Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1999 Frjósemi íslenska hrossastofnsins Athugun ísteka leiQir í Ijðs að 75% hryssnanna íyljast Allt aö 96% hryssna fyljast á nokkrum hæjum Ingimar ísleifsson á Sólvöllum hefur selt blóð úr fylfullum merum ir fyrir Irossabaindur" Hjá ísteka hefur gögnum verið safnað um 2400 hryssur og um 100 fola í stóðum og frjósemi ís- lenska hrossastofnsins metin út frá þeim. í ljós kemur að um 75% hryssnanna fyljast ef með- altal er tekið. Árangur er þó mjög mismunandi eftir bæjum, sums staðar er ástandið mun verra, en annars staðar miklu betra en meðaltalið og allt að 96% hryssna fyljast á þó nokkr- um bæjum. Fram að þessu hafa greiðslu- flokkar ísteka verið óháðir fyljun- arárangri í stóði. Greiðsluflokkur getur til dæmis veríð með 40% álagi, þrátt fyrir að einungis helm- ingur hryssnanna fyljist, svo fremi að samstilling þeirra sé góð. Nýt- ing á vinnuframlagi hrossabónd- ans, dýralæknisins og vinnu okkar hjá ísteka við mælingar og eftirlit er léleg við slíkar aðstæður. H- flokknum er ætlað að taka á þessu vandamáli, því til þess að komast í H-flokk þarf fyljun að vera vel yfir meðallagi. H-álag á grunngreiðslu fæst ef saman fara skilyrði fyrir 40% álagi á grunngreiðslu og að 85-90% hryssnanna fyljist. Einnig er möguleiki á H-álagi að uppfyllt- um skilyrðum fyrir 30% álagi þeg- ar vel yfir 90% hryssna fyljast. Gott svigrúm fyrir hrossabœndur „Hrossabændur hafa rætt um við okkur að H-flokkurinn sé bara stór gulrót en það er ekki rétt. Ef við tökum mið af niðurstöðum frá í fyrra eru þegar rúmlega 20% bæja annað hvort alveg við mörkin eða þegar inni í H-flokki ef sam- bærijegur árangur næst hjá þeim í ár. Á einum bæ, þar sem árangur var vel fyrir innan H-mörk, var ekki hleypt til fyrr en tveimur vik- um eftir rétta tímann“ og á öðrum bæ, þar sem ekki vantaði nema eitt prósentustig í aukinni fyljun til að komast í H-flokk, var folinn þó ekki settur í fyrr en einni viku eftir rétta tímann“. Þetta sýnir að það er mjög gott svigrúm til staðar fyr- ir bændur til að ná árangri. Það er rætt um að íslenski hrossastofninn sé sá fijósamasti í heimi. Með smá árvekni og eftirfylgni ættu íslensk- ir hrossabændur auðveldlega að geta sýnt fram á það og sannað. Peningar, ráðgjöf og árangur Blóðgjafastóð með 40 hryssum getur skilað um 450.000 krónum (m vsk) til hrossabóndans ef það nær H-flokki en ef fyljun er í með- allagi (75%) og hryssur festa fang á misjöfnum tíma, svo verð lendir í grunnflokki, fást um 187.000 króna (m/vsk) verðmæti frá sama stóði. Við hjá ísteka veitum bænd- um ráðgjöf, ef óskað er eftir, um það hvemig hægt er að ná árangri og komast í H-flokk. Við gerum ráð fyrir, ef ráðleggingum okkar er fylgt, að á 1.-2. ári megi reikna með gmnnverði til 20% álags, á 2- 3 ári megi reikna með 20-40% álagi og á 3.-4. ári sé stilling og frjósemi komin í gott lag í stóði sem upphaflega var í ólagi, þannig að H-flokki sé náð. Við gemm ráð fyrir að hámarksárangur náist einu til tveimur ámm fyrr ef samstilling og ftjósemi er viðunandi í upp- hafi,“ sagði Hörður. Einn þeirra hrossabænda sem drýgt hefur tekjur sínar með sölu á merarblóði til ísteka er Ingimar Isleifsson á Sólvöllum í Rangárþingi. Hann byrjaði á þessu í fyrrasumar og segir allt útlit fyrir að hann haldi þessu áfram á komandi sumri. Ingimar segist hafa tekið blóð úr um 70 hryssum í fyrra og fékk um 260 krónur fyrir lítrann. Honum reiknast til að hafa fengið um 8.200 krónur fyrir hverja hryssu. „í hvert skipti eru teknir um fimm lítrar og dýralæknir kemur einu sinni í viku yfir sumarmánuðina,“ segir hann. Ingimar segir að blóðið sé nýtanlegt um 35-40 dögum eftir að hryssurnar hafa fengið hest. Það sé hins vegar einstaklingsbundið hvað það er nýtanlegt í langan tíma. „5-6 skipti er þó mjög algengt en það eru dæmi um að ekki sé hægt að taka úr henni nema í 2-3 skipti.“ Að mati Ingimars hefur það færst nokkuð í vöxt að hrossa- bændur taki merarblóð. Nokkrir hafi byrjað á þessu í fyrra og útlit sé fyrir að fleiri muni fylgja í sumar. „Ég tek það fram að merarnar finna mjög lítið fyrir þessu og þetta virðist ekkert há þeim. Þær eru fljótar að endurnýja það blóð sem tapast. Þær eru staðdeyfðar og eiga því ekki að finna fyrir neinu.“ Ingimar segir að ef menn eigi góðan bás og góða aðstöðu fyrir blóðtökuna eigi ekki að vera neitt því til fyrirstöðu fyrir hrossabændur að fara út í þetta. „Fyrst menn eiga hryssurnar á annað borð er þetta upplögð tekjulind fyrir hrossabændur," segir hann. Hann segir þetta þó fara eftir því hvað hryssurnar eru margar. I hans tilviki hafi dýralæknir komið einu sinni í viku og tekið allar hryssurnar í einu sem hafi verið mjög hag- kvæmt. Úrval tækja og búnaðar fyrir bændur Fyrsta flokks mykjudælur, mykjutankar, haugsugur og mykjuskrúfur. Traustir tindatætarar með steinvörn NORVIC Hágæða rúlluplast, net og garn. Sterkbyggðir sturtuvagnar í öllum stærðum. NORVIC búvélar hf Þegar gædin skipta máli Austurvegi 69 • Selfossi • Sími: 482 4102 • Fax: 482 4108

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.