Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 18
18 Bcendablaðið Þriðjudagur 21. apríl 1998 Grafískur hönnuður í Aðaldal Landsbyggðin og þróun hennar er málefni sem margir velta fyrir sér. Jákvæð byggðastefna er baráttumál flestra stjómmálaafla og menn huga að því hvemig hafa megi áhrif á þróunina. Samfara aukinni tækni fækkar störfum jafnt og þétt í hefðbundnum búskap og þeir eru færri og færri sem afkasta því að brauðfæða þjóðina. Trúa má því að sveitimar haldist í byggð þrátt fyrir þetta og að þar búi fólk sem hefur ýmsa aðra vinnu en það að vera bændur og nýti möguleika dreifbýlis á annan hátt en gert hefur verið. Eitt er það að trúin á möguleikana þarf að vera fyrir hendi og þekkingu þarf til þess að nýta þá. Þá er ljóst að að nútíma samskiptanet munu auðvelda mjög búsetu í dreifðari byggðum. Bændablaðið leit inn hjá Jóni Ásgeiri Hreinssyni í Aðaldal en hann býr með fjölskyldu sinn að Staðarhrauni þar í sveit og býr með allt annað en hefðbundinn búskap. Jón Ásgeir er grafískur hönnuður en Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir kona hans er húsgagnasmiður og hefur einnig lært kvikmyndaförðun. Jón hefur nokkuð fengist við fluguhnýtingar undanfarið og hefur stofnað Þingeyska Loftfélagið sem framleiðir alíslenskt fluguhnýtingarefni. Hann er í sambandi við Hollendinga sem vilja kauþa þetta hráefni og dýralæknirinn er að athuga þau gögn sem þarf að hafa til þess að geta sent þetta úr landi. Efnin em sérstaklega pökkuð fyrir innanlandsmarkað, en það vekur athygli að verið sé að flytja inn kálfahala frá Englandi í fluguhnýtingar. Þá er einnig verið að flytja inn refaskinn, skott, geitaskinn, ull, hænsni o.m.fl. sem ætti að vera hægt að fá hér heima. Bœkur, stangveiðiskóli, veiðistangir og verslun „Ég byrjaði að hnýta flugur þegar ég var í kringum tvítugt, en nú vaknaði áhuginn aftur þegar ég fór að gera heimildarmyndina mína um Laxá í Aðaldal. Þá tók ég viðtal við Pétur Steingnmsson fluguhnýtingarmeistara í Laxámesi og fór upp úr því að hnýta með hænsnafjöðrum og afskurðum af refaskinnum frá kunningjum mínum hér í Aðaldalnum. Þannig kviknaði sú hugmynd hvað það væri miklu ódýrara að nýta heimafengin efni í stað þess að flytja þau inn. Maður verður hvorki ríkur af þessu né feitur en þetta er hins vegar nýtingarsjónarmið á íslenskum efnum. Nafnið á Þingeyska Loftfélaginu er auðvitað orðið til í spaugi en það félag stendur að bókinni um Mývatn sem verið er að vinna að og Stóm stangveiðibókinni sem er í undirbúningi. Það em sem sagt bækur sem ég er að vinna að nú í augnablikinu. Annars emm við orðnir tíu hér á svæðinu sem emm að vinna að fluguhnýtingum. Við þetta hangir framleiðsla á veiðistöngum og mun ég hefja hana innan tveggja ára. Þær munu verða kenndar við Laxá í Aðaldal, en maður þarf svolítið að hugsa um framleiðslumöguleika í eigin umhverfi. Þá er ég einnig að setja í gang stangveiðiskóla sem tekur til starfa 1999 og er aðalmarkhópurinn Bandaríkjamenn og því tengist verslun sem selur fluguhnýtingarefni héðan, svo og stangir.“ Auglýsinjgar og bœklingar Jón Asgeir vinnur við öll stig grafísku hönnunarinnar bæði umbúðahönnun, auglýsinga- og bæklingahönnun og þá vinnur hann að útlitsgerð hvalasafnsins á Húsavík. Einnig vinnur hann að skiltagerð. Þetta er allt unnið á tölvu og notar hann Intemetið til þess að koma verkefnum sínum í prentun eða til birtingar í dagblöðum og tímaritum. Hann getur sent verkefni frá sér hvert sem er hvort það er til Reykjavíkur eða Timbuktu. Hann segir að það gildi það sama um sig og fólk á Stór-Reykjavíkursvæðinu, það geri þetta eins og hann. „Eg bý mörg hundmð kílómetra frá Reykjavík, samt bý ég ekki nema í þriggja kortera fjarlægð frá borginni. Þegar ég geri t.d. bókakápur fyrir útgáfur eins og Forlagið og Mál og menningu, þá sendi ég próförkina beint á tölvunni og svo hringja þeir og segja álit sitt. Síðan fer það beint í prentsmiðjuna." Hvalabók og umbúðaverðlaun Heimildamyndina klippir Jón Ásgeir heima í tölvunni og möguleikunum fjölgar sífellt. Nýtt á hverjum degi. Hann segir að fluguhnýtingamar og fluguskólinn séu í raun hvfld frá tölvunni því þar sé hann mikið. Jón Ásgeir hefur hannað mikið af auglýsingum og umbúðum fyrir Kaupfélag Þingeyinga og fékk umbúðaverðlaun iðnaðarins árið 1996 fyrir sémmbúðir fyrir Húsavíkurhangikjöt. Þá er nýkomin út bók um íslenska hvali sem hann hefur unnið að ásamt sr. Sigurði Ægissyni og Jóni Baldri Hlíðberg. Jón segir að verkefnin komi ekki hlaupandi heldur þurfi að róa eftir mörgu. Áður gerði hann auglýsingar fyrir sjónvarp en hefur minnkað það mikið. Heimildamynd í samstarfi við Saga Film „Myndin um Laxá í Áðaldal á að klárast um miðjan næsta vetur. Það vantar inn í ákveðin „vetrarskot“ sem komu ekki í vetur. Ég ætlaði undir ísinn með vélina, en í þau skipti sem þetta átti að gerast var svo ofboðslega kalt og rafhlöðumar kláruðust á þremur kortemm. Svo mistókst hjá mér að mynda seiðin og þarf að gera aftur. Mikið af sumarefninu er komið en enn vantar mikið og það mun ég klára í sumar. Þá er og eftir að taka vormyndir af silungsveiðinni o.fl. Einnig heimsækja hitt og þetta fólk sem tengist ánni og því sem þar er að gerast. Myndimar tek ég einn en meðframleiðandinn er Saga Film.“ Heilbrigt umhverfi Jón Ásgeir og Guðrún Lilja em liðtæk í foreldrafélagi Hafralækjarskóla en þar er verið að setja upp söngleikinn Oliver Twist. Jón fékk það hlutverk að vinna auglýsingaskilti með bömunum og tók leikskrána að sér, en Guðrún aðstoðar við förðun. Hann segir að í þessari vinnu hafi vaknað margar spumingar og öll viti krakkamir hvað tölvur séu. Kannski geri þau sér grein fyrir þessum möguleika að búa hér á svæðinu þegar þau hafa sótt sér menntun hérlendis eða erlendis. Jón segir að ef eitthvað sé óheilbrigt þá sé það flutningar fólks til Reykjavíkur sem sé slæmur fyrir byggðalögin og slæmur fyrir þjóðarbúið. Kennari í myndlistarskóla Jón hefur verið að kenna í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þar kennir hann í auglýsingadeildinni og fer kennslan fram í gegnum tölvu. Nemendumir sitja inn á Akureyri við sín tæki en Jón við sína tölvu heima í Staðarhrauni. Jón reynir að skapa alvöm vinnuumhverfi þar sem nemandinn þarf að glíma sjálfur við verkefnin og eftir að verkefnagerð hefur farið fram er farið yfir þau á netinu. Þetta hefur tekist mjög vel og ferðir milli Aðaldals og Akureyrar urðu óþarfar. Ferðamannafrystihús og gamlar byggingar Verkefnin virðast óþrjótandi og alltaf bætist nýtt við enda er Jón Ásgeir bókaður langt fram eftir næsta sumri. Hann sá um hönnun á ferðamannafrystihúsi á Húsavík í fyrra og teiknaði upp aðstöðu þá þar sem tekið er á móti þeim. Hann hefur og teiknað Gamla Bauk að innan sem er hús í endurbyggingu neðan við Bakkann á Húsavík. Þá vinnur hann að hugmyndum um framtíð Gömlu Kaupfélagshúsanna sem byggð voru í lok síðustu aldar. Svo vill hann gera safn um sögu Laxár í gömlu veiðiheimili og auka við safnið á Grenjaðarstað. Svona er að hafa gaman af lífinu. i X

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.