Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18. maí 1999 SíOiislu skölasliin undir nafni Bændaskúlans á Hvanneyri - áður en nalni skúlans verður bneytt Nú væri verið að slíta bænda- deild en eftir hálfan mánuð Bændadeild Hvanneyrar var slitið á dögunum. Þess má geta að vorið 1889, á krossmessu á vori, kom fyrsti nemandinn í skólann og því eru nú um þessar mundir nánast 110 ár frá þvi að skólinn hóf göngu sína. Að þessu sinni voru brautskráðir 18 búfræðingar og fjórir nemendur af 5. önn sem er viðbótarnám. Magnús B. Jónsson, skólastjóri, sagði mikil tímamót vera í sögu skólans. verður búvísindadeild slitið. „Skólaslitin í vor verða hin síðustu undir nafhi Bændaskólans á Hvanneyri því nafni skólans verður breytt þann 1. júli n.k. og ffá þeim degi verður hann Landbúnað- arháskóhnn á Hvanneyri. Nafnbreytingin er í sjálfu sér stað- festing á því sem hér hefur verið unnið að á síðusm áratugum þ.e að færa meira og meira af starfi skólans á háskólastig. Það er hið nýja laga umhverfi og sá metnaður sem felst í því sem skapar meginbreytinguna. Þó nafnbreytinginn sé mikilvægust fyrir háskólamennmnina og rannsóknimar þá mikilvægi breytinganna jafn augljós starfmennunina og háskólamennmnina í landbúnaði," sagði Magnús B. Jónsson, skólastjóri, í skólashtaræðu. Viðukenningu fyrir besta vitnisburð á búfræðiprófi hlaut Sigríður K. Sverrisdóttir og hlaut hún einnig flestar aðrar viðurkenningar sem veittar vom. Viðurkenningu fyrir bestan árangur á 5. önn hlaut Þórður Ulfarsson. Bestum árangri á búfræðiprófi náðu: 1. Sigríður Kr. Sverrisdóttir 2. -3. Amheiður D. Einarsdóttir 2.-3. Gunnfríður Hreiðarsdóttir ABS HEMLAKERFI ÖRYGGISPÚÐI HÁTTOG LÁGT DRIF BYGGEMJR Á GRIND ÖFLUG DÍSILVÉL RAFKNÚIN STJÓRNTÆKI GOTTÚTSÝNI MJÖG AUÐBREYTANLEGUR 3JAÁRAÁBYRGÐ FÁANLEGUR SJÁLFSKIFTUR Galloper er þægilegur sjö manna jeppi. Hann KEMST ÓTRAUÐUR UM ÍSLENSKA VEGI OG VEGLEYSUR OG ER ÞVÍ FRÁBÆR FERÐABÍLL. GALLOPER ER FRAMLEIDDUR MEÐ LEYFI OG UNDIR EFTIRL'TI MlTSUBISHI MOTORS. FÓLKSBÍLAVERÐI. RáOunautur í kanínurækt á faraldsfæti Nú standa gotin yfir á feldkan- ínubúum landsins. Feldþroska hafa Castor Rex kamnumar náð um 8 mánaða gamlar og er heppi- legur feldunartími (slátmnartími) líklega frá byrjun nóvember og fram í byijun mars. A þeim tíma em þær í vetrarhárum og feldurinn þá mestur að gæðum og nothæfur. Meðgöngutíminn er aðeins 31 dagur svo að það á að vera hægt að ná 3-4 gotum á ári (got í feb - júní) eftir hverja læðu inn á þenn- an feldunartíma, sé rétt staðið að málum. A næstu vikum stendur til að ráðunautur Bændasamtaka Islands í kanínurækt verði á ferð um land- ið og heimsæki kanínubændur. Sérstök áhersla verður lögð á að hitta sem flesta af þeim sem em að stíga sín fyrstu skref í ræktun Castor Rex feldkanína. Einnig er undirritaður spenntur fyrir því að sjá hvað aðrir em að gera í kanínu- rækt, og þá ekki síst að hitta þá sem em með loðkamnur. Þeir sem hafa áhuga á að fá undirritaðan í heimsókn á næst- unni, hafi samband og ég mun sjá hvort ekki verður hægt að líta við. Markmiðið með heimsókninni er að kynnast kanínubændum, skoða aðstæður á búunum, dýrin og leið- beina um fóðmn og hirðingu þeirra. Notið ykkur þetta tækifæri í tíma og hafið samband undirrit- aðan hjá Bændaskólanum á Hvanneyri, í síma 437 0000, eða sendið tölvupóst á sverrir@hvanneyri.is. Hafið sam- band í þessari viku. Með bestu kveðju, Sverrir Heiðar Júlíusson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.