Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 26
26 Bœndablaðið Þriðjudagur 21. apríl 1998 Einingarverð á nokkrum landbúnaðar- afurðum úr neysluverðsvísitölu Kiöt. kjötvörur Eining 1997 Maí Ágúst Nóvember 1998 Febrúar Nautakjöt í skrokkum kg 540 541 541 562 Nautafilé kg 1.822 1.884 1.779 1.720 Nautalundir kg 2.364 2.334 2.343 2.383 Nautagúllas kg 1.216 1.252 1.247 1.291 Hakkað nautakjöt kg 815 778 723 775 Svínabógur kg 551 497 481 509 Svínakótilettur kg 1.010 940 916 945 Svínalundir kg 1.583 1.605 1.584 1.597 Svínagúllas kg 1.162 1.197 1.123 1.186 Svínahakk kg 568 583 501 596 Dilkakjöt í heilum skrokkum kg 471 487 486 487 Dilkakjöt, súpukjöt kg 507 500 520 508 Dilkakjöt, kótelettur kg 833 783 816 807 Dilkakjöt, læri kg 790 802 822 829 Dilkakjöt, lærisneiðar kg 1.071 1.082 1.039 1.045 Dilkakjöt, hryggir kg 806 792 796 803 Dilkakjöt, framhryggjasneiðar kg 919 866 905 890 Lambahryggvöði kg 1.682 1.666 1.699 1.717 Hakkað dilkakjöt kg 632 720 607 706 Kjúklingar kg 608 595 594 591 Ferskir kjúklingar kg 723 746 734 650 Hangikjöt kg 1.267 1.261 1.299 1.280 Svínahamborgarhryggur Miólk. riómi. ostar. eoo kg 1.413 1.454 1.372 1.403 Mjólk i 66 69 69 72 Skólajógúrt 150g 42 44 44 45 Súrmjólk I 86 92 91 96 Rjómi 1/4 1 134 141 140 141 Kókómjólk 1/4 I 42 40 44 46 Brauðostur kg 742 747 758 786 Gouda17% kg 658 666 671 692 Egg Feitmeti kg 360 359 360 341 Smjör Grænmetj 500g 171 177 176 179 Hvítkál kg 119 179 183 191 Blómkál kg 382 312 279 326 Kínakál kg 279 302 281 259 Tómatar kg 581 284 323 274 Agúrkur kg 277 254 300 345 Papríka kg 783 557 542 349 Sveppir kg 588 620 562 545 Gulrætur kg 157 244 295 345 Gulrófur kg 113 161 172 153 Kartöflur kg 91 93 113 110 Meðfylgjandi tafla sýnir smásöluverð á búvörum eins og þau eru lögð til grundvallar við útreikning á vísitölu neysluverðs. Hagstofa íslands hefur árlega birt einingaverð í sömu mánuðum og hér er gert og eru verðin fyrir 1997 og febrúar 1998 birt hér með góðfúslegu leyfi hennar. Við útreikningana er miðað við verðlag á landinu öllu og geta mismunandi einingar af hverri vörutegund legið þar að baki. Einingaverðin eru því fyrst og fremst ætluð til að meta þróun á verðlagi eins og vísitölu neysluverðs er ætlað. PYRIRNEMENPUR 7. BEKKJÁP! HEíMíUSFRÆP! 0 KJÖT Oö KJÖTVÖRUR VERKEFNl 05 FRÆWtA Þróunarverkefni í grunnskólum Krakkarnir í eldtiúsinu! Að frumkvæði Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, fór nú í vetur af stað verkefni, sem lýtur að þróun á fræðsluefni um kjöt, næringargildi þess og með- höndlun, í samstarfi við Fræðslu- miðstöð Reykjavíkurborgar. Markmið verkefnisins er einnig öðrum þræði að mæta þeirri þróun að böm og unglingar hafa fjar- lægst landbúnaðinn og koma á framfæri við þau þekkingu um landbúnaðarafurðir og mikilvægi þeirra í matarræði. / Þróunarverkefnið náði til 12 ára bama í fimm skólum í Reykja- vík, alls 16 bekkjardeilda og fékk hver bekkjardeild tvær kennslu- stundir. Sigmundur Sigurjónsson kjötiðnaðarmaður, annaðist Heilbrigði búfjár Megum sjúkdöms- nifellum í búfé fjölgar í fræðsluna í samstarfi við heimilis- fræðikennara í skólunum. Fjallað var um mismunandi kjöttegundir sem hráefni, næringarefnainni- hald, hlutverk næringarefnanna í líkamanum, meðhöndlun og hrein- læti við meðferð. Einnig var nemendum kennt að lesa á vöm- merkingar og bera saman eininga- verð. Unnum kjötvömm voru gerð góð skil og var nemendunum kynnt hvaða hráefni em notuð í skinku, pylsur og pepperoni svo dæmi séu tekin. Þá var einnig myndasýning um kjötvinnslu og þær aðferðir og verkfæri sem notuð eru. Nemendur fengu í hendur verkefnabækling um kjöt og vömmerkingar og leystu verk- efni úr námsefninu. Framleiðslu- ráð landbúnaðarins stóð straum af kostnaði vegna verkefnabæklinga og leiðbeinanda. Viðbrögð nemenda og kennara vom hvarvetna góð, nemendur vom áhugasamir og kennaramir sögðu fræðslu um þessi mál, ekki síst vörumerkingar en einnig kjöt- vinnslu og næringargildi kjöts, mikilvæga fyrir neytendur fram- tíðarinnar. Áfram verður unnið að þróun fræðsluefnisins og þess er vænst að það komist í alla skóla á höfðuborgarsvæðinu á komandi vetri. Útbreiðsla veimsjúkdóms í hrossum hér á landi síðustu vikur hefur leitt huga margra að heil- brigðismálum búfjár almennt og möguleikum á að nýir sjúkdómar berist til landsins. I nágrannalöndum virðist ástand heilbrigðismála í búfé hafa versnað á undanfömum missemm ef marka má umfjöllun j Livestock & Meat síðustu mánuði. í mars tölublaði má lesa að FAO (Fæðu og matvælastofnun Sam- einuðu þjóðanna) varaði nýlega við því að Evrópa gæti átt á hættu vax- andi fjölda tilfella af alvarlegum bú- fjársjúkdómum ef dýmm er annars vegar haldið saman í stómm hópum eða flutt um langan veg, eins og algengt er. Á síðustu ámm hafa níu af fimmtán alvarlegum sjúkdómstil- fellum í búfé í heiminum, komið upp í Evrópu. Sérffæðingar FAO segja að ástandið sé hættulegt og gripa verði til aðgerða s.s. að leggja hömlur á hve mörgum dýmm megi halda saman í hóp og að taka upp af- skipti af flutningi búfjár um langan veg og yfir landamæri. Einnig verði að efla aðgæslu meðal bænda. I Meieriposten var nýlega ýtarleg umfjöllun um þessi mál. Þar er lýst áhyggjum af því að húsdýr og matvömr séu í vaxandi mæli uppspretta sýkla sem þróað hafa ónæmi gegn sýklalyfjum. Þar er einnig nefnt að innflutt íssalat ffá Spáni hafi reynst smitað af sýklum þ.á.m. sýklalyfjaþolnum E.coli stofni. Þá er sagt frá bráðabirgða- niðurstöðum rannsókna á innfluttum matvælum til Noregs m.t.t. sýkla- lyfjaþolinna baktería. Sem dæmi má nefna að af 100 sýnum af osti reyndust 16 innihalda E.coli. sem þó oftast höfðu aðeins í litlum mæli þróað mótstöðu gegri sýklalyfjum. Fimmtíu sýni úr alifuglum vom rannsökuð og reyndust öll innihalda E.coli. stofna sem myndað höfðu mótstöðu gegn sýklalyfjum og mörg sýnanna gegn fjórum eða fleiri tegundum sýklalyfja. Af 125 sýnum af nautakjöti reyndust 14 sýni vera E.coli smituð. Markaösmál Erna Bjarnadóttir Framleiðsla mjólkur Nú liggur fyrir að fram- leiðsla mjólkur fyrstu sjö mánuði þessa verðlagsárs nemur um 55,8 milljónum lítra eða 54,7% af heildargreiðslu- marki. Á sama tíma í fyrra var búið að framleiða 56,3 millj. lítra eða 55,2% af heildar- greiðslumarkinu. Á siðasta verðlagsári voru um 3,5 milljónir lítra fluttar milli fram- leiðenda í uppgjöri innan greiðslumarks.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.