Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. apríl 1998 Bœndablaðið 11 „ViO verfium afl sifla við sama borð og aflrir" „Ég tel að löggjafinn verði að endurskoða lagasetningar um skógrækt í ljósi þess að nú hafa norðlenskir bændur stofnað til fé- lags skógarbænda. Til eru sérstök lög um Héraðsskóga og síðar vom sett sérstök lög um Suðurlandsskóga. Þá lýsti landbúnaðarráð- herra því yfir að þetta yrði í síðasta skipti sem sett yrðu lög um sérstök skógræktarverkefni. Norðlendingar standa al- farið utan þessara skóg- ræktarsvæða. Ég tel því að þeir verði annað hvort að fá skógræktarverkefni viðurkennt með sérstök- um lögum á sama hátt og Héraðsbúar og Sunn- lendingar eða að laga- setningum um skógrækt verði breytt á þann veg að ein lög taki til allra þeirra landssvæða sem félög skógarbænda ná til,“ segir Eiríkur Hreið- arsson, garðyrkjubóndi á Grísará í Eyjafirði og formaður nýlega stofnaðra samtaka norð- lenskra skógarbænda. Félag skógarbænda á Norðurlandi var stofnað á liðnu ári og nær yfir svæðið frá Húnavatnssýslum til Þingeyjarsýslna en nokkur fjöldi bænda á Norðurlandi hefur stundað skógrækt um árabil. Eirík- ur Hreiðarsson segir að fyrsta hvatningin að stofnun félags er nær yfir allt Norðurland hafi kom- ið frá sr. Hjálmari Jónssyni, presti og alþingismanni en hann sé mikill áhugamaður um þessi mál. Með þessu hafi Hjálmar talið að Norð- lendingar gætu stofnað til sam- bærilegs átaks og Héraðsbúar og Sunnlendingar. Þetta hafi orðið bændum hvatning til þess að stofna félagið og efna þar með til sambærilegs átaks og Sunnlend- ingar hafa gert með Suðurlands- skógum. Þegar farið var að kynna hug- myndina um stofnun féíags skóg- arbænda þá hlaut hún fljótt góðan hljómgrunn á meðan bænda og eru nú hlutfallslega flestir félags- manna úr Skagafirði. Eiríkur segir að skógræktarhugmyndir hafi hingað til fyrst og fremst miðast við nytjaskóga til framleiðslu á timbri en nauðsynlegt sé að horfa á skógræktina í víðara samhengi. Hann segir að ákveðna menningu fylga skógrækt og skógum og þurfi ekki annað en horfa til hinna skógi vöxnu nágrannalanda til þess að finna þau sterku menningaráhrif sem skógamir hafi. Eiríkur segir einnig að oft gæti þess mis- skilnings að skógrækt og búfjár- rækt geti ekki farið saman. Vissu- lega þurfi að gefa skóglausu landi frí frá umgangi búfjár í nokkum tíma á meðan skógurinn nái ákveðnum vexti en eftir það sé allt í lagi að beita búfénaði á skóg- lendi. Það þurfi ekki að líta langt til þess að sjá að skógar og búfé fari saman - tæpast lengra en til Norðurlandanna. Þama sé spum- ing um einn til tvo áratugi. Nú er hafinn undirbúningur að starfi hins nýja félags og segir Ei- ríkur Hreiðarsson að gera verði ráð fyrir allt að tveggja ára undir- búningsvinnu. Ef allt gangi að ósk- um megi gera ráð fyrir að starfið verði komið í fullan gang árið 2000. Eiríkur segir ljóst að stórir hlutar Norðurlands henti ágætlega til skógræktar og ekki þurfi annað en líta á árangur af skógræktar- starfi ýmissa bænda á svæðinu til þess að meta það. Hann kvest því bjartsýnn fyrir hönd norðlenskra skógarbænda en vissulega þurfi þeir að sitja við sambærilegt borð og félagar þeirra sunnan heiða eigi árangur norðlenskrar skógræktar að vera með þeim hætti sem stefnt sé að. Þarftu að selja, kaupa eða gefa.,.? 563 0300 Smáauglýsingar Bændablaðsins eru áhrifaríkar! Símenntun og íiiorðinsfræðsla Ámi Snæbjömsson, hlunnindaráöu- nautur Bændasamtaka íslands. Nýlega hélt Símennt stutt kynningarnámskeið á Drangs- nesi og Hólmavík. Tilgangur námskeiðanna var að vekja athygli á mikilvægi símenntun- ar og fullorðinsfræðslu fyrir fólk á öllum aldri, ásamt því að kynna möguleika sem þegar eru til staðar varðandi fræðslu og benda á ýmsa möguleika til aukinnar nýbreytni á atvinnu. Leiðbeinendur á námskeiðun- um voru þær Ingibjörg Stefáns- dóttir og Edda Hrund Halldórs- dóttir frá Símennt, Halldór Hall- dórsson frá Fjórðungssambandi VestQarða og Ami Snæbjömsson frá Bændasamtökum íslands. Námskeiðin vom skipulögð í sam- vinnu við heimamenn og voru þau allvel sótt og þóttu takast vel. Símennt er samstarfsvettvang- ur Bændasamtaka Islands, Kvenfé- lagasamtaka íslands og Ung- mennafélags íslands, sem hefur fullorðinsfræðslu að markmiði. Sí- ment gegnir sambærilegu hlut- verki og FNV - fullorðinsfræðslan á Norðurlöndunum, sem Bænda- samtök Islands eru aðilar að. Eitt megin verkefni Símenntar er að halda kynningamámskeið í dreifbýli og hvetja fólk til athafna í síbreytilegu umhverfi sem við blasir á flestum sviðum þjóðlífsins og benda á leiðir til að takast á við ný verkefni, ekki hvað síst með því að nýta alla þá möguleika sem bjóðast til endurmenntunar/sí- menntunar. Á námskeiðunum er einnig reynt að vekja athygli á þeim möguleikum sem hvert svæði býður upp á og hvetja ein- staklingana til að nýta öll hugsan- leg sóknarfæri í heimahémðum til aukinnar atvinnu. Það er reynsla nágrannaþjóða okkar að endurmenntun/símenntun sé undirstöðuatriði fyrir einstak- lingana til að takast á við ný og sí- breytileg verkefni. Hér á landi em nú í boði margvíslegir valkostir til endurmenntunar auk hefðbundins náms, bæði í formi námskeiða og fjamáms og er það vel sambæri- legt við það sem býðst í öðrum löndum. Frá fundinum á Drangsnesi. F.v. Ragna Guðmundsdóttir og Guðmundur Halldórsson, Ásmundarnesi, Brynjólfur Sæmundsson, Hólmavík, Pálmi Sigurðsson, Klúku, Jón Hðrður Elíasson og Jenný Jensdóttir, Drangsnesi. * MASSEY FERGUSON Varahlutir Perkins engines Varahlutir ^TRIMA Varahlutir ££IMS Varahlutir Varahlutir Kverneland Varahlutir Brynningar tœki og varahlutir Klippur og varahlutir Varahlutir Varahlutir Varahlutir Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, - sími 525 8000 Vélavarahlutir, sími 525 8040 Almennar upplýsingar um landbúnaö á Internetinu Notkun á veraldarvefnum verður sífellt algengari og einn vefari var beðinn um að benda á nokkrar síður um landbúnað. Tilgangurinn erfyrst og fremst að vekja athygli á fjölbreytni og notagildi vefsins og vísa netförum á athyglisverðar slóðir en ekki að fá tæmandi lista. Almennt um landbúnað http://www.agricullure.com/ Agriculture Online, rafrænt tímarit um landbúnað. http://www.gennis.com/aglinks.html AG-links. Fjöldi tilvísana í landbúnaðarupplýsingar. http://www.aginfo.com/agsearch.html ISA - Agricultural Information System. http://www.nalusda.gov/ USA National Agriculture Library. http://thorplus.lib.purdue.edu/all_libraries/agriculture.html Catalogs for Agriculture, Purdue University, tilvísanir í rnargar Gopher leitarvélar. http://ibm.rhrz.uni-bonn.de/iol/english.html Bonn, Þýskaland, Institute of Organic Agriculture. http://www.jubii.dk/erhverv/landbrug.htm Safn danskra landbúnaðarsíðna. http://www.ansi.okstate.edu/library Oklahoma State University Livestock Virtual Library, Mæli eindregið með þessari síðu. Hér eru síður fyrir margar dýrategundir og ótal kyn innan hverrar tegundar. Umfjöllun er um hvert kyn og mjög góðar myndir, t.d. eru nokkrar blaðsíður um íslenskar kindur og hross með fjölmörgum myndum en aðeins ein síða með íslenskum kúm og engar myndir. .........meira seinna!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.