Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 1
9. tölublað 5. árgangur Þriðjudagur 18. maí 1999 ISSN 1025-5621 Blóðsöfnun úr fylfullum hryssum fsteka innleiðir nýjan greiðslu- flnkk Undanfarin ár hefur ísteka hjá Lyfjaverslun Islands hf. staðið fyrir blóðsöfnun úr fyl- fullum blóðgjafahryssum víða um land með góðum árangri. Hrossabændur hafa náð að drýgja tekjur sínar með tiltölulega lítilli fyrihöfn. Bændur, sem eru nýir í söfn- uninni. hafa velt því fyrir sér hvernig auðveldast sé að ná árangri á sem stystum tíma, því greitt er eftir gæðum hrá- efnisins í fimm flokkum, þar sem hæsti flokkurinn gefur 40% álag á grunnflokkinn. Nú er að skapast enn ríkari þörf á að vita þetta, því Is- teka hefur ákveðið að inn- leiða nýjan greiðsluflokk, H- flokk, þar sem greitt er 80% álag á grunnflokkinn. Meiri hagkvœmni Dr. Hörður Kristjánsson, framkvæmdastjóri Isteka, segir ástæðuna fyrir nýja greiðslu- flokknum vera að fá hrossa- bændur til að standa sem réttast að söfnuninni, t.d með því að stilla hryssur saman í stóðum og hleypa til á réttum tíma. Þannig fáist besta blóðið, en einnig er mikilvægt að auka frjósemina og þetta tvennt gerir söfnunina miklu hagkvæmari fyrir alla sem standa að henni. Rétti tíminn til að setja folann í er um mánaðamótin maí/júní, nánar tiltekið sem fyrst í vik- unni sem hefst 30. maí (vika 22). A síðasta ári var meðaltal greiðslna til bænda sem fylgdu þessari reglu 30% yfir grunn- verði og er auðveldast að ná háum flokki, ef henni er fylgt. Bændur sem hleyptu til viku síðar voru með 20% álag á grunnverð að meðaltali, bænd- ur sem hleyptu til tveimur vik- um síðar voru einnig með 20% yfir grunngreiðslu en ef hleypt var til þrem vikum síðar var meðaltalið einungis grunn- greiðslan. „Af þessu sést að eftir því sem lengra líður frá réttum tíma“ er erfiðara að komast í háan greiðsluflokk, þó það sé alls ekki útilokað. Ef hryssur eru stilltar vel af og graðhestar öflugir er hægt að ná mjög góðum árangri þótt byijað sé seinna. Dæmi um það höfum við frá því í fyrra en þá komust einstakir bændur 40% yfir grunngreiðslu (efsti flokk- ur) úr báðum hópum bænda sem hleyptu til einni og tveim- ur vikum eftir rétta tímann" (viku 22),“ sagði Hörður. Meira um þetta á bls. 8. Kadmín í áburði og hreinleiki afurða Lítíö kadmín vafalíHð mikilvægt fyrir hreinleika malvæla Tilbúinn áburður er fólki nú ofarlega í huga. Einn af þeim þáttum sem skipta máli þegar hugað er að áburðinum er kadmíninnihald hans. Kadmín er efni sem telst til þungmálma en í of miklu magni getur það verið eitur bæði fyrir menn og dýr. Kadmín í tilbúnum áburði getur verið mismikið og er skýringin sú að fosfat það sem not- að er til framleiðslunnar inniheldur mismikið kadmín frá nátt-úr- unnar hendi. Hér á landi hefur verið notaður tilbúinn áburður með mjög litlu kadmíni og hefur það vafalítið verið mikilvægt fyrir hrein- leika matvæla frá íslenskum landbúnaði. Sums staðar erlendis hefur hins vegar verið notaður áburður með mun meira kadmíni. A vissum svæðum, svo sem á Nýja-Sjálandi, er jarðvegur orðinn mengaður af kadmíni. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að kadmín úr áburði getur bor- ist í matvæli. Plöntur taka kadmín upp úr jarðvegi í mismiklum mæli. Kadmín úr fóðrinu safnast fyrir í nýrum og lifur skepnanna og eykst magnið með aldri. Kadmín flyst í litlum mæli yfir í kjöt og mjólk og styrkur þess í mjólkurvörum er að öllu jöfnu mjög lágur. í ljósi þess sem að framan greinir er mjög áhugavert að skoða hversu mikið kadmín er í matvælum frá íslenskum land- búnaði. Með nýrri rannsókn hefur nú í fyrsta skipti fengist yfirlit um kadmín í helstu matvælum sem íslendingar neyta. Rannsóknin var unnin hjá Matvælarannsókn- um Keldnaholti (fæðudeild RALA) í samvinnu við Manneld- isráð og Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins. Kadmín í matvælum frá íslenskum landbúnaði var í öllum tilfellum mjög lítið. Ekkert var mælanlegt í sýnum af kjöti en í innmat lamba greindist örlítið kadmín. Kadmín í lifur og nýrum íslenskra lamba er með því lægsta sem þekkist og mun lægra en þekkt er í ýmsum löndum. Þótt kadmín væri í flestum tilfellum mælanlegt í grænmeti, var magn- ið mjög lítið. Athygli vekur að tvö hæstu gildin eru fyrir innflutt grænmeti. Samanburður við nið- urstöður úr nýlegri norskri rann- sókn sýnir engan afgerandi mun á norsku og íslensku grænmeti. A Islandi er í gildi reglugerð um aðskotaefni í matvælum (nr. 518 / 1993) en þar eru meðal annars sett hámarksgildi fyrir kadmín. Fari kadmíninnihald yfir sett hámarksgildi er sala á viðkomandi matvöru óheimil. Kadmín í íslenskum landbúnaðarvörum er langt undir hámarksgildum. Innmatur sláturdýra sker sig úr með hæstu gildin, hæsta gildið er fyrir lambanýru en það er þó aðeins 17% af háir.arksgildi. Við þurfum því ekki að fara eftir erlendum leiðbeiningum sem hvetja til að fólk takmarki neyslu á innmat sláturdýra vegna þung- málmamengunar (kadmín o.fl.). Það er mikils virði að eiga völ á innmat sem er langt undir settum mörkum fyrir kadmín enda er hér um mjög næringarríkar afurðir að ræða. Loks má minna á reglugerð um vistvæna fram- leiðslu (nr. 504/s 1998). Þar er miðað við að ekki sé notaður áburður sem inniheldur meira en 10 mg af kadmíni á kg fosfórs þegar framleiddar eru gæða- stýrðar landbúnaðarafurðir. Til að halda kadmínmengun matvæla og umhverfis í lágmarki er mikilvægt að velja tilbúinn áburð með sem minnstu kadmíni. Mikilvægt er að fólk fylgist vel með gæðum tilbúins áburðar, svo sem kadmíninnihaldi hans, og hafi hreinleika afurðanna í huga. Ölafur Reykdal, Matvælarannsóknum, Keldnaholti. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri við rafstöð sem er í gili skammt frá bænum. Undirbúningur er haflnn að stofnun Landssamtaka raforkubænda, en það eru þeir bændur sem möguleika hafa á raforkuvirkjun á eigin landareign. Að undirbúningi samtakanna standa þeir Þórarinn Hrafnkelsson, Hallgeirsstöðum, Norður-Héraði og Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri, Austur-Eyjafjallahreppi. Þróunarstofa Austurlands hefur tekið að sér aðstoð við undirbúningsvinnu en kynningarfundur verður haldinn á Byggðabrúnni, tölvuneti Byggðastofunnar, miðvikudaginn 26. maí klukkan 17. Á kynningarfundinum verður gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi væntanlegra samtaka. Óskað er eftir því að atvinnuráðgjafar um allt land flnni fólk sem er líklegt til að eiga hagsmuna að gæta og áhuga hafa á málinu. Þátttöku í kynningar- fundinum þarf að tilkynna til atvinnuþróunarfélaga á hverjum stað. Samtökin verða formlega stofnuð í Reykjavík 4. eða 5. júní. í gögnum sem Þróunarstofa Austurlands hefur sent frá sér kemur fram að smávirkjanir sé að flnna nánast um allt land þar sem náttúrulegar aðstæður eru fyrir hendi. „Með smávirkjun er átt við virkjun með uppsett afl á bilinu 0 til 200 kW. í samtökum raforkubænda geta þessi mörk orðið önnur og því er ekki rétt að afmarka kynningu á stofnun þeirra við þessi mörk.“ Einnig segir að hagkvæmni smávirkjana hafl vaxið á undanförnum árum og að möguleikar hafl skapast á raforkuframleiðslu umfram eigin not eigenda. Rafmagnsveitur ríkisins hafa sýnt því áhuga að kaupa hluta umframorkunnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með því hafa skapast aðstæður fyrir bændur til nýsköpunar í landbúnaði og aukinna tekjuöflunarmöguleika á bújörðum sínum.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.