Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 8
8 Bœndablaðið Þriðjudagur 21. apríl 1998 Hvert er megin markmið bænda? Er það ekki að ná sem mestum tekjum af sínu búi? Eða er það að halda lífi á sama hátt og forfeðurnir og breyta ekkert út frá gömlum venjum? Eg held að megin markmið sauðfjárbænda, sem og annarra bænda, hljóti að vera að hafa sem mestar tekjur út úr hverri vetrarfóðraðri á (og þar með talið að halda góðu lífi í sér og sínum). En hvemig fara menn að því að ná markmiðinu? Þær leiðir eru auðvitað eins margar, markvissar og árangursgóðar og bændurnir eru margir. Mig langar hér til að kynna hvernig við hjónaleysin höfum farið að því að ná okkar markmiði. Allir dilkar I fyrsia flokk Guöný Helga Bjömsdóttir, Be88astöðum, V.-Húnavatnssýslu. Kynbætur eiga stóran þátt í því að auka tekjur bænda. Sauðfjár- bændur geta notað kynbætur t.d. til að auka fijósemi og bæta ullar- og kjötgæði fjárins. Með nýju kjöt- mati koma kostir vel byggða fjárins enn betur í ljós. Bændur hafa meira fyrir sinn snúð ef þeim hefur tekist vei til við að auka og bæta vöðvafyllingu dilkanna. Annar þáttur sem ég tel að sé stór liður í auknum tekjum bænda, er sláturtími fjárins. Með tilkomu Félags Ferskra Fjárbænda í Vest- ur-Húnavatnssýslu og Dölum hafa opnast upp á gátt þær dyr sem veita neytendum aukna þjónustu með því að bjóða upp á ferskt dilkakjöt yfir mun lengri tíma ársins. Þar hefur jafnframt opnast leið að auknu fjárstreymi og tekjum innan búsins. Bændunum er borgað fyrir þá auknu vinnu og kostnað sem þeir leggja fram við að eiga lömb til slátrunar utan hefðbundins sláturtíma. Afurða- stöðvar og aðrir söluaðilar dilka- kjöts hafa fylgt í kjölfar FFF og Hagkaups, en ekki náð að skila bændum réttu „yfirverði" fyrir dilkana. En hvemig ná bændur því að eiga lömb tilbúin til slátrunar í byrjun júlí? Haustið 1996 héldum við hjónaleysin nokkrum ám snemma þannig að þær báru um 10. apríl 1997. Ær sem sæddar voru báru í byrjun maí, en afgang- ur ánna, um 150 ær, byijuðu að bera um 20. maí. Æmar sem bám fyrst gengu allar með tveimur lömbum. 10 dögum eftir að þær bám settum við þær allar saman í mátulega stóra kró með lömbin. Þar við hliðina höfðum við dálítið afdrep sem lömbin komust að og gátu étið í friði og leikið sér, en æmar komust ekki þar að. Með því að gefa lömbunum gott hey og kjamfóður minnkaði álagið á æmar. Anum var jafnframt gefið gott hey og var þess alltaf gætt að nóg af nýju og góðu heyi væri hjá þeim. Til samans var ánum gefið yfir tímabilið (10. apríl til 15. maí) einn poki af maís og einn poki af fiskimjöli. Þegar fór að þoma um úti settum við fjölskyldumar út og gáfum þeim, jafnframt því sem þær höfðu aðgang að túni. Við slepptum þeim því næst á úthaga og gáfum þeim þar uns þær hættu að koma að. Ein af þessum 12 ám fékk júgurbólgu vegna sárs á spena. Var það sú ær sem vanið hafði verið undir annað lamb og það lamb var orðið örlítið tenntara en hennar eigið og gekk nær henni fyrstu dagana eftir burðinn. I þennan sama úthaga settum við allar einlembur og æmar úr sæðingunum. Þegar kom að því að velja lömb til slátrunar í byrjun júlí (28. vika ársins) var þessi úthaga- girðing smöluð og öll lömbin vigtuð. Því næst vom valin lömb sem voru 26 kíló eða þyngri og með góða vöðvafyllingu sam- kvæmt þreifmgu á síðu og hrygg. Hjá tvílembum var aðeins þyngra lambið tekið. Fyrir þessi lömb fengum við borgað eins og þau hefðu öll verið 23,9 kg DIA fall í hefðbundinni sláturtíð án tillits til útflutningsprósentu og beingreiðslna. Mér þætti gaman að sjá það bú sem gæfi slíka vigt og flokkun. Hálfum mánuði síðar (30. vika ársins) var aftur smalað til slátmn- ar. Þá var seinna lambið tekið. Það ar greinilegt að lambið sem skilið hafði verið eftir hafði bætt mikið meira við sig en ef lömbin hefðu verið bæði undir ánni. í meðfylgjandi töflu er unnt að sjá hvemig DIA og Úrvals lömbin lögðu sig í hverri slátrun. Ekki er reiknað inn lækkun á haustverði vegna hlutfalls til útflutnings, ef slíkt væri gert kæmi dæmið enn betur út. (Sjá töflu). í hefðbundinni sláturtíð var einnig kappkostað að velja lömb til slátmnar, auðvitað em bændur bundnir af því að slátra öllum hrút- um fyrir tilsettan tíma. Þó er óþarfi að leggja inn hrúta sem augljóst er að eru of rýrir til að ná almenni- legu falli. Þá er hægt að gelda og geyma fram á veturinn eða jafnvel næsta haust og leggja inn sem sauði. Með því að skoða lömbin áður en þau em lögð inn í sláturhús er unnt að sjá til þess að flokkunin verði sem best. Að slátra jafnt og þétt yfir sumartímann kemur í veg fyrir að bændur þurfi að leggja inn of feita dilka (Svo framarlega sem þeir hafi aðgang að öllu fénu). Og unnt er að komast hjá því að leggja inn of rýr lömb með því að geyma þau til seinni tíma. Slátmn utan hefðbundins sláturtíma er undan- þegin útflutningi og þar með koma nokkrar krónur í vasann, í það minnsta á meðan útflutningsverðið er lægra en innanlandsverðið til bænda. Með þjálfun tekst bændum að átta sig á hvenær lömbin em sláturhæf. Reyndar kemur til nýtt kjötmat í ár. Má búast við að eitt- hvað þurfi samhliða því að auka kröfur við mat á sláturlömbum. Til að geta stundað sauðfjárbú- skap með þessum hætti verða menn auðvitað að hafa góða að- stöðu í fjárhúsum eða hlöðu því æmar sem bera svo snemma þurfa gott atlæti og rými. Einnig þurfa menn að hafa góðar girðingar heimavið svo ekki taki of langan tíma að ná fénu saman og til að unnt sé að stunda góða beitar- stjómun. Bændur sem reka á afrétt geta auðvitað ekki valið úr öllum hópnum, en unnt er að velja það fé sem fer á afrétt. Þannig er unnt að skilja eftir heima æmar með snemmfæddu lömbin, einlemb- ingana og lömbin með mjólkur- lögnustu ánum, sem sagt þau lömb sem víst er að séu fljótust að ná þroska og fara að fitna. Margir bændur hafa spurt okk- ur hvort æraar fái ekki júgurbólgu. A haustin emm við vön að grípa undir hveija á, jafnframt því að skoða tennur og annað heilbrigði. Síðastliðið haust vom engu fleiri ær með júgurbólgu en undanfarin ár. Enda sé ég ekki að það sé neitt öðmvísi nema til hagnaðar að taka lambið undan ánni til að slátra því, eins og að það villist undan ánni eða drepist í skurði eða af öðmm völdum. Mér finnst mun betra að frúmar í Vesturbænum njóti góðs af búinu mínu heldur en kmmmi eða annar vargur. í fjárhúsinu á Bessastöðum f vor. Þyrfti að vera þungt um Verð með haust ^látrað Fætt T Lítþungi T ^aliþungi Kjöt% Verð m.v. verðlags- ^rundvöll yfirborgun og greiðslu Irá markaðs- ráði Kr/kg T T Verð auk sláturs og gæra Lífdagar T Þyngdar- aukning/ dag T tilað sama verð fengist T 28.v. 16. apríl 27 13,1 45 3.000 5.670 432,41 6.356 81 0,17 23,89 30.v. 9. april 31 13,2 42 3.008 5.331 404,52 6.030 102 0,13 22,46 32.v. 23. maí 32 14,3 45 3.262 5.204 363,82 5.943 73 0,21 21,93 35.v. 29. maí 36 15,4 43 3.513 4.605 299,14 5.368 87 0,18 19,40 37.V. 31. maí 39 16,5 43 3.915 3.915 237,32 4.830 101 0,16 16,50 39.V. 30. maí 39 18,1 44 4.294 4.294 237,32 5.283 117 0,15 18,09 42.V. 5.- júni 17,6 4.170 4.170 237,32 5.159 132 0,13 17,57 47.v. 31,- maf 42 17,1 41 4.051 4.415 258,68 5.350 169 0,10 18,61 50.V. 1.- júnf 40 15,8 40 3.754 4.317 272,92 5.217 189 0,08 18,19 i Bœndablaðsmynd: Jón Eiríksson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.