Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 21. apríl 1998 Bœndablaðið 19 Sláturfélag Suðurlands hélt kynn- ingarfund í matsal Bændaskólans á Hvanneyri á dögunum. í upphafi fundar ávarpaði Páll Lýðsson, stjórnarformaður SS, fundarmenn en þá kynnti Steinþór Skúlason starfsemi félagsins og þá valkosti sem í boði eru í afurðaviðskiptum. Fram kom að rekstur SS gekk vel á liðnu ári. Rekstur félagsins var í samræmi við rekstaráætlun og skilaði viðunandi ávöxtun á eigin fé. í byrjun sumars jók félagið eigið fé með sölu viðbótarhluta í B-deild stofnsjóðs. Allir hlutirnir seldust á fyrsta degi. Þetta útboð og hagnaður af rekstri jók eigið fé félagsins um 266 mkr. á milli ára. í árslok 1997 störfuðu 294 starfs- menn hjá Sláturfélaginu og er það fjölgun frá árinu áður, er þeir voru 283. Þegar starfsmenn voru flestir hjá félaginu í sláturtíð voru 512 á launaskrá. Steinþór segir fundarmönnum frá starfsemi Sláturfélagsins. Eiríkur Brynjólfsson á Brúarlandi og Guðjón Gíslason á Lækjarbug spáðu í spilin íbyggnir á svip. Fundarboð Umræðufundur um sjávarnytjar jarða verður haldinn á bókasafni Bændasamtaka íslands í Bændahöllinni mánudaginn 4. maí nk. og hefst fundurinn kl 14:00 Dagskrá: *lnngangur: Þáttur hlunninda í landbúnaði. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands. *Hver eru hlunnindi sjávarjarða? Stutt yfirlit um þróun nytja. Árni Snæbjörnsson, hlunnindaráðunautur. *Hlunnindaréttur jarða. Lögfræðileg túlkun á rétti landeigenda til að nytja hin óiíkustu hlunnindi, ásamt túlkun á rétti til bóta þar sem hlunnindi jarða hafa verið skert með lagasetningu eða opinberum framkvæmdum. Tryggvi Gunnarsson, lögfræðingur. ‘Umræður og fyrirspurnir. Landeigendur og aðrir sem áhuga hafa á efninu eru hvattir til þess að koma og skýra frá sínum viðhorfum og reynslu og taka þátt í umræðum um þessi mikilvægu mál. Bændasamtök íslands Öflugur söxunarbúnaður Alfa-laval TP 360 VS haugdæla Alfg-laval Agri Fjöjhœf og öflug haugdœla Alfa-Laval TP 360 VS haugdælan Til að nota í grunna sem djúpa kjallara. Tengd á þrítengibeisli og vökvastrokk ofan á burðarramma. Vökvayfirtengi staðalbúnaður. Breytanlegt horn, 75° - 90° -105°, milli dælu og burðarramma. Þekktar fyrir öflugan hræribúnað. Auðvelt að beina hræristútnum upp og niður og til beggja hliða. Þrenging á hræristútnum eykur kraftinn við upphræringu. Hræristútur neðarlega, auðveldar notkun í grunnum fjárhúskjöllurum. Þarf lítið op, 80 x 80 cm. Upp í 13.0001/mín við upphræringu og 7.0001/mín við dælingu á tank. Byggð á áratuga reynslu Alfa-Laval við smíði á haugdælum. Dælan hefur verið prófuð hjá Bútæknideild RALA á Hvanneyri Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar w C L O B U 5 VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601 s Bændur Guffen tankdreifarar GUFFEN GB8 0 Guffen tankdreifararnir eru fáanlegir með 3-10 þúsund lítra tanki. Tankurinn er byggður ofan á grind og er belgurinn úr sérstöku slitsterku stáli með Epoxý húðun. Formið á tanknum er trektlaga svo mykjan rennur alltaf fram að dælu. Dreifibreidd er 13 m. Flotmiklir hjólbarðar. Dæluþrýstingur er þrjú kg. G L O B U 5 VELAVERf Lágmúla 7, 108 Reykjavík Sími: 588 2600, fax: 588 2601

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.