Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið Þriðjudagur 21. aprú 1998 BændaMaðið cc > Ui cc u. Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími: 5630300 Fax á aðaiskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: ath@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Jórunn Svavarsdóttir Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.353 eintök (miðað við 18. janúar 1998) í dreifingu hjá Pósti og síma. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3200 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621 Ritstjórnargrein Sínum augum lítur hver á silfrið Landbúnaðurinn hefur sætt miklum breytingum á undanföm- um árum og kemur þar margt til bæði, af innlendum og erlendum toga. A fundi formanna norrænna bændasamtaka sem haldinn var í Visby á Gotlandi 1. apríl sl. var m.a. rætt um næstu lotu WTO samninga og þau viðhorf sem þar em uppi. Norrænir bændur vom sammála um að verði að taka tillit til landfræðilegra fram- leiðsluaðstæðna og byggðaþróunar. Einnig að þar þurfi að gefa fjölskyldubúunum möguleika. Hins vegar verði líka að horfast í augu við að takist ekki að lækka fram- leiðslu- og vinnslukostnað norrænna land- búnaðarvara í takt við þróun í þeim efnum hjá öðmm þjóðum mun samkeppnishæfnin skerðast og innflutningur búvara vaxa. Stækkun Evrópusambandsins í austur og vannýttir möguleikar landbúnaðar í Austur- Evrópu gætu einnig ógnað landbúnaði Norðurlanda enn frekar. Þetta er harður boðskapur fyrir íslenska bændur sem hafa horft á tekjur sínar rýma á undanförnum ámm og þurfa fremur á því að halda að fá hærra verð fyrir sína framleiðslu en glíma við áframhaldandi kröfur um verðlækkanir. Þeim hlýtur þó að vera nauðsynlegt að fá fregnir af hinni raunvemlegu alþjóðaumræðu um búvömviðsldpti sem bændur því miður ráða litlu um. Stöðug þróun í átt til stærri eininga í úrvinnslu búvara og lægri vinnslukostnaður því samfara er nokkuð sem sést glöggt sé litið til okkar nágranna. Þessi þróun hlýtur að vera umhugsunar- efni forráðamanna afurðastöðva, ekki síst þeirra sem hingað til hafa litið á sína afurðameðferð sem hluta af sjálfstæði við- komandi héraðs og eldd endilega lagt megináherslu á aukna hag- kvæmni. Aukin samþjöppun á smásölumarkaði og afnám opin- berrar verðlagningar flestra landbúnaðarvara kallar einnig á öflugri einingar í afurðavinnslunni og þrengir enn möguleika af- urðastöðvanna til héraðsbundins sjálfstæðis. Forráðamenn afurðastöðvanna, kjömir og ráðnir, verða að vega og meta þá þróun sem við blasir, bæði á innlendum vett- vangi og erlendum með framtíðarhagsmuni búvöruframleiðenda að leiðarljósi. Bændur þurfa einnig að mæta fyrirsjáanlegri þróun með aukinni þekkingu og nákvæmni í rekstri. Þar hlýtur leiðbeiningarþjónustan að gegna mikilvægu hlut- verki. Hlutur stjómvalda í mótun landbúnaðarstefnu, sem er í hæfi- legum takti við alþjóðaviðhorf, er heldur ekki vandalaus. Ljóst má vera af framansögðu að horft er á landbúnaðinn frá mismunandi sjónarhomi og margt er óljóst varðandi framtíð hans. Væntanlega gildir þó hér hið fomkveðna að „framtíðin er þeirra sem búa sig undir hana.“ í þvi samnmgaferli Ari Teitsson, formaður Bœndasamtaka íslands. íslenskt sauðfé í Vesturheimi Fínulli frá Svínafelli I á kanadískri grund. Móbotnóttur gemlingur á 140 púsund krónur! íslenskt sauðfé er að nema land í Vesturheimi og fyrir því stendur Stefanía Sveinbjamardóttir sem býr í Kanada. Árið 1985 flutti hún út tíu ær og tvo hrúta og árið 1990 flutti hún út 74 fjár. Allt íslenskt fé í Ameríku er frá henni komið en það er um 500 til 800 vetrarfóðraðar kindur. Eftirspumin er mjög mikil og nánast allar gimbrar em seldar til lífs. Hjá Stefaníu em öll litaafbrigði sem finnast í íslensku sauðfé nema grábotnótt. Fólk sækist eftir litunum auk þess hversu mannelskar kindumar geta verið. Fyrsta móbotnótta gimbrin, sem fæddist í Norður- Ameríku var seld í sumar sem leið fyrir 2.000 bandaríska dollara og önnur flekkótt var seld fyrir svipaða upphæð. Fólk á ekki að venjast svona litum enda halda margir að svörtu og mórauðu hrútamir séu bimir..... í vetur er Stefanía með 110 ær og 24 gemlinga og mjög mikið af hrútum til þess að forðast skyld- leikarækt eins og hægt er. Síðast- liðið ár seldi hún rúmlega 100 gimbrar til lífs, nánast allar til Bandaríkjanna. Verðið hjá henni er um 900 kanadískir dollarar fyrir einlitt hvítt og einlitt svart lamb en eitthvað hærra fyrir mórautt og aðra sérstaka liti. Það má flokka sauðfé í kjötfé, ullarfé, mjólkurfé, skrautkindur og gælukindur. Skrautkindur, sem dæmi, eru fyrir fólk sem rekur gistiheimili og er með nokkrar kindur í garðinum til að laða að fólk. Gælukindur eru þær sem fjölskyldan gælir við eins og hundinn. Um 90% af lömbum sem er slátrað eru hrútar. Stefnt er að útflutningi á sæði frá sæðing- arstöð Búnaðarsam- fS bands Suðurlands fyrir næstu fengi- tíð. Búið er að frysta sæði og . verið að fá tilskilin leyfi til inn- flutnings til Banda- ríkjanna. Ef íslenskt sæði er notað í Kanada banna Bandaríkjamenn innflutning úr þeirri hjörð í fimm ár á eftir. „Mér er í raun meinað að nota inn- flutt sæði í mínar kindur en mér er þetta mikið hjartans mál og vil gera allt sem ég get til þess að mínir viðskiptavinir í Bandaríkjun- um geti kynbætt stofninn hjá sér. Mig hefði aldrei grunað í upphafi hve áhuginn er orðinn mikill og hve hratt þetta hefur undið uppá sig. Mín köllun í lífrnu er að kynna íslenskt sauðfé í Vesturheimi, enda erum við Gunnar Bjamason bræðraböm", sagði Stefanía. Mæðivisna, sem er landlæg í Kanada, fannst í fénu árið 1988. Lömbin fæðast ósýkt og ein leiðin til að komast fyrir veikina án niðurskurðar er að taka lömbin frá mæðmm sínum við fæðingu. Það var gert í tvö ár, fyrra árið vom 64 heimalningar en seinna árið 46. Með þessum aðgerðum tókst að útrýma veikinni úr stofninum. Á sama tíma voru fluttar inn 74 kindur frá íslandi. Vegna inn- flutningshafta til Bandaríkjanna varð að halda stofnunum áfram að- skyldum næstu fjögur árin og mátti aðeins selja úr eldri stofnin- um til Bandaríkjanna. „Eg hef sett strangar reglur hjá mér vegna sjúk- dómahættu. Fólk sem kemur til mín til að sjá féð fær stígvél hjá mér og má ekki vera í sömu fötum og það sinnir sínum skepnum í. Eg fer aldrei með mitt fé á sýningar nema eina litla sýningu þar sem ekkert annað sauðfé er og fé sem fer frá mér kemur ekki til baka. Allt féð er skrásett og gefin út upp- runavottorð. Stærsta hjörðin er hjá mér í Kanada, en mjög mikil fjölgun er í Bandaríkjunum. Flestir eru að stækka hjarðimar, nema ég. Eigendumir em tæpur tugur í Kanada en töluvert fleiri í Banda- ríkjunum og fjölgar stöðugt. Flest- ir eiga aðeins örfáar ær en nokkrir hafa stærri hjarðir og em það yfirleitt konur sem reka þau bú“ sagði Stefanía. Flestir sem hafa áhuga á ís- lensku sauðfé vita allt um litaerfðir og þekkja Þokugenið. í haust verð- ur einskonar pílagrímsferð á upp- runaslóðir íslenska fjárins. Eig- endur og áhugamenn munu koma hingað í réttir og fræðast um íslenska sauðfjárrækt. Eigendumir vita nákvæmlega hver for- móðirin var og hvaðan hún kom. Fyrir nokkm var gefin út bamabók fyrir kanadíska skóla þar sem söguhetjan er ís- lenskur hrútur og í næstu bók hittir hann íslenska gimbur. Höfundur- inn er ein af eigendum íslenskra kinda í Kanada.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.