Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 2
2 Bœndablaðið Þriðjudagur 21. apríl 1998 Útflutningsverðmæti hrossa og hestavara er einn til einn og hálfur milljarður á ári! „BandaríkjamarhaOur er óplægOur akur," „íslenski hesturinn er auðlind sem er grundvöllur starfsemi og útflutnings í landbúnaði, iðnaði og ferðaþjónustu. Líkja má hestinum við fiskinn að vissu leyti og hann skapar útflutn- ingstekjur sem má áætla u.þ.b. 1 -1,5 milljarða kr. á ári,“ segir í skýrslu nefndar sem iðnaðarráðherra skipaði til að kanna möguleika á auknum útflutningi á framleiðslu sem tengdist, eða mætti tengja íslenska hestinum. Markmiðið er að ísland verði „Mekka“ íslenska hestsins og hingað leiti útlendingar upplýs- inga, kaupi vörur og þjónustu og fái ráðgjöf um allt sem snertir íslenska hestinn. Að sögn Einars Bollasonar, formanns nefndarinnar, var reynt að komast að umfangi útflutnings á vörum tengdum íslenska hestin- um, að svo miklu leyti sem það var hægt. Utflutningstölur eru langt fyrir neðan allan raunveruleika, því að verslanir gera ekki greinar- mun á hvort það er íslendingur eða útlendingur sem kaupir vöruna. Hér á landi eru ýmsir aðilar sem framleiða hestavörur og þeir telja sig helst vanta markaðsupp- lýsingar og fjármagn til að auka útflutning. í skýrslunni er bent á ýmsar leiðir til úrbóta, t.d. um lán og styrki og einnig er bent á ótal vörur í sambandi við hesta- mennsku sem eru fluttar inn en væri tiltölulega einfalt að fram- leiða hér á landi. Að sögn Einars Bollasonar eru næstu skref að iðnaðarráðuneyti og útflutningsráð kalli saman fram- leiðsluaðila og bjóði þar einhverjar sameiginlegar aðgerðir til markaðssóknar, t.d. sameiginlega bæklinga eða samvinnu við vöru- sýningar erlendis. Erlendis eru um 100.000 ís- lensk hross, flest í Þýskalandi. Óvíst er að markaðsmöguleikar fyrir íslenskar vörur séu í réttu hlutfalli við fjölda hrossa. í Norð- ur-Ameríku er ört vaxandi markaður fyrir íslenska hestinn en markaður fyrir íslenskar hesta- vörur þar er óplægður akur. I skýrslunni segir að mikilvægt sé að íslendingar séu fljótir að koma sér á framfæri á Bandaríkja- markaði, þar eð t.d. Þjóðverjar eru líklegir til að koma þar sterkir inn. Markhópur íslenskra hestavara er fremur aðgengilegur því að flestir eigendur íslenskra hesta eru í hestamannafélögum og núna eru starfandi 250 félög í 19 löndum. „Skýrslan var samin áður en hitasóttin tók að heija á hrossa- stofninn. Auðvitað er beygur í okkur vegna sjúkdómsins en við verðum að vona að úr rætist og hægt verði að taka þráðinn upp að nýju,“ sagði Einar Bollason. Færri en mun slærri svínabú en íyrir nokkrum árum I árslok 1997 voru 3515 full- orðin svín í landinu samkvæmt talningu fóðurbirgðafélag- anna. Sem dæmi um þá gríð- arlegu fækkun svínabúa sem hefur átt sér stað hér á landi allt frá árinu 1990 má nefna að í árslok 1993 voru alls 103 svínabú í landinu, 86 svínabú í árslok 1995, 76 í árslok 1996 og nú í árslok 1997 voru 64 svínabú. Þetta kemur fram í starfsskýrslu Péturs Sigtryggssonar, svína- ræktarráðunauts, sem lögð var fram á Búnað- arþingi. Þar sem svínabúum hefur fækkað um 73 á síðastliðnum 10 vígi árum eða úr 137 svínabúum 1987 í 64 árið 1997, jafnframt því að fjöldi svína jókst um 173 svín á sama tímabili, er ljóst að miklar breytingar hafa orðið á stærð svínabúa á þessu tímabili. Pétur segir að þær miklu breytingar sem hafa orðið í íslenskri svínarækt á síðastliðnum 10 árum þurfi ekki að koma neinum á óvart. Mjög líklegt er að þessi fækkun og stældcun svínabúa verði síst minni næstu ár því að þrátt fyrir að svínabændum hafi allt frá árunum 1985-1986 verið bent á nauðsyn þess að koma á skýrsluhaldi og afla sér aukinnar þekkingar í svínarækt, eru aðeins 18-20 svínabændur af þessum 64 svínabændum árið 1997 með skýrsluhald. Þessir 18-20 svína- bændur hafa aflað sér haldgóðrar þekkingar á svínarækt og notfæra sér nú niðurstöður skýrsluhaldsins til að gjörbreyta rekstrarafkomu búa sinna. Á þennan hátt hefur þeim tekist að mestu að mæta þeim miklu verðlækkunum sem hafa orðið á svínakjöti á síðustu árum vegna síhækkandi sam- keppni á innanlandsmarkaðinum. „Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að flestir af þessum rúm- lega 40 svínabændum sem hafa ekki sýnt áhuga á að taka upp skýrsluhald eða afla sér nauðsynlegrar þekkingar á svínarækt munu smámsaman neyðast til að hætta búrekstri þar sem þeir eru engan veginn samkeppnishæfir miðað við þá svínabændur sem nú þegar hafa tekið upp skýrsluhald,“ segir Pétur Sigtryggsson. VerO il áburOi í vor Verðsamaurður á áburði frá Áburðarverksmiðjunni og þeim söluaðilum sem upplýingar feng- ust hjá sýnir um 4-5 % verðmun. Gerður var verðsamanburður á nokkrum áburðarblöndum, völd- um af handahófi. Verðin eru án vsk og með brettaafsl (Sjá töflu 1) Kaupfélag Ámesinga annast sölu á ísafoldaráburði og er Folda um 6-10 % ódýrari en sam- bærilegur áburður frá Áburðar- verksmiðjunni kominn á Selfoss. Flutningur þangað er 500 kr./tonn án vsk. (Sjá töflu 2.) Eftir verðskrám yfir tilbúinn áburð að dæma virðist nú í ár vera ódýrara að kaupa blandaðan, þrígildan áburð. Græði heldur en eingildar tegundir og blanda þeim sjálfur. Þetta hefur yfirleitt verið á hinn veginn að menn hafa haft nokkurt kaup við að blanda áburðinn sjálfir, þótt ekki hafi það alltaf verið mikið. Nú í ár verður það blandaður áburður sem víðast verður keyptur til að nota einan sér. Sá eingildi verður hins vegar keyptur til að nota með búfjár- áburði, því að hann er yfirleitt svo kalíríkur að ástæðulaust eða jafn- vel skaðlegt getur verið að nota þrígildan tilbúinn áburð með honum. Skaðinn er sá að fóðrið verður magnesíumsnautt ef of mikið er borið á af kalíi og það þola hámjólka kýr illa. Gufunesafslættir: Veittur er afsláttur á hvert tonn sem afgreitt er í heilum brettum og stór- sekkjum á bíl í Gufunesi, kr. 500. án vsk. Búið er að reikna hann inn. Einnig hvert tonn sem afgreitt er í lausu á bíl í Gufunesi kr. 900 án vsk. Auk þess á hvert tonn sem afgreitt er frá Gufunesi og afhent utan svæðis sem takmarkast af Dalasýslu, Snæfells og Hnappa- dalssýslu, Mýrar- og Borgar- fjarðarsýslu, Kjósasýslu, Gull- bringusýslu, Ámsessýslu, Rangá- rvallasýslu og V-Skaftafellssýslu kr. 1820 án vsk. Einnig á hvert tonn sem afgreitt er frá Gufunesi og afhent í Snæfells- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu og Vestur Skafta- fellssýslu, kr. 1000 án vsk. Tafla 1 Verö á hellum brettum eöa (stórsekk|um. Kr.Aonn án vsk. Ábverksm. KÁ SS KB KÞ KEA Mism. Kr Móöi 3 21.139 20.149 20.165 20.611 21.150 21.207 1.058 Græðir 5 22.625 21.617 21.584 22.027 22.625 22.662 1.078 Græðir 6 21.219 20.199 20.242 20.687 21.225 21.285 1.086 Græðir 7 21.802 21.015 21.021 21.495 21.825 21.857 842 Græðir 9 22.183 21.188 21.162 21.606 22.200 22.230 1.068 Afgr.st. Gufunes Gufunes Gufunes Gufunes Húsavík Akureyri Tafla 2 Áburöarverö án vsk. á Selfossl á brettum eöa I stórsekkjum. Flutningur frá Gufunesl að Selfossi er 500 kr./tonn Frá Áburöarverksm. Frá ísafold Mism. Mism. % Móöi 1 21.409 Folda 11 19.698 1.711 8% Móöi 3 20.649 Folda 13 18.982 1.667 8% Græðir 5 22.117 Folda 5 19.963 2.154 10% Græðir 7 21.515 Folda 7 20.161 1.354 6% Græðir 9 21.688 Folda 9 20.169 1.519 7% Blákom 26.886 Blákurl 23.747 3.139 12% Skeiðað á Miðfjarðar- vatni Það var líf og Jjör á Miðfjarðarvatni erjón Eiríksson á Bárfelli átti þar leið um fyrir skömmu en þá var efnt til ísleika. Jón var að sjálfsögðu með myndavélina meðferðis og hér má sjá bœndurna Jóliann Albertsson, Gauksmýri, og Elías Guðmundsson, Stóru- Ásgeirsá, fara mikinn á skeiðgömmum sínum. malgar® MYKJUGEYMAR Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.