Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 22
22 Bœndablaðið Þriðjudagur 21. apríl 1998 Baendur jmrfa aO admga sinn gang Guömundur Stefánsson, hag- fraðlngur Basndasamtaka íslands í mjólkursamningnum sem undirritaður var þann 17. desember 1997 var m.a. samið um að verð til bænda f.o.m. 1. september n.k. verði lágmarksverð. Eftir að samningurinn hefur verið sam- þykktur á Alþingi leikur enginn vafi á því lengur að mjólkursam- lögunum verður heimilt að greiða hærra verð til bænda en lágmarks- verðið sem samið er um. Sam- kvæmt texta samningsins og þeim anda er ríkti við gerð hans, er reyndar beinlínis gert ráð fyrir að bændum verði greidd uppbót á lág- marksverðið. Hver þessi uppbót verður, ræðst að sjálfsögðu af stöðu viðkomandi mjólkursam- lags, efnahagi þess og rekstrar- stöðu, en önnur atriði geta einnig haft mikil áhrif, s.s. markaðsstaða og möguleikar til vinnslu. Markaðsstaðan Aðalfundur Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík var haldinn þann 20. mars sl. Innvegið mjólk- urmagn á öllu svæðinu var 54,7 mill. og hlutdeild Mjólkursam- sölunnar í heildarmjólkurmagni á landinu var 53,7% og fer vaxandi. Þetta mjólkurmagn er unnið í þremur vinnslustöðum og á félags- svæði Mjólkursamsölunnar búa 80% þjóðarinnar. Milli 70 og 80% af innveginni mjólk hjá Mjólkur- samsölunni er seld sem fersk vara og mestur hluti þess sem eftir er sem einhvers konar sérvara. I reynd starfa mjólkursamlögin á þessu svæði sem eitt fyrirtæki. Þau koma við sérhæfmgu, njóta stærðarhagkvæmni og hafa mikla getu til að bregðast við breyttum aðstæðum. Markaðsleg staða Mjólkursamsölunnar er því afar sterk og í raun ber hún að þessu leyti höfuð og herðar yfir öll önnur mjólkurframleiðslufyrirtæki hér á landi. Athyglisvert er að bera þessa stöðu saman við stöðu annarra mjólkursamlaga. Þau eru níu, hvert um sig sjálfstætt fyrirtæki og búa flest að tiltölulega litlum heimamarkaði. Ef þau eru ekki þeim mun smærri, fer stór hluti innveginnar mjólkur til fram- leiðslu vinnsluvara. Framlegð ein- stakra mjólkurvara er mjög mishá, en í flestum tilvikum er framlegð vinnsluvaranna lægri en ferskra vara. Nokkur samvinna er milli einstakra samlaga utan samsölu- svæðisins, en afkoma þeirra flestra byggist á því að áfram verði sátt um ákveðna verkaskiptingu og verðtilfærslu, þannig að markaðs- tekjur skiptist jafnt milli allra mjólkursamlaga á landinu. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að Mjólkursamsalan er eins öflugt fyrirtæki og raun ber vitni. Hún nýtur þess að starfa mitt á langstærsta markaðssvæði landsins, en hún nýtur þess einnig að hafa átt framsýna félagsmenn og stjómendur sem hafa mótað það skipulag sem fyrst og fremst gerir Samsöluna að því sem hún er. Það er hins vegar nauðsynlegt að allur mjólkuriðnaður á Islandi sé vel skipulagður og eins öflugur og best verður á kosið. Þó einstök mjólkurvinnslufyrirtæki utan Sam- sölunnar séu sterk og vel rekin, þá þurfa þau að vera enn samstilltari og öflugri til að geta tekist á við verkefni framtíðarinnar og tryggt bændum verð umfram lágmarks- verð. Rekstur og efnahagur Samanlagðar rekstrartekjur fyrirtækjanna á samsölusvæðinu námu árið 1997 kr. 5.800 mill. Rekstrarhagnaður eftir að greiddir hafa verið skattar, en án áhrifa frá rekstri dótturfyrirtækja, nam kr. 183 milL eða 3,2% af veltu. Bændum voru greiddar að meðal- tali kr. 1,08 pr. innveginn líter um- fram grundvallarverð, en auk þess tæpa 9 aura pr. ltr. í séreignarsjóð og um 7 aura í vexti af þeim sjóði. Bændur sem lögðu inn í Flóabúið fengu auk þess greitt í stofnsjóð og vexti af honum. Efnahagsleg staða fyrir- tækjanna er mjög sterk. Þannig er eigið fé samtals kr. 4.968 mill. og eiginfjárhlutfallið er tæp 88%. Þetta svarar til þess að eigið fé Samsölunnar sé rúmar 90 krónur á hvem innveginn mjólkurlítra árið 1997. Mjólkursamsalan er því vel í stakk búin til að greiða bændum umfram lágmarksverð og mun efa- laust gera það. Staða samlaganna utan sam- sölusvæðisins er misjöfn, en al- mennt skiluðu þau lakari rekstrar- niðurstöðu en samsölufyrirtækin miðað við árið 1996, en tölur fyrir árið 1997 liggja enn ekki fyrir þeg- ar þetta er skrifað. Efnahagur samsölufyrir- tækjanna er mjög sterkur en óvissa ríkir um hver efnahagur sumra annarra samlaga er. Því veldur að þau eru gerð upp sem hluti eða deild í móðurfélagi og ekki er allstaðar gerður formlegur efna- hagsreikningur þó efnahagsyfirlit fylgi rekstrarreikningi. A sama hátt er ekki sjálfgefið að rekstrar- afkoma þessara samlaga skili sér inn í efnahagsreikning samlaganna eða hvort þau eru að byggja sig upp til að takast á við breytta skip- an verðlagsmála. Ákvæði mjólkursamningsins um lágmarks- verð í stað fasts verðs ásamt arð- greiðslum til bænda sl. tvö ár, munu leiða til ákveðnari krafna bænda um sem hæst verð. Það mun því reyna meira á rekstur samlaganna og kröfur um að rekstur og efnahagur þeirra verði sjálfstæður munu aukast. Nú þegar kúabændur sækja aðalfundi sinna samlaga og sjá árs- uppgjör þeirra ættu þeir að hug- leiða þessi mál sérstaklega. Hver hefur afkoma samlaganna verið undanfarin ár? Hver er eiginfjár- staða þeirra og hverjir eru mögu- leikar þeirra til að greiða umfram lágmarksverð þegar nýr mjólkur- samningur tekur gildi? Bændur utan svæðis Mjólkursamsölunnar verða að miða við stöðu hennar, því á því svæði er staða mjólkur- vinnslunnar lang sterkust og fyrir- tækin best í stakk búin til að greiða yfirverð. Mjólkurframleiðendur utan Samsölusvæðisins verða því sérstaklega að skoða sín mál á næstunni og tryggja eins vel hag sinna mjólkursamlaga og unnt er. Enginn vafi er á að mjólkur- vinnslan mun á næstu árum færast inn í harðara umhverfi þar sem mun reyna enn meira á rekstrar- hæfni og fjárhagsstöðu fyrir- tækjanna en verið hefur. Nú þegar kúabændur sækja aðalfundi sinna samlaga og sjá ársuppgjör þeirra ættu þeir að hug- leiða þessi mál sérstaklega. Hver hefur afkoma samlaganna verið undanfarin ár? Hver er eiginfjár- staða þeirra og hverjir eru möguleikar þeirra til að greiða umfram lágmarksverð þegar nýr mjólkur- samningur tekur gildi? Bændur utan svæðis Mjólkursamsölunnar verða að miða við stöðu hennar, því á því svæði er staða mjólkur- vinnslunnar lang sterkust og fyrirtækin best í stakk búin til að greiða yfirverð. Mjólkurframleiðendur utan Samsölusvæðisins verða því sérstaklega að skoða sín mál á næstunni og tryggja eins vel hag sinna mjólkursamlaga og unnt er. Nordsten sáðvélar DB Hnífaherfi Rauch áburðardreifarar DB Diskaherfi HiSpec Mykjudreifari, HiSpec Haugsugur Varfama Taðdreifari Breviglieri Pinnatætari VELARs ÞJÓNUSTA William Hacket Ávinnsluherfi Warfama 'Sturtuvagnar Breviglieri Jarðtætarar Járnhálsi 2,110 Reykjavík, sími 587 6500, Óseyri 1a, 603 Akureyri, sími 461 4040 rFjölbreytt úrval véla í vorverkin!1

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.