Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. apríl 1998 Bændablaðið 9 Offramboð á mjúlkurkvúta í Danmttrku og Svíþjúíl Bæði í Danmörku og Svíþjóð eru sem stendur fleiri sem vilja selja mjólkurkvóta en kaupa hann. I Svíþjóð eru tvö kvótaviðskipta- svæði, Norrland og landið utan Norrlands. Utan Norrlands eru nú boðnir fram 127 milljón kg en kaupendur era aðeins að 54 milljón kg. I Norrland era hins vegar boðin fram 1.300 milljón kg en kaupendur era aðeins að 30 milljón kg eða rúmlega 2%. Fjöldi kaupenda þar hefur fækkað um helming á einu ári. Verð á mjólkurkvóta í Svíþjóð er 1,50 s.kr. á kg eða um 14 ísl. kr. I Danmörku eru nú boðnir fram kvótar fyrir 275 milljón kg af mjólk en eftirspum er 220 milljón kS- , Astæða fyrir minnkandi áhuga á mjólkurframleiðslu í þessum löndum er talin vera hið harðnandi rekstrarumhverfi í þessari búgrein ÍESB. (Landsbladet). ELHO 700 lih'a áburflardreitarar Nákvæmir, áreiðaniegir og auóveldir í notkun. Hleðsluhæð 95 sm. Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli. Kaplastýring inn í ekilshús til stýringar á áburðarmagni. Kögglasigti. Áburðartrekt á löm. Auðveit að þrífa og hirða. Til afgreiðslu strax. Verð aðeins kr. 98.000 án vsk C L O B U S VELAVER H Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601 Bændablaðið er fyrir þá sem vilja fylgjast með málefnum íslensks landbúnaðar Áskriftarsíminn er 563 0300. þingeyskum sveitum Nýlega er lokið sýningum á söngleiknum Oliver Twist í Ýdölum en þetta var samstarfs- verkefni skólans og leikfélagsins Búkollu. Þetta er umfangsmesta verk- efni sem Hafralækjarskóli hefur tekið þátt í á leiklistarsviðinu en skólinn er þekktur fyrir að setja upp söngleiki og leikrit af ýmsu tagi. Astæðan er sú að tónlistar- uppeldi er rikur þáttur x skóla- starfinu og hafa nemendur notið leiðsagnar kennaranna Roberts og Juliets Faulkner sem eru bresk og búið hafa í Aðaldalnum um langt árabil. Hugmyndin að setja upp þetta verk kom upp fyrir nokkuð löngu, en umfang þótti það mikið að það er ekki fyrr en nú sem lagt var upp. Sýningin var mannfrek og tæp- lega 70 manns þurfti til þess að kom á svið og því var leitað til for- eldra og kennara að taka þátt, auk félaga í Búkollu. Má þar með segja að athyglisvert samstarf heimilanna og skólans hafi orðið að veraleika. A haustönninni hófust þegar undirbúningur í tónlistartímum með æfingum skólakórsins og raskaði sá undirbúningur ekki venjubundnu félagsstarfi skólans. Þema vorannarinnar var hins vegar Oliver Twist og kom þá aug- lýsinga- og leikmyndagerð, förðun og margt fleira inn í sem tengdist verkinu. Leikstjórinn Sigurður Hallmarsson kom og til starfa í byrjun annar og hefur hann á Leiklist Atli Vigfússon undanfömum árum átt drjúgan þátt í því að gera góða leikendur úr óreyndu áhugafólki bæði hjá leik- félaginu Búkollu sem og nemendum Hafralækjarskóla, enda reynsla hans af leiklist mikil. Búningar voru flestir saumaðir heima og auglýsingaöflun í leik- skrá var í höndum foreldra og nemenda. Að sögn Svanhvítar Magnús- dóttur skólastjóra voru allir nem- endur 4-10 bekkjar þátttakendur í þessu viðamikla verkefni, en ekki vora allir sem birtust á sviði en unnu þá baksviðs eða að undirbúningi á einhvem hátt. Segir Svanhvít að þetta samstarf svona margra aðila hafi verið mjög ánægjulegt. Hlutverk Olivers skiptu þeir Jón Agúst Sigurðsson og James Bóas Faulkner og í hlutverki Fagins var Oddur Bjami Þor- kelsson. í örðum hlutverkum vora m.a. Ketill Kristinsson og Viktor Hlynsson sem léku Hrapp, Bjami Guðmundsson lék Bumble, Einar Ingi Hermannsson lék Bill Sikes og Guðrún Lára Pálmadóttir lék Nansí. Mjög góð aðsókn var að leikverki þessu. fjöUyreyttar Bœriclcuferðír Farnar voru 8 ferðir sl. haust og seldust öll sæti á örfáum dögum. Nú er um að gera að taka fljótt ákvörðun og panta sér far ef þið hafið áhuga á að taka þátt í einhverri ferðinni. Við höfum bætt við einni ferð í ágúst, en allar aðrar sumarferðir eru uppseldar. Síðbúin sumarferð til Ítalíu. Ferðin hefst 22. ágúst, þá er flogið til Rimini, þaðan er ekið norður að Torbole við Gardavatn og gist á hótel LaVela í 7 nætur. Farnar verða skoðunarferðir flesta daga. Á 8. degi verður ekið til baka til Rimini og komið við á leiðinni í Feneyjum. Gist verður næstu 7 nætur við baðströndina í Rimini. Þar er hægt að komast í skoðunarferðir. Verð: kr. 79.000 á mann. Innifalið: Flug og skattar, gisting í 2ja manna herbergi, morgun- og kvöldverður alla daga, allar skoðunarferðir frá Torbole og fararstjórn. Benedorm á Spáni. Þetta verður ekta letiferð. Sólstrandarlíf og afslöppun eftir streð sumarsins. Farið verður til Spánar 5. október og komið heim 26. október. Verð: kr. 59.000 á mann. Innifalið: Flug og skattar, 4 skoðunarferðir, gisting með öðrum í íbúð og sérstök fararstjórn. Albufeira á Portúgal. Við verðum með tvær 2ja vikna ferðir til Þortúgal. Þetta verða draumaferðir fyrir alla, sem áhuga hafa á fjölbreyttu orlofi. Það standa til boða skoðunarferðir, m.a. heimsýningin í Lissabon, heimsókn á stórbýli og strútabúgarð, sigling og margt fleira. Fyrri ferðin verður frá 22. september til 7. október en sú síðari frá 13. til 27. október. Verð: kr. 54.800 á mann. Innifalið: Flug og skattar, gisting með öðrum í íbúð, akstur til og frá flugvelli í Þortúgal og sérstök fararstjórn. Gardavatn á Ítalíu. Ferðirnar að Gardavatni hafa notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum. Við erum með frábær hótel og miklir möguleikar á skemmtilegum skoðunarferðum. Það verða 2 ferðir í haust. Fyrri ferðin verður frá 19. til 29. október en síðari ferðin frá 24. október til 3. nóvember. Verð: kr. 68.000 á mann. Innifalið: Flug og skattar, gisting með öðrum í 2ja manna herbergi, morgunverður, 8 sinnum kvöldverður, skoðunarferðir flesta daga og fararstjórn. Moseldalurinn. Flogið verður til Luxemborgar 26. október og komið heim 2. nóvember. Gist verður hjá vín- og ferðaþjónustubændum í Leiwen við Mosel. Farnar verða stuttar skoðunarferðir flesta daga. Verð: kr. 48.000 á mann. Innifalið: Flug og skattar, gisting og morgunverður, allar skoðunarferðir og fararstjórn. Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í Bændaferð í ágúst eða í haust hafið þá samband sem allra fyrst og fáið nánari upplýsingar. Þær fáið þið hjá Agnari eða Halldóru í síma 563-0300 eða hjá Hólmfríði í Skálholti sími 486-8702.Einnig getið þið látið skrá ykkur í þessar ferðir hjá Samvinnuferðum/Landsýn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.