Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 21. april 1998 Bœndablaðið 25 Danmörk Tvö stón kalkúnabú sknrin niður Fj árvog Elektrónískur stafaskjár með endur- hleðslurafhlöðum, hleðslutæki fylgir. Auðvelt íyrir einn mann að vigta. Vigtar: 150 kg. (hámark) Utanmál: 139x72x115 cm Innanmál: 133x48x83 cm Þyngd: 58 kg. Dekk: 8" (þvermál) Nákvæmni: 0,2% ffávik Borgartúni 26, Reykjavík Sími 535 9000 Fax 535 9040 Dagbikli Fyrir skömmu kom upp alvar- legur vírussjúkdómur á tveimur stórum kalkúnabúum á Sjálandi, Danmörku. í Ijós kom að um var að ræða hina s.k. Newcastle veiki (New- castle disease, NCD), sem er ein skæðasta vírusfarsótt sem herjar á alifuglarækt í heimin- um í dag. Newcastle veikin hefur nokkur stig sjúkdóms- einkenna; allt frá minnkandi eggjaframleiðslu og upp í mjög háa dánartíðni, allt eftir því hve alvarlegt smitið er á hvegum stað. A Norðurlöndunum er bannað að bólusetja fugla gegn þessari veiki og því hefur verið brugðist ákaflega hart við, er hún hefur náð að skjóta sér niður. Báðir bæimir voru því settir umsvifalaust í ein- angrun og allir kalkúnamir af- lífaðir, enda hætta á að sjúk- dómurinn geti breiðst hratt út. Ekki er vitað hvemig vímsinn barst á þessa bæi, en vírusinn getur borist bæði með lifandi fuglum sem og afurðum þeirra. Að sögn Yding Sörensen, starfsmanns Danskra alifuglarækt- enda, em það mikil vonbrigði fyrir danska alifuglaræktendur að þessi farsótt hafi komið upp núna. New- castle veikin hafi síðast komið upp fyrir tveimur ámm og þá hafi reglur verið hertar. Þrátt fyrir alvarleika ástandsins, telur hann þó lán í óláni að þar sem veikin kom upp, liggi ekki margir aðrir bæir nálægt, svo að von er til þess að vírusinn berist ekki víðar. Þetta er alvarlegasta tilfelli af Newcastle veikinni í Danmörku til þessa. Þrátt fyrir strangar reglur á Norðurlöndunum hefur Newcastle veikin komið upp með reglulegu millibili. Árið 1996 kom veikin upp í Noregi, en versta tilfelli síðara ára á Norðurlöndunum kom upp í Svíþjóð árið 1995. Þá vom rúmlega 300.000 fuglar á Skáni af- lífaðir og rúmlega einni milljón eggja eytt. Rétt er að taka það fram að þrátt fyrir að vímsinn geti smitast með lifandi fuglum, sem og afurð- um þeirra, þá stafar mönnum engin hætta af þessum sjúkdómi. Strútaeldi á uppleið Framleiðsla í Danmörku á strútakjöti er hægt og bítandi að aukast og í ár verða u.þ.b. 5 þúsund dýr leidd til slátrunar. A næsta ári er gert ráð fyrir að rúm- lega 20 þúsund dýr komi til slátrunar. Við slátmn er miðað við 100 kg. lífþunga og tekur um eitt ár fyrir strútana að ná slíkri þyngd. í dag em strútar á 3-400 bæjum, en flestir stunda strútarækt sem aukabúgrein. Meðalfjöldi kynbótagripa er um 10 á hverjum bæ, svo að heildarljöldi er um 3-4 þúsund stykki. Verð á strútakjöti hefur verið fallandi á Evrópumarkaði undan- farið og fæst nú álíka mikið fyrir það og nautakjöt. Þó hafa hvergi verið söluvandræði með kjötið, enda er það bæði með lítið inni- hald af fitu og kólesteróli - sem sumum þykir víst eftirsóknarvert. RALA - erindi Fræðsluerindi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Keldnaholti. Síðasta erindi vetrarins verður 7. maí kl.10:00. Ólafur G. Arnalds flytur erindi sem hann nefnir Sandfok. Búnaðarsamband Eyjafjarðar Aðalfundur BSE verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl í Fiðlaranum, Skipagötu 14, 3. hæð. Fundurinn hefst kl. 10. Sauðfjárbændur Eyjafirði Aðalfundur Félags sauðfjárbænda yið Eyjafjörð verður haldinn í íslandsbænum við Blómaskálann Vin föstudaginn 24. apríl og hefst fundur kl. 20:30. Gestur fundarins er Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Búnaðarsamband S.-Þing. Aðalfundur Búnaðarsambands S- Þingeyinga verður haldinn að Ýdölum föstudaginn 24 apríl og hefst kl. 10.f.h. Þeir sem vilja leggja mál fyrir fundinn hafi samband við Ragnar Þorsteinsson s. 464-3592" Búnaðarsamband Suðurlands Aðalfundur Búnaðarsambands Næstkomandi föstudag kl. 16 verður haldinn stofnfundur fé- lags eigenda og áhugamanna um íslensku hænuna. Fundur- inn verður í fundarsal Rann- sóknastofnunar landbúnaðar- ins á Keldnaholti. Markmið væntanlegs félags er að stuðla að vemdun og viðhaldi íslenska hænsnastofnsins og áframhaldandi útbreiðslu hans sem víðast um landið. Suðurlands verður haldinn hinn 30. apríl í Fossbúð, A.-Eyjafjallahreppi. Fundurinn hefst kl. 11. Mánudagserindi Búvfsindadeildar á Hvanneyri 27. apríl kl. 15:00 flytur Sigurjón Bláfeld erindi um tilraunir í loðdýrarækt á Hvanneyri. Næstu námskeið í Garðyrkjuskólanum Bændaskógrækt - skjólbeltarækt. Námskeiðið verður haldið laugar- daginn 25. apríl frá kl. 10:00 til 16:00 í Brautarholti á Skeiðum. Landgræðsla og skógrækt á rýru landi. Um tvö námskeið verður að ræða. Það fyrra verður haldið laugardaginn 9. maí frá kl. 09:00 til 17:00 í húsnæði Landgræðslusjóðs, Suðurhlíð 38 ( Reykjavík. Ekki er búið að tímasetja seinna námskeiðið en það verður haldið í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Tilkynningar í dagbók óskast sendar blaðinu ekki síðar en á hádegi fimmtudag fyrir útkomu blaðsins. Faxið er 552 3855 og netfang ath@bi.bondi.is Á fundinum verða kynntar niðurstöður könnunar á stofnstærð og dreifingu íslenska hænsna- stofnsins. Þá verða kynnt drög að lögum félagsins; þau rædd og af- greidd. Kosin verður stjóm og varastjóm og að lokum efnt til almennra umræðna. Áhugasamir, sem ekki komast á fundinn, em hvattir til að hafa samband við Hallgrím Sv. Sveins- son á Rala í síma 557 1010. Flutningskassar Hjólakvíslar G. SKAPTASON & CO. SÍMI 577 2770 TUNGUHÁLSI 5 REYKJAVÍK Orðsending til bænda, búnaðarsambanda og dýralækna vegna flutnings á líffé milli varnarhólfa haustið 1998 (geymið þessa auglýsingu) Bændur, sem vilja kaupa líflömb vegna fjárskipta á komandi hausti þurfa að senda yfirdýralækni skriflega pöntun fyrir 31. júlí 1998. Þeir koma einir til greina, sem fengið hafa úttektarvottorð héraðsdýra- læknis um að lokið sé fullnaðarsótthreinsun og frágangi húsa, um- hverfis og annars, sem sótthreinsa átti. Ákveðið hefur verið að bæta við sótthreinsun og maurahreinsun. Merkingarskylda verður á nýjum stofni. Sami frestur gildir fyrir þá, sem óska þess að fá keypt hrútlömb til kynbóta á ósýktum svæðum vegna vandkvæða á að nota sæðingar eða vegna arrarra gildra ástæðna. Þeir skulu fá umsögn héraðs- dýralæknis um það efni og senda pöntun sína með milligöngu við- komandi búnaðarsambands. Að gefnu tilefni er áréttað, að flutningur á sauðfé og geitum milli varnarhólfa (yfir varnarlínur) er stranglega bannaður án leyfis yfir- dýralæknis. Á svæðum þar sem riðuveiki eða aðrir alvarlegir smitsjúkdómar gætu leynst er varað við allri fjárverslun þ.m.t. kaupum og sölu á líf- hrútum milli bæja. Héraðsdýralæknir gefur nánari upplýsingar um heilbrigðisástand í sínu umdæmi. Umsóknum verður svarað fyrir ágústlok. Leyfi ræðst af heilsufari fjár á sölusvæðinu, þegar kemur að flutningi hverju sinni. Embætti yfirdýralæknis Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík Sími: 5609750-56-9075 Stofnfundur felags eigenda og áhugamanna um íslensku hænuna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.