Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. apríl 1998 Bœndablaðið 5 Benedikt Guðmundsson, starfs- maður Byggðastofnunar, Akureyri. íslenskir bændur hafa kannski ekki langa hefð fyrir því að vinna saman en nú er það nauðsynlegra en oft áður. Markaðurinn fyrir hefðbundnar landbúnaðarafurðir er nánast mettaður innanlands og erfiðleikum bundið að afsetja ís- lenskar landbúnaðarafurðir er- lendis. Fjárfestingar í landbúnaði hafa verið litlar undanfarin ár og margir bændur eru með gamlar vélar og tæki og standa frammi fyrir því að fjárfesta eða draga saman í framleiðslunni. Á undan- fömum árum hafa fleiri og fleiri bændur snúið sér að öðrum við- fangsefnum á sínum býlum s.s. ferðaþjónustu ýmiskonar, minka- og refarækt, komrækt, fiskeldi og fleira mætti telja. Það sem ein- kennir allar þessa búháttabreyting- ar er að einstaklingamir em áfram að berjast einir í tekjuöflun. Því þurfa nýir möguleikar til tekju- öflunar að koma til þar sem bænd- ur vinna saman að því að halda tekjum uppi á þeim búum sem hafa lægri tekjur. Möguleikarnir eru til staðar Möguleikamir em til staðar en það þarf að útfæra þá og nýta. Is- lenskur landbúnaður er mjög tæknivæddur hvað varðar vélar og tæki og byggðaþjónusta er dæmi um það hvemig bændur geta, með samvinnu, nýtt sér þessi verðmæti til að auka tekjur sínar. Málið er að selja þjónustu sína til sveitarfé- laga, fyrirtækja, einstaklinga og allra þeirra sem þurfa einhvers- konar þjónustu sem bændur geta tekið að sér. Þrátt fyrir að nýjar tekjur komi inn í greinina munu flestir íslenskir bændur halda sig við hefðbundinn landbúnað. Milli 20 og 30% af brúttótekjum í land- búnaði fara til að greiða tækja- og vélakostnað. Með samvinnu er hægt að nýta vélar og tæki mun betur sem leiðir til bættrar stöðu bænda. Ekki má heldur gleyma því að samvinnan hefur félagslega þýðingu. Ekki síst ungir bændur finna það eftir því sem bændum fækkar, bömin fara í skóla, konan jafnvel vinnandi utan heimilis, þá eykst félagsleg einangrun þeirra. Að vera með í samvinnuátaki leiðir m.a. til þess að félagsleg einangmn rofnar og víðsýni manna eykst. Byggðaþjónusta Byggðaþjónusta er verkefni þar sem hópur bænda nýta hæfi- leika sína og tæki til að reiða fram þjónustu í sveitarfélaginu, í fyrir- tækjum og við einstaklinga á svæðinu. Þjónustan getur verið í formi verktakavinnu s.s. snjó- moksturs, flutninga, byggingar- vinnu og önnur stærri og minni verkefni. Byggðaþjónustu má ekki mgla saman við vélasamvinnu. Rekstur búsins verður áfram undirstöðuatvinnuvegur bóndans. Tekjur vegna starfa innan byggða- þjónustunnar em hrein viðbót við hefðbundnar tekjur og hún opnar fyrir möguleika á verkefnum sem þátttakendumir réðu ekki við einir og sér. ■ > Sem þátttakandi í byggða- þjónustúnni er maður skyldugUr til að vinna tiltekna tíma á ári og vera til þjónustu reiðubúinn, þótt það af og til rekist á störfin heima. Þekking úr landbúnaði eða annarri atvinnugrein er nauðsynleg og margir bændur hafa einhverja iðn- menntun. Menn verða að lána tæki til að framkvæma verkefnin. Til- gangurinn með byggðaþjónustu er m.a. að nýta þann tækjabúnað sem til er hjá hverjum og einum til að takmarka íjárfestingu í nýjum búnaði. Kostir byggðaþjónustunnar * Aðgangur að henni innan og utan venjulegs vinnutíma. * Verkefnin geta unnist með stuttum fyrirvara. * Ódýr og virk stjórnun leiðir afsér ódýrari vinnu. * Ábyggilegir aðilar með mikla og víðtæka reynslu sem geta starfað sjálfstœtt og hafa yfir að ráða góðum véla- og tœkjabúnaði. Form byggðaþjónustunnar get- ur verið hlutafélag eða samvinnu- félag. Það májafnvel hugsa sér að búnaðarsamböndin haldi utan um þessa þjónustu. Ef félagsmenn em fleiri en 4 þarf einn að vera ein- hverskonar framkvæmdastjóri. Hann eða hún þarf að hafa góða yfirsýn yfir þann tíma sem fé- lagamir hafa til umráða, þekkingu þeirra og tækjabúnað. Fram- kvæmdastjórinn sér um að gera upp og greiða þeim sem sáu um verkið. Markaðssetning Byggða- þjónustunnar ætti ekki að vera erfið eða dýr þar sem nánasta um- hverfi er markaðssvæðið fyrst og fremst. Hvernig er þetta á Norðurlöndunum? Á Norðurlöndunum, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er byggða- þjónusta þekkt fyrirbæri sem veltir milljörðum króna. Aðeins í Sví- þjóð em yfir 200 bændaþjónustu- félög, eins og þau em kölluð þar og velta þeirra er um 200 til 250 milljónir sænskra króna. í Noregi hefur þeim fjölgað mikið á undan- fömum ámm og þar hafa menn líka beint sjónum sínum að stofnun félaga um rekstur búvéla. Fyrir íslenska bændur er þetta spuming um fmmkvæði og samvinnu. Búnaðarsamböndin vítt og breitt um landið gætu haft forgöngu um stofnun félaga sem hefðu ofan- greint sem markmið. Sem þátttakandi í byggðaþjónustunni er maður skyldugur til að vinna tiltekna tíma á ári og vera til þjónustu reiðubúinn, þótt það af og til rekist á störfin heima. Þekking úr landbúnaði eða annarri atvinnugrein er nauðsynleg og margir bændur hafa einhverja iðnmenntun. Menn verða að lána tæki til að framkvæma verkefnin. Tilgangurinn með byggðaþjónustu er m.a. að nýta þann tækjabúnað sem til er hjá hverjum og einum til að takmarka fjárfestingu í nýjum búnaði, segir Benedikt Guðmundson. Egili Bjarnason, ráöunautur hjá Búnaðarsambandl Skagafjarðar. Á undanfömum allmörgum ámm hafa tekjustofnar búnaðar- sambandanna farið lækkandi. Hlutfallslega minni hluti þess fjár- magns sem það opinbera leggur til félagskerfis og stofnana land- búnaðarins kemur í þeirra hlut. Sem dæmi þar um má benda á eftirfarandi: 1. Starfsfé. Fyrir nokkrum árum var liður á fjárlögum þar sem veitt var svo- kallað staifsfé til búnaðarsam- bandanna. Þessi liður var felldur niður fyrir nokkru síðan og hafa samböndin borið þá skerðingu. 2. Hlutfall af framlógum samkvœmt jarðrœktarlögum. Búnaðarsamböndin fengu 2 - 4% af framlögum, sem greidd voru samkvæmt jarðræktarlögum. Sá tekjustofn var verulegur á meðan framræsla, ræktun og byggingar voru allmiklar í sveitum landsins. Um og eftir 1980 fara þessar fram- kvæmdir að dragast saman og tekjur sambandanna lækka í sam- ræmi við það. Hin síðari ár hefur verið tekið fyrir greiðslu þessara framlaga. 3. Framlög samkvœmt lögum um bújjárrcekt. Framlög samkvæmt búfjár- ræktarlögum lækkuðu um 30% á milli áranna 1996 og 1997. Tekjur búnaðarsambandanna af þessum framlögum lækkuðu um 5,5 millj. á milli þessara ára, eða um 45% , og gera má ráð fyrir enn frekari lækkun til þeirra á þessu ári. 4. Búnaðarmálasjóðsgjald. Tekjur búnaðarsambandanna af búnaðarmálasjóðsgjaldi hafa lækkað í hlutfalli við minnkandi framleiðslu búvara. Sú lækkun kemur mjög misjafnt niður á sam- böndum eftir því hvaða búgreinar eru starfræktar á starfssvæði við- komandi sambands. Þessi lækkun kemur verst við þau sambönd þar sem sauðfjárræktin er aðalbú- greinin. Þessi þróun veldur fjárhags- vanda hjá búnaðarsamböndunum samfara auknum rekstrarkostnaði á árinu 1997 og enn auknum kostnaði á árinu 1998. Ekki liggur enn fyrir hvemig þessum aukna kostnaði verður mætt. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp til búnaðarlaga. Það frum- varp, ef að lögum verður, leysir af hólmi jarðræktar- og búfjárræktar- lög. Hér er um rammalöggjöf að ræða, sem síðan þarf að útfæra með reglugerð, sem kveður þá á um hvemig framkvæmd laganna verður í reynd. Framleiðnisjóður TiHinn íl að styrkja ný- bmytingar- verkefni í lok mars fjallaði stjórn Framleiðnisjóðs um erindi búnaðarsambanda varðandi rekstrarstyrk vegna áranna 1997 og 1998 en þau sóttu sameiginlega um 15 milljón króna styrk. Stjórn Framleiðnisjóðs treysti sér ekki til að verða við erindinu en bókaði að í því væri sótt um styrk til almenns rekstrar. „Ekki kemur fram í umsókn hvort grípa eigi til rekstrarbreytinga, hagræðingar eða annarrar tekjuöflunar er leysi vandann til frambúðar.“ í bókun stjórnarinnar segir að heimild til greiðslu almennra rekstrarstyrkja sé ekki í lögum FL og af þeim sökum ekki gert ráð fyrir fé í þessu skyni á fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir árið 1998. „Hlutverk FL er að styðja við verkefni sem stuðlað geta að hagræðingu, framleiðni og atvinnueflingu í landbúnaði. Hafi búnaðarsamböndin, eitt eða fleiri hins vegar uppi áform um markviss nýbreytniverkefni er gagnast geti bændum beint er stjórn FL fús að ræða þáttöku í þeim að því marki sem fjármunir sjóðsins Ieyfa.“ „Bent hefur verið á að hér geti til dæmis verið um að ræða öflugri hagfræðiráðgjöf, sérstök verkefni á sviði fjárræktar, tengd breytingum á kjötmati, umhverflsverkefni og fleira,“ sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands. „Þarna eru á ferðinni verðug verkefni sem gætu, ef vel er á málum haldið, komið bændum að miklum notum.“ Það sem m.a. veldur þeirri fjár- hagslegu óvissu sem búnaðar- samböndin búa nú við, er hversu lengi þessi lagasetning hefur verið í burðarliðunum og ekki enn séð dagsins ljós. Því verður að leggja áherslu á að Alþingi það er nú situr hraði lögfestingu á umræddu frum- varpi svo hægt verði að hefja vinnu við útfærslu á þeim efnis- atriðum sem það tekur til. Ljóst er að þótt búnaðarlaga- frumvarpið verði lögfest á yfir- standandi Alþingi kemur það ekki til framkvæmda í reynd fyrr en á árinu 1999, þar sem mikil undir- búningsvinna er óunnin. Því verður ekki umflúið að leysa þann fjárhagsvanda, sem nú er fyrir hendi hjá mörgum búnað- arsambandanna á þessu ári. Þar verða búnaðarsamböndin að geta treyst á öflugan stuðning forystu Bændasamtaka íslands. Jafnframt verður á þessu ári að taka ákvörðun um hvemig starfssemi búnaðarsambandanna og leið- beiningarþjónustunnar úti á landi verði hagað á komandi ámm.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.