Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. apríl 1998 Bœndablaðið 13 ÖRMERKING HROSSA Samkvæmt nýjum reglugerðarákvæðum um örmerkingar hrossa hefur Bændasamtökum íslands verið falið að veita leyfi til örmerkinga og hafa umsjón með framkvæmd þeirra. Þeir sem óska eftir að fá leyfi til að örmerkja hross skulu senda skriflega umsókn til Ólafs R. Dýrmundssonar, Bændasamtökum íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Lögð verður rík áhersla á að þeir einir setji örmerki í hross sem hafa til þess kunnáttu og fylgja samræmdum reglum um merkingarstað og skráningu gripsins. Bændasamtök íslands mæla eindregið með örmerkingum hrossa en minna jafnframt á að hún er til lítils nema skráningin sé tekin föstum tökum. llirMIII BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS ) I||l Búfjáreftirlit og hrossarækt iílö Bændahöliinni v/Hagatorg, M Netfang: bi@bi.bondi.is Sími 563 0300, fax 562 3058 Síðasta rekstrarár Stofnlánadeildar SíOasli Mkningurinn sýnir 99 millj. hagnaO Júgurbólga hjá fyrsta kólfskvígum Samkvæmt ársreikningi Stofn- lánadeildar landbúnaðarins nam hagnaður ársins 99 millj. kr. en hagnaðurinn var 169 millj. kr. árið áður. Hrein vaxtagjöld deildarinnar, það er vaxtatekjur að frádregnum vaxtagjöldum, námu 85 millj. kr. en árið 1996 námu þau 96 millj. kr. Aðrar rekstrartekjur námu 362 millj. kr. Framlag í afskriftareikning var 37 millj. kr. á árinu 1997 en það nam 30 millj. kr. árið áður. Hagnaður ársins svarar til þess að arðsemi eigin fjár deildarinnar hafi verið 4,2% á árinu 1997, en hún var 7,9% árið áður. Samkvæmt efnahagsreikningi hafa útlán deildarinnar aukist um 1,1% frá árinu áður en lántaka hef- ur aukist um 3,8% á sama tíma. Eigin fé deildarinnar í árslok nemur 2.476 millj. kr. eða 22,7% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Eigin fjárhlutfall, CAD-hlutfall, í árslok nemur 23,4% og hefur hækkað um 1,1% á árinu. Árið 1997 var síðasta rekstrar- ár Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins og ársreikningur ársins 1997 því síðasti ársreikningur deildar- innar. Þann 1. janúar 1998 tók Lánasjóður landbúnaðarins við öllum eignum, réttindum, skuldum og skuldbindingum Stofnlána- deildar landbúnaðarins og féllu þá úr gildi lög nr. 45/1971 um Stofn- lánadeild landbúnaðarins, land- nám, ræktun og byggingar í sveit- um, með síðari breytingum. Um Lánasjóð landbúnaðarins gilda lög nr. 68/1997 um Lánasjóð land- búnaðarins. Auður Lilja Arnþórsdóttir, dýra- læknlr |úgurs|úkdóma, Hvanneyri. Uppeldi á kvígum er ein mikil- vægasta undirstaða góðrar afkomu kúabúa. Gott uppeldi tryggir að kýmar geti gefið af sér það sem þær frá náttúrunnar hendi em hæfar til. Uppeldið hefur áhrif á frjósemi, nyt og heilbrigði kúnna seinna á lífsleiðinni og þá ekki síst júgurheilbrigði. Eftirlit með kvíg- unum fyrir og eftir burð getur einnig haft afgerandi áhrif á fram- tíð þeirra sem mjólkurkúa. Uppeldi Til að koma í veg fyrir sjúk- dóma, þ.m.t. júgurbólgu em rétt fóðrun og góður aðbúnaður lykil- atriði. Við vanfóðmn skerðist vöxtur og kynþroska seinkar. Of- fóðmn hefur neikvæð áhrif á þroska júgursins og frjósemi. Slæm uppeldisaðstaða hefur nei- kvæð áhrif á bæði líkamlegan og félagslegan þroska kvígnanna. Þá er meiri hætta á að gripimir fari að sjúga hver annan og lélegur að- búnaður veldur almennt meiri streitu, sem hefur neikvæð áhrif m.a. á skapferli og heilsu. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að skortur á seleni, A- og E-víta- mínum dregur úr mótstöðu kúnna gegn sýkingum. Æskilegt er að tryggja að kvígur fái nægjanlegt magn af þessum efnum t.d. með fiskimjöli eða hæfilegri kjamfóð- urgjöf. Rétt er að benda á mjög góða umfjöllun um umhverfi naut- gripa (þ.m.t. ungviðis), kálfahirðu og uppeldi á kvígum í bókinni Hraustar kýr, sem Sveinn Guð- mundsson dýralæknir gaf út 1996. Júgurbólga. Samkvæmt könnun sem Jó- hann B. Magnússon gerði í Borg- arfirði og á Suðurlandi árið 1994, reyndust 17,9% kvígna vera með júgurbólgu við 1. burð og 8,4% með ónýtt júgur eða júgurhluta. Það er því ljóst að þetta er vanda- mál sem margir bændur eiga við að glíma og veldur miklu tjóni. Erlendar rannsóknir á spena- sýnum frá kvígum fyrir og eftir burð hafa sýnt að kvígumar sýkjast oft á tíðum nokkmm vikum fyrir burð en þá oftast af bakteríum, sem líta má á sem hluta af eðlilegri bakteríuflóm húðar- innar (t.d. kóagúlasa neikvæðir stafylokokkar) en sem geta í sum- um tilfellum valdið júgurbólgu. Það hefur einnig komið í ljós að slík sýking fyrir burð eykur hættu á sýkingu af völdum alvarlegri júgurbólgubaktería (t.d. Staphyl- ococcus aureus) eftir burð. Það er því mjög mikilvægt að aðbúnaður kvígnanna síðustu vikumar fyrir burð sé góður og umhverfið hreint og þurrt. Hættan á að 1. kálfs kvígur fái júgurbólgu er meiri eftir því sem meira er um júgurbólgu í viðkom- andi fjósi. Þannig að allar aðgerðir til að koma í veg fyrir júgurbólgu almennt, stuðla um leið að því að draga úr tíðni júgurbólgu hjá kvígunum. En auk slíkra aðgerða er nauðsynlegt að huga sérstaklega að kvígunum. Oft er mikill stálmi í júgmm kvígna eftir burð vegna lélegs blóðstreymis. Júgur og spenar em þá mjög viðkvæm. Það er því mikilvægt að fara vel að kvígunum og vanda til mjalta. Mjög mikil- vægt er að nota rétt stilltan mjalta- búnað og sem hæfir kvígunum (ath. t.d. stærð spenagúmmía). Fyrst eftir burð er hringvöðv- inn sem dregur saman spenaopið oft nokkuð slappur. Spenaopið lokast því hægt og jafnvel aldrei alveg á milli mjalta. Leið sýklanna inn um spenaopið er þá greið. Það er því sérstaklega brýnt að huga að smitvömum á þessu stigi (sótt- hreinsun spena, hreinn og þurr bás o.s.frv.). Eftirlit. Mikilvægt er að uppgötva júgurbólgu á byijunarstigi. Líkur á árangri meðhöndlunar aukast eftir því sem fyrr er gripið til við- eigandi aðgerða. Lykillinn að þessum þætti er eftirlit: 1. Metið kvíguna í heild sinni. Þrífst hún vel? Lítur hún út jyrir að vera heilbrigð? 2. Fylgist með júgrinu: -Frá 30 dögum fyrir burð er œskilegt að þreifa á júgrinu a.m.k. 2 sinnum í viku. -Frá 2 vikum fyrir burð er œskilegt að þreifa á júgrinu a.m.k. einu sinni á dag og smyrja það með júgurfeiti. Þessi daglega meðhöndlun venur kvíguna við snertingu og er því góður undirbúningur fyrir mjaltir síðar. Hún eykur einnig blóðstreymi til júgursins og breyt- ingar í júgurvefnum uppgötvast á byrjunarstigi. Vakni grunur um júgurbólgu má mjólka út nokkra boga og meta hvort mjólkin/vökvinn líti eðlilega út (best er að gera það með því að bera saman mjólk/vökva frá hinum júgurhlutunum). Óhætt er að gera þetta í hófi ef spenamir em sótt- hreinsaðir á eftir með spenadýfu/- úða. Eftir burð er einnig mikilvægt að þreifa á júgrinu og meta mjólk- ina. Æskilegt er að nota skála- prófið á hverjum degi fyrstu 14 dagana eftir burð. Munur á útliti mjólkurinnar á milli einstakra júgurhluta getur verið vísbending um júgurbólgu. Hafið samband við dýralækni um leið og grunur vaknar um júgurbólgu því það getur ráðið úrslitum að kvígan fái strax rétta meðhöndlun. Hev- skerar Heyskeri - margreyndur á íslandi til fjölda ára. Búvélar ehf Malarhöfða 2 112 Reykjavík Sími 587 7600, fax 587 7611 Skákmenn og bændur í Skjöldólfsstaða- skóla á Jökuldal! í Skjöldólfsstaðaskóla eru 19 hressir krakkar af Jökuldalnum á aldrinum 6 til 13 ára. Vegna fámennisins er aðeins kennt í tveim deildum, 1- 4 bekkur og 5 -7 bekkur. Þegar blaðamaður Bbl. leit við var eldri deildin í óða önn að stúdera bæði ensku og skák. Yngri deildin var í fríi þennan dag. Sverrir Kristjánsson, skólastjóri, hefur þjálfað upp marga skákmenn þar sem hann hefur komið við, t.d. í Kársnesskóla. Skákáhuginn er mikill og láta krakkarnir sér ekki nægja að tefla hvert við annað, heldur tefla þau Iíka í gegnum Internetið við krakka í Ástralíu. Við skólann er heimavist og eru krakkarnir mislengi á vistinni eftir aldri. Allir eru þeir með skauta í farteskinu og stunda þá af kappi. Krakkarnir hafa greinilega áhuga á fleiru en skák því að meirihluti krakkanna sagðist vilja verða bændur þegar þau yrðu stór. Fari svo, þarf ekki að kvíða framtíðinni á Jökuldalnum. í skólanum er mikil heilsuefling og allir stefna að hæfllegri þyngd. En eins og annarsstaðar eru sumir of þungir en aðrir of léttir. Árangurinn er reyndar illmælanlegur á venjulega vigt því að það er lundin sem hefur lést mest. Krakkarnir eru duglegir á skautum og hér má sjá þau fyrir utan skólann sinn. F.v. Eyþór Stefánsson, Hnefilsdal, Perlu Sigurðardóttir, Mælivöllum, Steinunni Sigurðardóttur, Vaðbrekku, Agnar Benediktsson, Hofteigi, Sævar Jóhannesson, Giljum og Lindu Björk Kjartansdóttur frá Teigaseli I. Á sleðunum eru Birkir Óli Kjartansson, Teigaseli I og Óli Stefánsson, Merki. Skákin er mjög vinsæl og á myndinni til vinstri taka þau Óli Stefánsson frá Merki og Linda Björk Kjartansdóttir frá Teigaseli I eina létta skák.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.