Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 21. apríl 1998 Bcendablaðið 21 fram dýralæknisvottorð við kyn- bótadóma sem mæla með afbrigði- legri jámingu. Því þó botnar hb'fi að sjálfsögðu hófbotni hrossa virka þeir einnig sem þynging og trufla þannig rétt mat við dóm á gang- tegundum, sérstaklega tölti. 8. regla Fyrirkomulag kynbótadóma Dómstörfum verður hagað á sama hátt og gert var á árinu 1997 með eftirfarandi breytingum í ljósi reynslunnar. Dómarar séu þrír og hafi samráð. Þó skal heimilt að færri dómarar starfi á syningum þar sem mjög fá hross eru sýnd (færri en 15 til 20 hross). Fallið verði frá kröfu um notkun minnisbóka og ákvæðum um útreikning meðaltala breytt. Þannig verði það meginregla að dómarar komi sér saman um eina einkunn með samráði en heimilt verði að taka meðaltal í þeim tilvikum þegar dómarar ná ekki samkomulagi. A liðnu sumri (1997) var sú regla viðhöfð að dómarar vom í öllum tilfellum tveir, þetta var gert í spamaðarskyni. Reynsla þeirra sem að dómum störfuðu var að þetta fyrirkomulag gat gengið en jók þó álag á dómara einkum á stórum sýningum. Þar mátti ekkert út af bregða svo ekki sköpuðust vand- ræði, t.d. ef dómari þurfti að víkja úr dómi vegna vanhæfis við dóm á einstaka hrossi, sjá nánar hér á eftir. Einnig er það almennt álit dómara sem fékk víðtækan stuðning á fund- um hestamanna, hrossaræktenda og hrossabænda nú í haust að hinar hefðbundnu þriggja manna dóm- nefndir, þar sem dómarar hafa sam- ráð, séu besta fyrirkomulagið til að tryggja vandaðan dóm. Með því er átt við dóm sem kveðinn er upp eftir rökræður sem leiða til hinnar endanlegu niðurstöðu hveiju sinni. Einnig eru þriggja manna dóm- nefndir best til þess fallnar að skera úr um áhorfsmál (atkvæðagreiðsla), sbr. heimild til útreiknings meðal- tals nái dómarar ekki samkomulagi. Þá ber þess og að geta að í fyrra- sumar (sumarið 1997) þurfti að ráða þuh á yfirlitssýningar en þular- störfin em venjulegast hlutverk for- manns dómnefndar í þriggja manna dómnefhdunum. Þularstörfin em að auki mikilvæg fyrir hrossaræktar- ráðunaut til að koma margháttaðri Úrvinnsla dóma í gegnum bein- tenginu á dómpalli á Gaddstaða- flötum. Það er Hallgrímur Sveinn Sveinsson sem rýnir á skjáinn. fræðslu og leiðbeiningum til skila. A hinn bóginn geta tveir dómarar auðveldlega annað smærri sýningum. Hér á undan var vikið að því að í stöku tilvikum þyrftu dómarar að vrkja úr dómi vegna vanhæfis við dóm á e^staka hrossi. Fyrir mörg- um árum settu dómarar sér sjálfir þá siðareglu að dæma ekki hross sem em þeim á einhvem hátt tengd í gegnum eignarhald eða uppmna eða vegna náins skyldleika eða mægða við ræktanda hrossins eða eiganda þess. Vel er hægt að forðast að shk tengsl séu til staðar á smáum sýningum en afar erfitt á stór- sýningum nema einn dómara geti vikið ffá og tveir dæmt. Rannsóknamiðurstöður ffá síðasta ári leiða að auki í ljós að nú á sér stað afar jákvæð framvinda varðandi kynbætur íslenska hests- ins hér á landi, þ.e. mikil erfðafram- för. Erfðaffamförin helst í hendur við stórhækkað mat á arfgengi nær allra dæmdra eiginleika hrossa hér- lendis. Einungis arfgengi geðslags stendur í stað af eðlilegum ástæðum en arfgengi allra annarra eiginleika hækkar. Arfgengið sem um ræðir er reiknað út ffá dómum frá ámnum 1990 til 1997 og hefur hækkað afar mikið miðað við útreikninga byggða á dómum fyrir þann tíma. Hátt arfgengi á eiginleika er mikil- vægasta forsenda þess að hratt geti miðað í kynbótum á honum og hátt arfgengi næst ekki nema vel takist til við dómana. Mikilvægasta for- senda hinnar miklu hækkunar sem náðst hefur á arfgengi eiginleika ís- lenska hestsins hér innanlands er sú stóraukna teygni einkunnagjafar sem mtt var til rúms í íslenskum kynbótadómum árið 1990 og hefur verið haldið allar götur síðan að undanteknu árinu 1996 en tókst að endurheimta 1997. Samráð er einmitt mikilvægasta forsenda þess að takast megi að halda uppi teygni í einkunnagjöfinni. Það sýndi sig t.d. berlega í tölffæðilegri greiningu á kynbótadómum frá 1996 miðað við árin 1990 til 1995, sjá grein um efnið í þriðja hefti Hrossaræktarinn- ar 1996. Með samráði ná dómarar einmitt að rökræða sig fram til þess að nota einkunnakvarðann á afger- andi hátt og samráðið minnkar um leið hættuna á mistökum því betur sjá augu en auga. í 1. töflu hér til hliðar koma ffam meðaltöl og meðalfrávik dóma frá ámnum 1994 til 1997. 9. regla Um notkun eldri dórna þegar nýr dómur er upp kveðinn Eldri dómar skulu hafðir til hhðsjónar þegar nýr dómur er upp- kveðinn einkum á þetta við um sköpulagsdóma. Sú vinnuregla hefur verið við- höfð síðustu tvö árin að dómarar hafa ekki eldri dóma við hendina þegar hross koma í endurdóm. Þetta ákvæði studdist meðal annars við þá tölffæðilegu kenningu að réttast væri að hver einstakur dómur á hvetju hrossi fyrir sig væri sem óháðastur eldri dómum (reglan um óháða mælingu). Fyrmefnd regla var þó fyrst og fremst sett vegna þeirrar skoðunar sem naut mikils fylgis um tíma að dómarar væru líklegast tregir að víkja ífá eldri dómi og væri því best að þeir hefðu hann ekki við hendina svo ffekar væri von til hækkunar. Hin tölfræðilega regla sem áður er um getið er fræðilega séð rétt og hvað varðar breyhngu frá eldri dómum er eigi sjaldnar um hækkun að ræða en lækkun. Hitt er hins vegar megin atriði sem öllum er málin þekkja er ljóst að fjölmörg matsatriði eru ætíð uppi við dóma á kynbótahrossum vegna þess að dómamir em hug- lægir þó reynt hafi verið að gera þá eins hlutlæga og kostur er. Rétt er því þegar allar hliðar málsins em skoðaðar að eldri dómar séu ætíð hafðir við hendina er nýr dómur er uppkveðinn. Þetta er fyrst og fremst til þess gert að koma í veg fyrir óþarfa einkunnasveiflur á stuttum tíma á einstaka hrossi sem geta haft mikla efhahagslega þýðingu. Inntökuskilyrði á landsmót 1998, sjá 10. reglu hér að neðan. Landsmót hestamanna em há- punktur íslensku hestamennskunnar í heiminum. Þangað eiga því ekki erindi önnur hross en þau sem em topphross. Einkum er þetta raunin hvað stóðhestana varðar. A slíkum stórmótum er einnig afar mikilvægt að dagskrá sé við- ráðanleg að umfangi og tíma- setningar standist en á því hefur iðulega orðið misbrestur. Auk þess sem mótin em orðin ofhlaðin dag- skrárhðum. Allir þurfa því að leggjast sameiginlega á árar og skera niður lengd dagskrárinnar og helst að fækka dagskrárliðum. Gæðum hrossa í landinu og þjálfun fer stöðugt ffam og þeim aðilum fjölgar í sífellu sem taka þátt í hrossaræktinni. Því myndi steffia í hreint óefni með fjölda sýningar- hrossa sem myndi sprengja tíma- ramma, ef inntökukröfur á mótið yrðu ekki hertar frá fyrri mótum. í 2. töflu koma fram inntöku- skilyrði í hinum ýmsu sýningar- flokkum á landsmótinu 1994 og fjöldi sýndra hrossa á því móti. A aðalfundi Félags hrossa- bænda í nóvember sl. var samþykkt að verðlauna sérstaklega efstu sex vetra hryssur á stórmótum sem fram koma í flokki sex vetra og eldri. Fagráð samþykkti á fúndi sínum 11. desember sl. að rannsakað yrði ffæðilega hvemig skipting sýningarhrossa í fjóra flokka í stað þriggja nú kæmi út, þ.e. 4, 5, 6 og 7 vetra og eldri. Þessi rannsókn yrði gerð með það fyrir augum að nýjar reglur um þetta atriði gætu gengið í gildi á sýningarárinu 1999. Það yrði hins vegar á valdi mótsstjómar lands- mótsins á Melgerðismelum 1998 hvort 6 vetra hryssur verði verð- launaðar sérstaklega á því móti. 11. regla Lyfjanotkun í liross sem mœta til kynbótadóms Verði knapi í kynbótasýningu uppvís að því að hestur hans greinist með óleyfileg lyf, sbr. lyfjareglugerð (Nr. 635/1996), hlýt- ur hann dóm samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðareglum þar um. Hafi knapi gerst brotlegur sam- kvæmt lyfjareglugerð LH eða HÍS gildir sá dómur sem hann hlýtur einnig í kynbótasýningu. Til skýringar: - kynbótasýning sbr. að ofan er sýning þar sem hrossi er riðið til dóms og sýningar í samrœmi við reglur Bœndasamtaka íslands þar wn, - í lögum og reglugerðum telst hestur hluti afknapa. Vart er þörf á að hafa mörg orð um mikilvægi þess að bægja burtu frá kynbótasýningunum allri óleyfi- legri notkun lyfja. Því allt það sem gefið getur skekkta mynd af sköpu- lagi, t.d. fótagerð eða hæfileikum hrossanna er til dóms koma er and- stætt kynbótunum. Reglugerðin um lyfjanotkun er ströng en heyrir þó til framfara. A landsmótinu á Mel- gerðismelum í sumar og jafnvel á fleiri kynbótasýningum verða sýningarhross tekin í lyfjapróf. Læt ég hér lokið umfjöllun um reglur þær er gilda munu á kyn- bótasýningunum 1998 og væntan- lega lengur því mikil þörf er á að staldra við hvað breytingar varðar og koma festu á tilhögun kynbóta- dóma. Hvað aðrar reglur varðandi kynbótasýningar áhrærir vitna ég í fyrsta lagi til ritsins Kynbótadómar og sýningar sem er ómissandi eign fyrir alla þá sem þekkja vilja til dóma og sýninga kynbótahrossa. í öðru lagi minni ég á reglur sem sett- ar voru um jámingar og fótabúnað sýningahrossa. Hvað jámingar varðar gildir að skeifur mega ekki vera þykkari en 8 mm og ekki má muna meiru en 2 mm á þykkt fram- og afturfótaskeifna. Hófar mega ekki vera lengri en 9,5 sm og ekki má muna meiru en 2 sm á lengd fram- og afturhófa. I næstu grein mun ég fjalla um sýningaáætlunina 1998 en ég hef frestað frágangi hennar þar til línur skýrast um framvindu hitapestar- innar sem nú hijáir stóran hluta hrossastofns okkar. Tel ég þó fulla ástæðu til að vænta þess að allt fari vel og sýningahaldið 1998 verði með glæsibrag. - Framhald í næsta blaði. Kristinn Hugason, hrossaræktar- ráðunautur Bændasamtaka íslands. Lágmörk inn á sýningu einstaklings- sýndra kynbótahrossa á landsmótinu á Melgerðismelum 8. til 12. júlí 1998 10. regla Lágmörk inn á kynbótasýningu landsmótsins 1998 Sýningarflokkur Lágmarkseinkunn Stóöhestar 6 v.o.e. 8,15 Stóöhestar 5 v. 8,05 Stóöhestar 4 v. 7,95* *Heimilt veröi aö lækka mörkin hvaö yngstu hestana varðar niöur í 7,90. Hryssur 6 v.o.e. 8,05 Hryssur 5 v. 7,95 Hryssur 4 v. 7,85+ +Heimilt veröi aö lækka mörkin hvaö yngstu hryssurnar varðar niöur í 7,80. 1. tafla. Meðaltöl og meðalfrávik (dreifing) á dómseiginleikum hjá hrossum hér á landi árin 1994 til 1997. Eiginleiki Meöaltöl, ár Meðalfrávik,ár 1994 1995 1996 1997 1994 1995 1996 1997 Höfuö 7,54 7,49 7,49 7,46 0,56 0,56 0,44 0,56 Háls, h. og b. 7,95 7,81 7,92 7,87 0,43 0,42 0,36 0,45 Bak og lend 7,64 7,54 7,64 7,58 0,57 0,55 0,52 0,62 Samræmi 7,55 7,47 7,55 7,53 0,54 0,50 0,45 0,54 Fótagerö 7,60 7,53 7,67 7,67 0,53 0,57 0,47 0,56 Réttleiki 7,49 7,49 7,49 7,47 0,51 0,49 0,39 0,51 Hófar 7,73 7,69 7,80 7,83 0,56 0,55 0,51 0,59 Tölt 7,68 7,52 7,76 7,67 0,71 0,70 0,62 0,66 Brokk 7,51 7,44 7,64 7,48 0,81 0,75 0,71 0,75 Skeiö 6,56 6,41 6,61 6,47 1,31 1,25 1,32 1,21 Stökk 7,67 7,60 7,78 7,76 0,65 0,65 0,57 0,64 Vilji 7,99 7,87 8,07 8,00 0,50 0,50 0,44 0,47 Geöslag 7,75 7,72 7,79 7,72 0,38 0,38 0,36 0,41 Fegurð í reið 7,77 7,64 7,88 7,80 0,55 0,52 0,50 0,54 Hrossaræktin 1997,1. heftl, bls. 10. 2. tafla. Yfirlit yfir lágmarkseinkunnir inn á iandsmótið á Gaddstaöaflötum við Hellu 1994 og fjöldi sýningarhrossa á því móti. Til samanburöar er birtur sá fjöldi hrossa sem heföu náö inn á mótiö miðaö viö núverandi kröfur. í fremri dálki er fjöldinn miöaöur viö frammistööu á mótinu en í svigum er fjöldinn miöaöur viö forskoöunareinkunnir. Sýningarflokkur, lágmarkse. fjöldi. fjöldi viö núverandi kröfur Stóöhestar 6 v.o.e. 8,05 27 20 (16) Stóðhestar 5 v. 7,95 16 10 (9) Stóðhestar 4 v. 7,80 18 9 (5) Hryssur 6 v.o.e. 8,00 47 35 (31) Hryssur 5 v. 7,90 26 15 (14) Hryssur 4 v. 7,80 14 10 (9)

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.