Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 12
II 12 Bœndablaðið Þriðjudagur 21. apríl 1998 Notaðir 40 feta þurrgámar og frystigámar á góðu verði 1-1 - /Jr IvV H w/%* f m b' ' ¥ V - -4 1 í wmt < Gámur er góð geymsla sem getur fallið vel að umhverfinu Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymsluvandamálum, t.d. fyrir byggingas- tarfsemi, fiskverkendur, flutningabflstjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfssemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli eða sem skjól fyrir hross. Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið. Það er hægt að fella þá inn í landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemmri tíma. ' ‘k'\ ] 11 H AFNARBAKKI V/Suðurhöfnina, Hafnarfirði sími 565 2733, fax 565 2735 Námskeiösgestir á verkstjórnarnámskeiðnu, sem var haldið 31. mars í Garðyrkjuskólanum, ásamt Hansínu B. Einarsdóttur leiðbeinanda, sem er önnurtil hægri á myndinni. Verkstjórn í græna geiranum Jarðabótaframlög Björn Halldórsson, Valþjófsstöðum, N.-Þingeyjarsýslu. I Bændablaðinu þriðjudaginn 17. mars 1998 er skýrsla Ara Teitssonar frá upphafi Búnaðar- þings. Þar kemur fram að stjóm BI og LS eru búnar að semja við landbúnaðar- og fjármálaráðherra um jarðabótaframlög og að greiða ekki nema 30 til 40% af óupp- gerðum framlögum áranna 1992- 1997. BI „hagsmunasamtök" bænda benda einstökum bændum á, að réttur þeirra sé óljós skv. lög- fræðiáliti sem BI létu gera, en þeir geti hver og einn farið í málssókn vegna ógreiddra jarðabótafram- laga. Ef BI eru hagsmunasamtök bænda, af hverju létu þau ekki á það reyna og vörðu rétt sinna fé- lagsmanna fyrir dómi? Til hvers em hagsmunasamtök bænda, ef Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi bauð upp á tvö námskeið nýverið, sem nefndust; ekki til þess að sjá um að lög séu ekki brotin á bændum? Ef það hefur staðið lengi til að brjóta lögin um jarðabætur, af hverju var þeim ekki breytt? Er það geð- þóttaákvörðun ríkisstjóma hverju sinni, hvort farið skuli að lögum, eða samið við umbióðendur þeirra sem lögin eiga við? Rétt er að hafa það í huga að þetta gerist nú í „góðærinu" og á meðan nefndir f málefnum land- búnaðar em að fá tugi milljóna á fáum ámm og það jafnvel stundum talið stuðningur við bændur! Mér sýnast „hagsmunasamtök“ bænda með þessum samningi vera að hjálpa ríkisvaldinu að brióta lög um jarðabætur. verkstjóm í „græna geiranum“. Upphaflega stóð til að halda einungis eitt námskeið en sökum mikillar þátttöku urðu þau tvö. Námskeiðin vom haldinn 30. og 31. mars sl. í skólanum en þau sóttu rúmlega 40 manns. Leið- beinendur vom Hansína B. Einars- dóttir og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir frá fyrirtækinu Skref fyrir Skref í Reykjavík, ásamt Gísla Rúnari Sveinssyni frá Vinnueftirliti Ríkisins á Suðurlandi. Á námskeiðinu var m.a. fjallað um nýja stjómunar- Smáauglýsingar Sími 563 !3_ 0300 Rannsúknir n nsiandi hrnssahaga Ásrún Elmarsdóttir og Borgþór Magnússon, RALA. Frá árinu 1993 hefur verið í gangi verkefni Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins og Landgræðslu rikisins um mat á ástandi hrossahaga. Þróuð var einföld og fljótvirk aðferð til að meta ástand hrossahaga og vorið 1997 var gefinn út bæklingur sem lýsir þessari aðferð. Bæklingnum var dreift um sveitir landsins og inni- hald hans er á alnetinu (http://www.rala.is/umhvd/hhagar) Eitt af markmiðum verk- efnisins var að koma á fót kerfi til að fylgjast á nákvæman hátt með ástandi hrossahaga og breytingum á því til lengri tíma. Á síðastliðnu sumri hófst þessi hluti verkefnis- ins. Komið var upp fimmtíu stöðvum í högum í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Bæði var um að ræða einka- og sameiginleg beitarlönd sem ætti að endur- spegla þær ólíku aðstæður sem fyrir hendi eru. Á komandi sumri er ætlunin að bæta við sama fjölda stöðva í Eyjafirði og á Suðurlandi. Til að staðsetja hverja stöð eru notuð GPS-staðsetningartæki og reknir niður þrír hælar sem af- marka hverja stöð. Þessar að- gerðir ættu að tryggja að seinna meir verði hægt að finna stöðvamar og leggja þær út á nákvæmlega sama stað til endurmælinga. Á hverri stöð eru skráðar almennar upplýsingar um aðstæður og gerðar mælingar á gróður- og jarðvegsþáttum. Má þar nefna landhalla, jarðvegsgerð, landgerð og upplýsingar um landnýtingu. Mældir eru þættir eins og þekja rofdíla, sinu og háplantna. Einnig er svarðhæð mæld og skráðar þær plöntu- tegundir sem bera ummerki WgÍllfl •. v Bjarni Maronsson og Ásrún Elmarsdóttir við úttekt á landi í Kolbeinsdal I Skagafirði sumarið 1997. beitar. Uppskerumagn er vegið svo og magn kolefnis og köfnun- arefnis í jarðvegi og sýrustig hans. Með þessu móti fást grunnupp- lýsingar um ástand haganna sem hægt verður að nýta til að meta breytingar á ástandi þegar stöðvar hafa verið endurmældar að einhverjum tíma liðnum. Þessi þekking mun nýtast eigendum lands til að meta beitarþol þess og styðja eftirlits- og leiðbeiningar- starf í framtíðinni. Til að halda utan um allar þær upplýsingar sem fást í rannsókn- inni er nú unnið að gerð gagna- grunns. Tölvuforritið Microsoft Access er notað til þess. Al- mennum upplýsingum, niður- stöðum og ljósmyndum af hverri stöð er haldið tengdum saman. Á einfaldan og aðgengilegan hátt er síðan hægt að kalla fram þær upp- lýsingar sem þörf er á í hvert skipti. Á næstu vikum verða fyrstu niðurstöður sendar til við- komandi bænda. hætti, þátttöku starfsmanna, kröfur til starfsmanna, helstu hlutverk stjómanda, fyrirmynd, virðingu og sveigjanleika, vald- og verkefna- dreifingu, stjómunarstíl og þátttak- endur unnu nokkur verkefni. Gísli fjallaði um öryggisbúnað á vinnu- stöðum og kynnti helstu hlutverk Vinnueftirlits ríksins. Þátttakendur á báðum nám- skeiðunum vom mjög ánægðir að þeim loknum og em tilbúnir til að takast á við verkstjóm í „græna geiranum" í sumar. Sunnlenskir sauðfjárbændur skipdr afar miklu máli „Vorið er að nálgast og vor- verkin taka þá við. Það em ýmis verk sem gott væri að ljúka fyrir vorið og þar má nefna að ljúka frágangi á fjárbókinni fyrir árið 1997 og senda til Bændasamtaka Islands. Nú þegar hafa 45 sauð- fjárbændur sent fjárbókina til BÍ en undanfarin ár hafa um 180 bændur tekið þátt í skýrslu- haldinu,“ segir í frétt sem Fanney Ólöf Lámsdóttir, ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands, ritar og birtist í Fréttabréfi búnað- arsambandsins. „Þátttaka sunnlenskra bænda í skýrsluhaldi sauðfjárræktarfélag- anna er mun lakari en gerist annars staðar á landinu en þetta er nokkuð misjafnt eftir hreppum. Hlutfallsleg þátttaka í skýrsluhaldi á landinu er um 38% en mun minni á Suðurlandi. I Vestur- Skaftafellssýslu er þáttaka rúm 30%, í Ámessýslu tæp 30% og í Rangárvallasýslu er þátttaka um 15%. Við Sunnlendingar þurfum að bæta úr þessu. Ein af forsendum þess að hægt sé að stunda markvissar kynbætur á sauðfé er að vera í skýrsluhaldi. Upplýsingar um ýmsa mikilvæga eiginleika er að finna í skýrslu- haldinu, svo sem um frjósemi og afurðasemi áa. Með nýja kjötmatinu, sem tekið hefur gildi, er enn mikil- vægara fyrir bændur að huga að kynbótum á sauðfénu og skýrslu- haldið er einn liðurinn í því. Þeir bændur sem ekki em í skýrsluhaldi em hvattir til að kynna sér það - annað hvort hjá formönnum sauðfjárræktarfélag- anna, sem starfa í flestum hrepp- um á Suðurlandi, eða hjá búnaðar- sambandinu."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.