Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 16
16 Bœndablaðiö Þriðjudagur 21. apríl 1998 Hvaða kjðt mega Reykvíkingar kaupa? Valur Jónsson, Víöihlíö, V.-Húna- vatnssýslu. Athugasemdir við ummæli framkvæmdastjóra sláturhússins Ferskra afurða á Hvammstanga um að bændaforystan sé ekki á réttri leið í afurðasölumálum í D.V. 12 mars 1998. Eg held að framkvæmda- stjóranum sé fullkunnugt um það að í hans nánasta umhverfi hafa forystumenn bænda barist gegn allri slátrun óg afúrðasölu sem átt hefur sér stað annars staðar en hjá þeirra kaupfélögum, sem í dag eru sameinuð um rekstur svokallaðs Norðvesturbandalags sem hafi með að gera slátrun og afurðasölu í Vestur-Húnavatnssýslu, Strandasýslu og Dalasýslu. Svo er einnig að skilja af lestri blaðagreinar í D.V. 10 mars um kaupfélagsbóndann og ferska bóndann að einnig muni Vestfirðir eiga að koma að þessu samvinnu- fyrirtæki, að tilhlutan Búnaðarsambands Vest- fjarða með fjármagni úr opinberum sjóði. Eflaust er framkvæmda- stjóranum í fersku minni allur sá gauragangur sem varð þegar hann gerðist verktaki hjá Hag- kaupum og hóf að slátra lömbum j frá Félagi ferskra fjárbænda fyrir fáum árum, sem Hagkaup keypti milliliðalaust af bændum og greiddi að fullu með álagi allt að 50% í júlí, á grundvallarverð 15. næsta mánaðar. Slátrað var viku- lega frá því í júlílok til jóla. Svo rammt hvað að, að úr þessu varð nokkurskonar trúar- bragðastríð, þar sem Félag ferskra fjárbænda var gert að vondum fé- lagsskap sem ásamt öðrum verri var að ráðast á og vinna gegn kaupfélaginu, og höfðu sumir sanntrúaðir kaupfélagsbændur (sem eru allir góðir bændur og miklir búmenn og á þeim aldri að vera eflaust skuldlausir við allt og alla sumir reyndar hafandi stóran hluta tekna sinn af öðru en bú- skap), á orði að banna ætti fólki í Reykjavík að éta nýtt kjöt því það gæti ekki verið gott. Einnig veit framkvæmdastjórinn að þessir sömu forystumenn eru nýkomnir heim af búnaðarþingi. Mennimir sem eru kosnir af bændum til þess að gæta og vinna að hagsmunamálum bænda en koma hvarvetna fram sem hags- munaaðilar verslunarfélaga, það er að segja Norðvesturbandalagsins og kaupfélaganna sem að því standa. Hvað eru þessir menn að gera á allsherjarþing Bændasamtaka ís- lands? Þessir fulltrúar eru allir for- menn í búnaðarsamböndum sem hvert um sig er talið eiga 5.000.000.- kr. hlut í Norðvestur- bandalaginu en þær milljónir voru veittar búnaðarsamböndunum sem styrkur úr sjóðakerfinu til kaupa á hlutabréfum í Norðvesturbanda- laginu. Þau hlutafjárkaup voru víst ekki borin undir atkvæði almennra félagsmanna í búnaðarfélögunum. Auk þess sem einn þeirra mun vera stjómarformaður í kaupfélagi og ennfremur stjómarmaður í Norðvesturbandalaginu. En hveijum á að vera trúr og fyrir hverja á að vinna? Geta menn með trú- verðugum hætti setið á tveimur og þremur stöðum við sama borðið og samið við sjálfa sig fyrir hönd tveggja og þriggja hagsmunaaðila. Þessir menn hljóta að hafa eins og aðrir möguleika á að kynna sér stjómsýslulög og samkeppnislög, en þeir hinir sömu vita mikið betur en margir aðrir að í landbúnaðar- pólitík á íslandi hefur tíðkast og tíðkast enn ýmislegt sem er sið- laust en löglegt. Þar sem sömu menn, kjósa sömu menn til margra starfa ámm og jafnvel áratugum saman. Er ekki eitthvað til sem kallað er mið- stýring og haftastjóm? Það er væntanlega rétt hjá framkvæmda- stjóranum að viðskipti með land- búnaðarvömr hljóti að lúta sömu lögmálum og viðskipti með aðrar vömr. Því lengri framleiðslutími, því meira af fersku kjöti fyrir ánægða neytendur. En það er hvorki gamla né nýja miðstýrða kaupfélags- kerfinu þóknanlegt. Því hefur bændum verið refsað af ein- okunarkerfinu með því að þeim sem selt hafa Hagkaup kjöt er neitað um slátrun á útflutningsskyldunni í út- flutningssláturhúsi Norð- vesturbandalagsins. Sem þeir hinir sömu bændur hafa lagt til og eiga hlutdeild í eins og aðrir, t.d. sem félagar í búnað- arfélögum sem svo mynda búnaðarsambönd. Þetta er að verða mörgu ungu fólki í land- búnaði áhyggjuefni, fólki sem er nýbúið að kaupa jarðir og bústofn, er að endumýja vélar og hús og fleira má eflaust telja. Þetta fólk er einnig að ala upp böm og kosta þau til náms. Fólkið sem munar um að geta aukið framleiðslu sauð- fjárafurða og fá greitt að fullu og án milliliða 15. hvers mánaðar eins og á sér stað í Hagkaupum. Það em ungu bændumir sem þurfa að greiða af ýmsum lánum og lausa- skuldum, sem hinir sem komnir eru á miðjan aldur og eldri þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Rétt er það hjá framkvæmda- stjóranum að Félag ferskra fjár- bænda hefur átt mjög undir högg að sækja hjá landbúnaðarkerfinu eins og kemur glöggt fram í D.V. 10 og 11 mars 1998, og fleiri dæmi em um það að Félag ferskra fjár- bænda hefur ekki og fær ekki notið viðskiptakjara til jafns við önnur félög bænda hjá söluaðilum tengdum landbúnaði þrátt fyrir það að vera fyrirferðarmeiri í heild sinni í viðskiptum en lítil kaupfé- lög. Og svo mjög beita forystu- menn bænda sér á þessu svæði í hagsmunagæslu fyrir kaupfélögin að í það minnsta einn búnaðarsam- bandsformaður fór á milli funda til að tala gegn Félagi ferskra fjár- bænda og vara við viðskiptum við Hagkaup. Eg held að þessi formaður hafi ekki gætt þess að unga fólkið skilur ekki hvers vegna forystu- menn bænda taka ekki aukinni af- urðasölu með jákvæðu hugarfari og vinni að markaðsmálum allra bænda af heilindum eins og þetta fólk hefur eflaust haldið í einfeldni sinni að þeir væm kjömir til. En þessi formaður fékk ekki rússneska kosningu til Búnaðar- þings síðastliðið vor. Það er erfitt að trúa því að sá tími eigi eftir að koma aftur að kjöt verði geymt frá sláturtíð til næstu sláturtíðar í frystigeymslum sem eru kerfinu þóknanlegar til þess að þóknanleg- ir aðilar fái greidd geymslugjöld úr opinbemm sjóðum. Hverjir skyldu greiða í sjóðina? Síðan verði útsala á ársgömlu kjöti til þess að rýma frysti- geymsluna fyrir nýju kjöti sem svo verði geymt í ár. En hvemig á hinn almenni neytandi, fólkið í Reykja- vík og víðar að geta skilið og sætt sig við það að þurfa að lúta dutt- lungum forystumanna í landbúnaði sem bera hag kaupfélaga fremur fyrir brjósti en hag neytenda. Það á ekki að skipta neytendur nokkru máli hvaðan kjötið er né hvar var slátrað eða fyrir hvem, fái þeir sitt kjöt þegar þeir þurfa og vilja á sama verði allsstaðar. Þurfa ekki þessir heiðursmenn að segja af sér einhverjum nefndar og stjómarstörfum til þess að geta af trúmennsku starfað fyrir þann aðila sem þeir telja að þurfi þess helst með? RAUCH yfirburða áburðar- dreifari ♦Tveggja diska ♦ Lág hleðsluhæð ♦ Nákvæm dreifing ♦ Auðveldur að þrífa ♦ Ryðfrír botn í skál ♦ Ryðfrír dreifibúnaður Sparaðu áburð með RAUCH! VÉLAR& ÞJéNUSTAHF Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, Óseyri 1a, sími 461 4040, Stýrisendar í Ford, Ferguson og Zetor Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 MILLIIPLM VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Simi: 588 2600, fax: 588 2601 IC:- Silotite hvítt plast 500mm x 1 -800m, kr. 3.950 án vsk. hver rúlla. Silotite hvítt plast 750mm x 1 .SOOm, kr. 4.950. TIL AFGREIÐSLU STRAX! Tilboðsverð á rúlluplasti BJóðum hagstætt verð á Silotite rúlluplasti frá Bonar Polythene Films, eins stærsta og þekktasta framleiðanda á rúlluplasti í Evrópu. Þessi verð gilda aðeins fyrir pantanir sem gerðar eru fyrir 15. maí nk. Gerið hagkvæm innkaup og hafið samband við okkur eða um- boðsmenn okkar um land allt. Hll ER miFJEM Tll M) BERH M6STÆB HMKMIP! ±

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.