu þrír skátar aö gistihúsi og tóku þrjú herbergi á leigu. Hvert herbergi kostaöi 10 kr., svo þeir greiddu samtals 30 kr. fyrir þau öll.Þá mundi eigandinn eftir því,aö þegar þrjú herbergi voru tekin svona í einu,var hann vanur aÖ gefa afslátt.Hann sendi því sendisveininn sinn meö 5 kr.til þeirra,því þeir áttu einungis aö borga 25 kr. fyrir herbergin þrjú.Sendisveinninn var óheiÖarlegur og stal 2 kr., en lát þá hafa 3 kr. til baka, eöa sinn hvora krónuna.Þar sem hver fókk nú krónu til baka, borguöu þeir aöeins 9 kr.fyrir hvert herbergi.Herbergin voru þrjú.Þrisvar sinnum níu eru tuttuguogsjö plús tvær krónur, sem sendisveinninn stal gera 29 kr. Hvar er 1 kr.sem vantaöi upp á 30 kr. sem upphaflega voru í umferö? í þessu er reikningsskekkja,og nú er þaö ykkar aö finna hanaf..' 25

x

Foringinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.